Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: dsm on January 03, 2007, 22:28:30

Title: 70´cuda 383
Post by: dsm on January 03, 2007, 22:28:30
datt i hug að gera enn einn þráðinn um þennan bíl þetta er 1970 árgeð ´cuda 383...og athuga hvort einhver viti hvað varð um gramsið úr honum .. frétti að 383 mótorinn hefði farið í gulan challenger sem er víst ennþá á götunni... eða í götuhæfu ástandi.. læt herna fylgja með mynd sem eg var að finna , sennilega ein síðasta myndin af henni í lagi.. valt útí móa í borgarfirði.
(http://pic20.picturetrail.com/VOL1410/5495115/11001589/218915643.jpg)
Title: 70´cuda 383
Post by: Moli on January 03, 2007, 23:17:39
sæll, þetta er ´Cuda sem var orange lituð um tíma, Jónas Garðarsson flutti þennan bíl líklegast inn, en það er búið að farga henni. Hann lenti á staur/valt annaðhvort á Akranesi eða í Borgarfirði. Sá sem slátraði henni og hirti restina var Tóti (440sixpack) í aðra Barracudu sem hann átti.

Frekari umræður um hann hérna, ásamt mynd ---> http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=13411

Hinsvegar átti ég gulan ´72 Challenger sem var með 383 úr ´70 Cudu. En hvaða Cuda það er, er ég ekki með á hreinu, ég hafði heyrt að sú vél hafi verið úr ´70 Cudu með númerið R-706, sem er enn til í dag en í döpru ástandi.
Title: 70´cuda 383
Post by: Kristján Skjóldal on January 04, 2007, 12:14:39
ja vélinn er hér á Akureyri og eftir númerum þá er hún 69 ef mig minnir rétt 8)
Title: 70´cuda 383
Post by: dsm on January 04, 2007, 16:16:56
var þetta ekki eina ´70 383 ´cudan sem var til hérna á klakanum. R706 kom alveg örugglega með 318 í húddinu.
Title: 70´cuda 383
Post by: Dart 68 on January 05, 2007, 16:35:13
Sammála Stjána.

  Mig minnir einmitt, þegar ég var að spá í að kaupa Challann af Munda (áður en þú, Moli, eignaðist hann) að við (Mundi) höfum gruflað það upp að vélin væri ´69 en úr hverju vissum við ekki.
Title: 70´cuda 383
Post by: dsm on January 06, 2007, 11:59:22
þá er bara spurningin hvað varð um relluna úr ´70 bílnum... sá allavena "383 magnum" merkin sem voru á bílnum í bílskur hérna á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2-3 árum og líklegast eitthvað af innréttingunni sömuleiðis. hún var blá.
Title: 70´cuda 383
Post by: firebird400 on January 06, 2007, 12:25:03
Kallinn hann pabbi átti 1970 Cudu 383 Magnum

En hún var rauð með svartri innréttingu svo það er sennilega ekki þessi sem þú talar um að havi verið með blárri
Title: 70´cuda 383
Post by: dsm on January 06, 2007, 12:51:32
heyrðu...ég var að tala útum rassgatið á mér... hun var svört.. einhversskonar gerfiefni á þeim .. einsog rúskin.. það er sama hérna , kallinn hann pabbi átti þennan bíl 78-79 og svo aftur 81-82
Title: 70´cuda 383
Post by: Moli on January 06, 2007, 12:54:06
Quote from: "dsm"
heyrðu...ég var að tala útum rassgatið á mér... hun var svört.. einhversskonar gerfiefni á þeim .. einsog rúskin.. það er sama hérna , kallinn hann pabbi átti þennan bíl 78-79 og svo aftur 81-82


hvað heitir pabbi þinn?  8)
Title: 70´cuda 383
Post by: dsm on January 06, 2007, 13:00:23
Magnus Kristjansson.. oft kallaður maggi með augað eða maggi mopar
Title: Re: 70´cuda 383
Post by: 440sixpack on January 06, 2007, 14:02:43
Quote from: "dsm"
datt i hug að gera enn einn þráðinn um þennan bíl þetta er 1970 árgeð ´cuda 383...og athuga hvort einhver viti hvað varð um gramsið úr honum .. frétti að 383 mótorinn hefði farið í gulan challenger sem er víst ennþá á götunni... eða í götuhæfu ástandi.. læt herna fylgja með mynd sem eg var að finna , sennilega ein síðasta myndin af henni í lagi.. valt útí móa í borgarfirði.
(http://pic20.picturetrail.com/VOL1410/5495115/11001589/218915643.jpg)


Þetta er bíllinn sem ég keypti á Akranesi, klesstur í "V", notaði gramsið úr honum í minn gamla, já þetta er Hveragerðis bíllinn sem Jónas Garðars átti.
Title: mótor
Post by: hebbi on January 07, 2007, 00:03:08
vélin úr hveragerðis bílnum var ekki í honum 88 þegar Águst bróðir Guðmundar hemichallanger gerir hann upp ég seldi honum 383 mótorinn og munið SUPER COMMANDO magnum draslið var fyrir dodge enda ekki sambærilegir mótorar :lol:
Title: 70´cuda 383
Post by: 440sixpack on January 07, 2007, 00:18:10
Hebbi minn, það að þú reifst nokkrar Barracudur er bara í fínu lagi, enda eru þær verðmætari í dag fyrir vikið, þ.e. þær sem eftir eru.  :D

Gaman væri að fá hjá þér vin-númerið á "Leynicudunni" svo að ég geti borið númerið saman við gagnagrunnin.  Varðandi vélina í  klón-bílnum hans Ágústs er staðreyndin er sú að vélin úr 1970 Cudunni  var seld til Keflavíkur til Einars Smárasonar, þegar ég reif hana.
Title: 70´cuda 383
Post by: 440sixpack on January 07, 2007, 00:21:59
Quote from: "dsm"
þá er bara spurningin hvað varð um relluna úr ´70 bílnum... sá allavena "383 magnum" merkin sem voru á bílnum í bílskur hérna á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2-3 árum og líklegast eitthvað af innréttingunni sömuleiðis. hún var blá.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru blokkirnar í Moparbílum oftast steyptar 2-6 mánuðum á undan samsetningu bílsins, þannig að þetta passar fínt. :D
Title: ?
Post by: hebbi on January 07, 2007, 00:26:01
hvaða bíla tóti minn þú hlýtur að muna það?
Title: 70´cuda 383
Post by: 440sixpack on January 07, 2007, 11:34:11
Sagan bara segir þetta, getur vel verið að þetta sé bara rugl :D

Kanski var "Leynicudan" alvöru Cuda, hefurðu VIN númerið á henni einhvers staðar? :roll: