Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Dodge on January 30, 2007, 12:34:35
-
http://ba.is/
þarna er hægt að sjá hugmynd að upplagi að tillögu að skipulagi á verðandi akstursíþróttasvæði BA
-
Þetta er flott,"viðgerðarhús" er það "pitturinn"?
-
Flott!! vantar bara rallycross brautina :?
-
hvernig færðu það út?
-
Nú það eru bara stafir engin braut
-
glæsilegt, er þá nokkuð annað en að ræsa jarðýtuna :D
-
Framkvæmdir SKULU hefjast á árinu.
-
Smellið á myndirnar til að sjá þær ennþá stærri...
Djöfull líst mér vel á þetta... Ferðum til Akureyrar á klárlega eftir að fjölga þegar þessar brautir verð up and running! 8)
(http://ba.is/ba_undirsidur/2007/landssvaedi/teikningar/storar/ba_landssvaedi_teikning_tillaga_2006__heildarmynd__skalad_640x800px.jpg) (http://ba.is/ba_undirsidur/2007/landssvaedi/teikningar/adsent/landssvaedi__ba_teikning_tillaga_2006__heildarmynd_1280x1600.htm)
(http://ba.is/ba_undirsidur/2007/landssvaedi/teikningar/storar/ba_landssvaedi_teikning_tillaga_2006__efrihluti__skalad_640x512px.jpg) (http://ba.is/ba_undirsidur/2007/landssvaedi/teikningar/adsent/landssvaedi__ba_teikning_tillaga_2006__efrihluti_1600x1280.htm)
(http://ba.is/ba_undirsidur/2007/landssvaedi/teikningar/storar/ba_landssvaedi_teikning_tillaga_2006__nedrihluti__skalad_640x512px.jpg) (http://ba.is/ba_undirsidur/2007/landssvaedi/teikningar/adsent/landssvaedi__ba_teikning_tillaga_2006__nedrihluti_1600x1280.htm)
-
Frábært frábært frábært, þetta er svo sannarlega gleðiefni.
Kv. Nóni
-
Er ekki einhver sem vill ráða prentara á Akureyri?
-
Sælir Bílaklúbbsfélagar
Þegar þetta fína brautarsvæði verður loksins orðið að veruleika þá vil ég að skoðað verði að nefna tiltekna brautarkafla eftir félögum okkar sem eru látnir til þess að heiðra minningu þeirra. Það er nú því miður svo að frá því Bílaklúbburinn var stofnaður hafa átta menn sem voru einhverntíma virkir félagar hans látist. Þetta er svipleg staðreynd í ljósi þess að Bílaklúbburinn hefur alltaf verið frekar fámennt félag og félagarnir engin gamalmenni. Til upplýsingar eru hér mennirnir sem við er átt:
-Sigurbjörn Gunnþórsson. Sibbi átti t.d. Cobra Jet-ið um tíma og var með mikla bíladellu.
-Valdimar Pálsson. Gúggi var mikill mótorhjólamaður á sínum yngri árum. Gerði upp Citroen árg 1947 frá grunni (A-7000).
-Steinþór Sigurjónsson. Eigandi athyglisverðra bíla eins og Hvíta hvalsins (Ford Capri) og Chevrolet Impala '65 sem hann gerði upp.
-Konráð O. Jóhannsson. Konni er einn litríkasti bílaáhugamaður sem Ísland hefur alið. Um skeið formaður Bílaklúbbsins.
-Ólafur B. Guðmundsson. Lengi í stjórn Bílaklúbbsins með mikinn (forn)bílaáhuga sem synir hans hafa sem betur fer erft ríkulega.
-Magnús E. Finnsson. Maggi var m.a. gjaldkeri klúbbsins um skeið. Áhugamaður um evrópska bíla; sérstaklega sportbíla.
-Bjarni Ásgeirsson. Alltaf til í að vinna fyrir klúbbinn.
-Heiðar Jóhannsson. Það þarf ekkert að kynna Heidda fyrir ykkur. En hans er t.d. síðast getið í Mbl. bls. 20. fös. 2. feb. s.l.