Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: motors on January 26, 2007, 20:22:22

Title: Brautin okkar.
Post by: motors on January 26, 2007, 20:22:22
Er brautin tilbúin fyrir þessi kraftmiklu tæki sem koma núna í sumar VONANDI,sem eiga eftir að fara oní 7sek, þarf ekki að gera eitthvað?,eða fá menn sér bara stærri bremsur og fallhlífar?Er venjulega ekki svona leiðinlegur. :)
Title: Brautin okkar.
Post by: Heddportun on January 26, 2007, 23:06:04
þarf að setja meira track bite í brautina og hefla startið
Title: Brautin okkar.
Post by: Kristján Skjóldal on January 26, 2007, 23:59:44
banna radialdekk :twisted:
Title: Brautin okkar.
Post by: Davíð S. Ólafsson on January 27, 2007, 02:06:08
Það er verið að vinna í því að fá sponsor til þess að leggja pening í það að laga startið og vonandi að lengja brautina líka.

Það er líka góð regla að hafa bremsubúnað í lagi svo að það verði hægt að stoppa á brautinni áður en allt stefnir í óefni og hafa svo góðan kælitíma á milli ferða  :lol:

Endilega nota fallhlífar þegar bílar eru farnir að fara undir 10 sek.

Við félagarnir erum nú staddir í USA og allt stefnir í að það verði einhver tæki sem fara undir 7sek á brautinni í sumar.

Kveðja Davíð,Leifur og Þórður.
Title: Brautin okkar.
Post by: Einar K. Möller on January 27, 2007, 12:11:38
Fallhlíf hefur ekkert með ET að gera heldur MPH!!!

Fallhlífarhraðinn hér er 150mph, bílar sem eru að fara hægar hafa ekki þurft fallhlíf og eiga ekki eftir að þurfa hana. Flestir kapparnir sem eru að keyra hérna á þessum hraða eru með fallhlíf og öflugan bremsubúnað og þegar einhver fer frammaf brautinni, sem gerist nú ekki oft, þá er það bara óheppni, hvað sjást margir Pro kallar í NHRA gera þetta oft, ansi oft nefnilega.

Þetta snýst um að lengja brautina. <- (PUNKTUR)
Title: Brautin okkar.
Post by: Kristján Skjóldal on January 27, 2007, 12:55:37
já það getur nú líka eitthvað bilað og þá er betra að brautinn sé aðeins lengri :!:  það er ekki verið að biðja um malbik heldur bara að slétta eithvað áfram og kanski sand til að stöðva tækið ef allt fer á versta veg :idea:  fyrirbyggjum slysin, lengjum brautina takk  fyrir  :twisted:  besta dæmið er td Jón Geir, það hefði leikandi geta farið verr  :?
Title: Brautin okkar.
Post by: Davíð S. Ólafsson on January 27, 2007, 13:52:55
Sælir strákar.

Ekki lesa milli línanna :o  Það er verið að vinna í sponsormálum, einmitt til þess að fá fjármagn í lengingu á brautina.

Einar þó að þú hafir ekki þurft að nota fallhlíf á Corolluna hér í denn þá reikna ég með því að þú notir hana á nýja kaggann. Gangi þér vel elsku kallinn minn.

Einmitt rétt hjá Stjána , það geur alltaf eitthvað bilað og er þá gott að geta sleppt fallhlífinni út.  

Kveðja Davíð
Title: Brautin okkar.
Post by: firebird400 on January 27, 2007, 13:57:35
Stefnan er að laga brautarendann fyrir sumarið, engar stórbreytingar þó,
Einhvað af malbiki og slatti af sandi eða oðru efni við endann.

En það er auðvitað bara þannig að ef það lítur út fyrir að tæki geti ekki stoppað örugglega þá mun það ekki spyrna

einfallt mál !

svo ég mæli með því að þeir sem ætla sér stórhluti í vor muni gera allt það sem þeir geta til að tryggja það að þeir geti stoppað örugglega

Eflaust fátt fúlara en að vera sendur heim vegna þess að búnaðurinn er ekki í samræmi við brautina.
Title: Brautin okkar.
Post by: Einar K. Möller on January 27, 2007, 14:14:18
Davíð,

Þú mátt vita það, að ég mun nota tuskubremsuna. Er ekkert að drita á neinn, bara skjóta inn pínu staðreynd. Allt í góðu.

Aggi,

Allir sem eru að fara ógeðslega hratt í sumar eru með búnaðinn til að stoppa, það er bara einfaldlega ekki nóg pláss til að stoppa og það verður ekki til mikið sverari búnaður á þeim mörgum en er nú þegar á þeim. Ég persónunlega held að ég sé safe með að stoppa og ég get ekki ímyndað mér annað en að Þórður, Einar B., Leifur, Stígur, Grétar F. og restin séu á nákvæmlega sömu hillu með það. Það bara vantar pláss :)

Just my 2 cents.
Title: Brautin okkar.
Post by: Kristján Skjóldal on January 27, 2007, 16:39:53
það er frábært að það sé verið að vinna í þessu flott takk fyrir :wink:
Title: Brautin okkar.
Post by: firebird400 on January 27, 2007, 16:42:56
Já það má vel vera.

Ef bremsur af sverustu gerð duga ekki (og það eru sko ekki bremsur af sverustu gerð í öllum þessum bílum) þá verðum við bara að fara í 1/8´

Það verður sennilega einhvað lengt í endanum í vor en endanlegar endurbætur verða að öllum líkindum komnar í gegn fyrir tímabilið 2008, þangað til verðum við að lifa með það sem við höfum !
Title: Brautin okkar.
Post by: Kristján Skjóldal on January 27, 2007, 16:46:41
biddu biddu hvaða (bill bilar) eru ekki með nóu góðar bremsur :?: