Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Guðmundur Þór Jóhannsson on January 26, 2007, 09:33:09

Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on January 26, 2007, 09:33:09
Daginn

Ég er búinn að vera skoða í hvaða flokk ég myndi vera í.
BTW þá er ég á MMC EVO.

Það sem að er að angra mig er að í RS og GT flokkunum þá er talað um að það skuli vera hægt að fara með bílinn í skoðun eins og hann er í keppni og hann fái fulla skoðun.

Eins og ég skil þetta þá gengur ekki að vera með opið púst án kvarfakúta ?
Er þetta rétt skilið hjá mér ? og ef svo er .. er þá enginn flokkur sem að ég passa inn í eins og er ? nema hvað OF ?

bara velta þessu fyrir mér

kv
Guðmundur
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Kristján Skjóldal on January 26, 2007, 09:48:05
þú passar ekki heldur í O,F :(
Title: c
Post by: hillbilly on January 26, 2007, 10:40:53
taktu bara kutin opnaðu hann og rifðu allt ur honum og settu rör i gegnum hann þá færðu fulla skoðun   :D
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on January 26, 2007, 11:05:48
Hehe .. já get það svo sem.

En þetta var svona meira spurt til þess að vera ekki þannig séð að "svindla"
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Racer on January 26, 2007, 12:26:49
hafa ekki nokkrir sloppið í gegn með opið púst í GT?

annars hverjum er ekki sama um smá hávaða þó þetta er djöfulllegt ef hann sprengir líka hehe
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: TommiCamaro on January 26, 2007, 12:57:18
Quote from: "Racer"
hafa ekki nokkrir sloppið í gegn með opið púst í GT?

annars hverjum er ekki sama um smá hávaða þó þetta er djöfulllegt ef hann sprengir líka hehe

veistu það er fullt af bílum sem hafa verið í gt og rs sem hafa verið með opið púst og búið að taka hvarfan, t.d. þá virkar impreza ekki rassgat með hvarfakút þó það sé búið að hreinsa hann
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on January 26, 2007, 16:31:16
Ok ... spurning hvort það sé kannski ástæða til að breyta reglunum í samræmi við það sem að er í gangi í flokkunum.

eða er ég kannski bara svona smámunasamur :)
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Gti-R on January 26, 2007, 18:21:42
Þegar verið er að tala um skoðaðann bíl er verið að tala um bíl með ´07 miða á númerunum eða meira. Þá telst bíllinn vera skðaður. Skiptir ekki máli hvort að þú ferð heim í skúrinn og skrúfar 5" púst undir bílinn áður en þú ferð uppá braut. Hefur allavegana ekki gert það hingað til.
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Nóni on January 26, 2007, 21:29:09
Ég fékk nú fulla skoðun á SAABinn hjá mér með 84 mm rör alla leið og einn heimasmíðaðan kút. Bara spurning hvað heyrist mikið/lítið í bílnum þegar þeir skoða hann. Gunni er t.d. með svaka púzt á Golfinum sem enginn hefur kvartað yfir.


Kv. Nóni
Title: GT flokkur - opið púst ?
Post by: Heddportun on January 26, 2007, 22:12:41
ég keppti bara á flækjunum og enginn kvartaði
Title: Re: c
Post by: Mustang´97 on January 26, 2007, 22:22:11
Quote from: "lettan"
taktu bara kutin opnaðu hann og rifðu allt ur honum og settu rör i gegnum hann þá færðu fulla skoðun   :D


Hann fær ekki fulla skoðun þó kúturinn sé ef hann meingar :roll:
Title: Re: c
Post by: Valli Djöfull on January 27, 2007, 14:49:41
Quote from: "Mustang´97"
Quote from: "lettan"
taktu bara kutin opnaðu hann og rifðu allt ur honum og settu rör i gegnum hann þá færðu fulla skoðun   :D


Hann fær ekki fulla skoðun þó kúturinn sé ef hann meingar :roll:

Ég er með tóman hvarfakút og fékk skoðun.  Ég mætti bara með bílinn heitann í skoðun og þá mengaði hann minna og slapp í gegn :)