Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: stigurh on December 08, 2006, 08:32:44

Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: stigurh on December 08, 2006, 08:32:44
Á að hækka ökuleyfisaldurinn í 18 ár.


Ég hef verið að skoða flölmiðlana síðustu misserin og ég hef ekki séð einn eða neinn tala eða skrifa um það kynbundna óréttlæti sem mun að öllum líkindum eiga sér stað við það að hækka ökuleyfisaldurinn í 18 ár. Það eru nefnilega engar stelpur að komast í fyrirsagnirnar í fjölmiðlum þessa lands fyrir ökunýðingsskap, ofsaakstur með splunkunýtt ökuskírteini við barnaskólan í hverfinu. o.s.f.

Skiljiði hvað ég er að fara?

Hér er svo ein tilllaga!

Deilum í 2 og hækkum ökuleyfisaldurinn í 19 ár hjá strákum eingöngu.

Ég var 17 ára sjálfur og ég þakka guði fyrir að ég var á Trabant og
Vartburg og drap engan. Klessti Vartburgin á fyrsta degi og trabban dagin eftir og daglega eftir það, engar ABS bremsur í þá daga.

stigurh
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: baldur on December 08, 2006, 08:39:46
Ég hef nú bara ekki ennþá séð eina einustu könnun sem bendir til þess að slysum fækki við það að breyta bílprófsaldrinum. Það er hellingur af löndum í kringum okkur sem er með 18 ára eða hærri bílprófsaldur en þar eru slys ekkert færri per höfuðtölu.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: 1965 Chevy II on December 08, 2006, 08:41:24
Mín skoðun:

Allir fá próf 17,ef viðkomandi er svo tekinn fyrir glæfraakstur eða slíkt þá er teinið farið í t.d 2 ár og þá þarf að fara aftur í námið.

Ég t.d keyrði mjög rólega fyrsta árið og var t.d stoppaður af löggunni á hjallabrautinni á 50kmh og var skammaður fyrir að "hanga svona í hámarkshraðanum",40 væri alveg nóg :lol:
En svo fór vitleysan í gang,prófmissir og fl.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: 1965 Chevy II on December 08, 2006, 08:44:50
Einnig mætti ath að takmarka hversu kraftmikill bíllinn má vera fyrstu árin,maður keyrir MIKLU hraðar á kraftmiklum bíl það bara er þannig.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: JHP on December 08, 2006, 11:15:56
Quote from: "Trans Am"
Einnig mætti ath að takmarka hversu kraftmikill bíllinn má vera fyrstu árin,maður keyrir MIKLU hraðar á kraftmiklum bíl það bara er þannig.
Þetta er nákvæmlega málið.
Title: ökuleyfisaldur..
Post by: birgir_sig on December 08, 2006, 11:33:47
en hvað er samt málið með að meiga ekki keyra nema með einn í bílnum og ekki keyra frá kl 1 á nóttinni og til 6. ekki get ég séð að það ætti að fækka slysum.. og ef þeir fara að taka af manni prófið verður þá ekki mikklu meira um eltingaleiki, því prófið er hvortsemer farið..
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Racer on December 08, 2006, 12:08:53
ég vil nú halda að því hægvirkari því meira reynir maður að hreyfast þar sem maður þarf oft að stíga hægvirka dósina í botn til að hreyfa hana af stað, svo er ekkert gaman að vera að brunna á fullri ferð þar sem það er meira gaman að gefa frá kyrrstöðu :lol:



annars verðið þið að spá í svoldnu.. fólkið beið í 17 ár eftir prófinu og með að seinka því enn meir þá eru þið bara að seinka slysunum um fleiri ár og þá fara menn að kvarta að þetta tvítuga fólk er stórhættulegt í umferðinni og hvað gerist næst þar á eftir.. þessi klikkuðu kvartmílumenn eru stórhættulegir í umferðinni með að hræða fólk með drunum úr pústinu og þeir gætu eflaust vafið bílnum utan um staur með öll þessi hestöfl í fákanum og svo gætu þeir blinda mann og annan með reyk og ryki þegar þeir taka af stað og hugsanlega skítuga út einhverja bílana með gúmmí sléttum.

Mér finnst að tillaga um að afi og amma ættu að vera í bílnum fyrstu tvö árinn hjá nýliðum sé skárra og ekkert verr þó það eru líkin af þeim og nýliðar eiga ekkert að flýta sér þó gömlu hjú þurfa á spítalann sökum hjartaverkja
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Kristján Skjóldal on December 08, 2006, 12:23:26
Láng eðlilegast að takmarka hestöfl :idea:  eins og er með mótorhjóla próf  8)
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 08, 2006, 12:28:27
svona svo maður fari fínt og faglega með hlutina...
Þetta er allt rugl.

Það eina sem gerist á milli 17. og 20. aldursárs er að námsþroski
og allur eiginleiki mannsins til að læra nýja hluti minnkar.
eins og alþjóð veit eru albestu ökumennirnir í umferðinni einhverjir sveitastrákar sem lærðu að keira 10 - 15 ára gamlir.

Það eina sem gæti komið uppúr því að breyta þessu í 18 ár er að færa
þennan áhættuhópúr 17 - 20 ára í 18 - 21 árs.

Stelpur og fullorðið fólk valda færri slysum meðal annars af því að
þau keira 50 - 70% minna en 17 - 20 ára strákar.

Takmörkun á afli..?
nánast hvaða drusla í veröldinni kemst í 170km/h, þessar dollur höndla bara verr.

Það mætti í meiginatriðum kæfa þessa umræðu afþví að þetta er tilkomið af því að stjórnarmenn telja að það sé eitthvað ófremdarástand á landinu í umferðarmálum... í hvaða landi í heiminum er það betra spyr ég?

Og þessar "úrlausnir" lygta allar af "vitum ekki hvað skal gera svo við gerum bara eitthvað" andanum. td. laga breytingin sem færði sektarmörkin niður í 95 í stað 100.. var aðalvandamálið í umferðinni að menn væru að aka á 98? mar spyr sig.

virðingarfyllst og engannveginn ætlað sem skítkast á skoðanir annara.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Valli Djöfull on December 08, 2006, 13:06:18
ég veit að ef ég yrði próflaus í ár núna.. myndi ég upplifa 17 ára fílinginn alveg upp á nýtt..

JIBBÍ, BÍLPRÓF  :twisted:
og svo yrði maður alveg jafn snarvitlaus og maður var 17 ára  :lol:
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: top fuel on December 08, 2006, 14:05:21
Hvar fynnur maður þessi nýju lög?
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 08, 2006, 14:07:41
us.is benti umferðarstofa á í útvarpinu.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Björgvin Ólafsson on December 08, 2006, 15:04:37
Quote from: "Dodge"
Það eina sem gerist á milli 17. og 20. aldursárs er að námsþroski
og allur eiginleiki mannsins til að læra nýja hluti minnkar.
eins og alþjóð veit eru albestu ökumennirnir í umferðinni einhverjir sveitastrákar sem lærðu að keira 10 - 15 ára gamlir.


Sem segir okkur væntanlega það sem allir akstursíþróttamenn og unnendur vilja - ÆFINGASVÆÐI.

Æfingin skapar jú meistarann osfr., og því ætti mun frekar að byrja að temja mannskapinn fyrr 8)

kv
Björgvin
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Valli Djöfull on December 08, 2006, 15:18:34
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "Dodge"
Það eina sem gerist á milli 17. og 20. aldursárs er að námsþroski
og allur eiginleiki mannsins til að læra nýja hluti minnkar.
eins og alþjóð veit eru albestu ökumennirnir í umferðinni einhverjir sveitastrákar sem lærðu að keira 10 - 15 ára gamlir.


Sem segir okkur væntanlega það sem allir akstursíþróttamenn og unnendur vilja - ÆFINGASVÆÐI.

Æfingin skapar jú meistarann osfr., og því ætti mun frekar að byrja að temja mannskapinn fyrr 8)

kv
Björgvin

Ég er að fara að taka litla bróðir í æfingarakstur.  Ég ætla að láta hann gera allt sem er möguleiki á að hann fari að prófa einn... Betra að prófa t.d. handbremsubeygjur með stóra bró að kenna sér heldur en að byrja að prófa það með fullan bíl af unglingum og klúðra einhverju.

MAMMA kenndi mér að taka handbremsubeygjur  8)

Þetta eru hlutir sem á að... tjahh... kenna og ekki kenna, krakkar eru að fara að gera þetta og er þá ekki betra að þau viti örlítið útá hvað þetta gengur í stað þess að reyna þetta án tilsagnar og keyra á eitthvað?

Ég mun fara með bró á ís og láta hann missa bílinn og redda sér úr klípum aftur og aftur þar til hann fær bílpróf.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 08, 2006, 15:56:39
nákvæemlega BÓ.

það sem væri gáfulegast að gera ef eitthvað þarf að gera er að koma upp
æfingarsvæði og efla ökukennslu þannig að menn læri eitthvað vitrænt
og fái svo ekki prófið nema vera klárlega með allt á hreinu.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: 1965 Chevy II on December 08, 2006, 16:21:33
Quote from: "Dodge"

Takmörkun á afli..?
nánast hvaða drusla í veröldinni kemst í 170km/h, þessar dollur höndla bara verr.



virðingarfyllst og engannveginn ætlað sem skítkast á skoðanir annara.

Það tekur 3 klukkutíma á Hyundai Accent að ná þessum hraða og þarf talsvert hugrekki til,á BMW M5 eða Impreza STI er fjörið rétt að byrja í 170 og tók enga stund.
Það er ekkert gaman að keyra hratt á kraftlausum smábíl.

Ég fer aldrei yfir 110 á Smápúddunni því það er bara eins og að vera í Fokker í flugtaki.

Stórmunur hvort menn nái 160 milli ljósa eða 80.

Og stelpurnar keyra miklu varlegra en við það er bara þannig hvort sem þær keyra minna eða ekki.

Alveg rétt hjá þér að ástandið hér er ekkert verra en annarstaðar en það má samt batna.

En þetta gengur samt bara út á eitt:
MEIRA Í RÍKISKASSANN þeim er skítsama um allt annað annars færi miklu meira púður í að berjast gegn eiturlyfjum sem kosta margfallt meiri harmleik og mannsföll heldur en öll umferðarslys til samans.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 08, 2006, 17:05:50
jájá auðvitað má lengi gott bæta.. en að gera bara eitthvað gagnast engum.

ég persónulega ók lengi um á 28 ára gamalli 1500 lödu sem komst leikandi í 170 og var ekkert voða lengi að því.... gleymdi að taka
inní reikninginn að asía er 40 árum á eftir í þróun.

Það er vissulega rétt hjá þér að konur aka almennt varlegar en við
en ef eitthvað kemur uppá þá eru þær LOST.

og eitt gott dæmi varðandi þetta alltsaman síðan bara um síðustu helgi.
Ég fékk far heim með stelpu sem var rétt komin með prófið, fékk það einmitt á tvítugs afmælinu sínu. ég var kominn á þá skoðun að ég ætti
betri lífsmöguleika ef ég varpaði mér út á ferð en með því að láta hana
aka mér alla leið, hún var að sögn vinkvenna sinna búin að lenda í 2
smátjónum á þessum 3 dögum sem hún hafði verið með teini og það
skein allveg af henni að hún hafði hvorki nokkra einustu þekkingu né getu
til að aka bíl.

ath er ekki að alhæfa neitt um heildina en svona getur það verið.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: PHH on December 08, 2006, 21:24:19
Quote from: "Trans Am"
Það er ekkert gaman að keyra hratt á kraftlausum smábíl.


Það er greinilegt að þú ert ALGERLEGA búinn að gleyma því hvernig var að vera nýkominn með bílpróf, það getur verið alveg hrikalega gaman og alveg svaka challange að ná síðustu kílómetrunum útúr dósinni  :lol:
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: 1965 Chevy II on December 08, 2006, 21:39:15
Quote from: "ZX-9R"
Quote from: "Trans Am"
Það er ekkert gaman að keyra hratt á kraftlausum smábíl.


Það er greinilegt að þú ert ALGERLEGA búinn að gleyma því hvernig var að vera nýkominn með bílpróf, það getur verið alveg hrikalega gaman og alveg svaka challange að ná síðustu kílómetrunum útúr dósinni  :lol:

Nei félagi ég hef engu um það gleymt,var sérfræðingur í því,verulega geðbilaður og kallaður sækó um tíma :roll:
En því kraftmeiri bíl sem ég eignaðist því hraðar keyrði maður.
Nenni ekki að þrasa meira um þetta,hefur ekkert upp á sig.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: baldur on December 08, 2006, 21:42:36
Vandamálið með það að ætla að takmarka aflið eitthvað er að það er vonlaust að framfylgja því. Upplýsingar í Ekju um afl og vélarstærð eru mjög oft annaðhvort vitlausar eða bara ekki fyrir hendi. Eftir hverju á þá að fara?
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Heddportun on December 08, 2006, 23:24:02
Það er sama hvort það sé 17 eða 70 það er alltaf sama kennslan og það er hún sem skiptir máli,verkleg og bókleg en þá sérstaklega verkleg því það geta allir lesið en færri framhvæmt eftri því nema með mi

Það er sama á hversu aflmiklum bíl þú ert,það þurfa allir að prufa og þá þarf svæði til þess sem er opið lengur en nokkra daga á ári
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Racer on December 09, 2006, 01:48:11
Quote from: "Trans Am"

Það tekur 3 klukkutíma á Hyundai Accent að ná þessum hraða og þarf talsvert hugrekki til,á


þarft ekki nema beinan veg svona 6 km og þá ertu kominn í 200.
byrjar að nötra í 160-170 , hita lykt í 180 og seint í 190 og þaðan langar þér ekkert hraðar vegna áhyggja á að vélinn fer , 200 þá kemstu ekki mikið hraðar.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: baldur on December 09, 2006, 01:53:38
Þarft nú aðeins meira en beinan veg, það þarf að vera aðeins niður í móti líka til að ná 200 á Accent...
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Valli Djöfull on December 09, 2006, 02:31:59
Quote from: "baldur"
Þarft nú aðeins meira en beinan veg, það þarf að vera aðeins niður í móti líka til að ná 200 á Accent...

Tjahh.. finnst ykkur 1,6 vél of stórt?  þeir renna leikandi í 200... allavega golf 1,6...

Svo dugar ekki að takmarka þetta bara við það..

En ég viðurkenni þó að þegar maður fær smá kafla sem hægt er að gefa í er alveg gefið í..  t.d. útá landi þegar engir bílar eru fyrir manni.. og á kraftmiklum bílum verður hraðinn mun meiri því það þarf ekki eins mikinn tíma til að koma þeim alltof hratt..  

En 1,0 yaris kærustunnar er líka botnaður.. en hann er bara svo lengi að ná 100 km hraða að maður brýtur ekki mjög mörg lög á honum  :lol:   allavega ekki eins oft  :wink:
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: cv 327 on December 09, 2006, 03:00:33
Í den, var þetta sem mér datt í hug

Ég átta gata hefi sið
að vera oftast tekinn
En alltaf hef ég sloppið við
ef fjögur eru götin.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 09, 2006, 18:21:38
þessar takmarkanir hefðu engu breytt fyrir mig td.

þegar ég var 17 átti ég tvo bíla, 1600 lödu og coronetinn..
ók ætíð eins og bavíani á gorbanum en leið um alsæll á dautsinum.
menn hreinlega veltu mykid fyrir sér hvort amma væri alltaf með hann
í láni því þetta þótti ekki kunnulegt ökulag :)

en það er enginn að þrasa hérna.. þetta er allt hámálefnalegt.

ég vildi bara að það væri svona spjallborð þar sem maður gæti rætt þetta
við stjórnendur landsins með einhverjum árangri og bent þeim á það hvað þetta er stórt og alvarlegt mál.
það er eins og þeir geri sér enga grein fyrir göllunum á þessu.

t.d. Það sem þeir eru að ræða núna, takmörkun á afli og farþegafjölda.
Það er ekkert pælt í kostnaðinum sem þetta hefur í för með sér fyrir
bæði heimilin og þjóðarbúið (viðskiftahallann)
þetta mundi þíða að fjölskyldubíllinn er of öflugur og þarafleiðandi þarf að splæsa í
yaris undir grísinn þegar hann fær teinið, og ekki nóg með það heldur
einn á hvern grís því þeir neiðast náttúrulega til að einmenna í flakinu.
btw á meðan það er verið að skora á fólkið í landinu að fjölmenna í
druslurnar eða brúka strætó vegna mengunar.

bottomline það þyrfti að flytja inn 30.000 yarisa quiss bang, kaupa margfalt
meira eldsneyti, og eftir stendur reikningur uppa tugi eða hundruði milljóna.

og það er ekki gott fyrir blessaðann hallann okkar sem er ekki góður fyrir.

hér er ég bara að nefna einn af öllum hinum RISAVÖXNU göllum sem fylgja
þessari aðgerð, þar sem ég nenni ekki að vera að hamra á borðinu í allan dag.

Þetta fynnst mér eins og enginn sé að spá í, það er alltaf talað um þessar
breitingar eins og þetta sé bara ekkert mál.. og því ekki að prufa þetta bara.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Valli Djöfull on December 09, 2006, 22:50:40
á þessum aldri skiptir engu máli á hvaða bíl maður er... maður "prófar" að BOTNA þá alla... ég er greinilega farinn að róast því ég er búinn að eiga eitt stk. 170 hö bmw (sem telst kannski ekki mikið en samt) og ég er ekki búinn að fara yfir 130 á þjóðvegum landsins held ég... hraðasta sem ég hef farið á honum var á kvartmílubrautinni, og á svoleiðis stöðum á maður að "prófa" að botna druslurnar  8)
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: gaulzi on December 10, 2006, 23:03:20
senda menn bara í nokkurra daga fangelsi fyrir gróf umferðalagabrot :D
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: typer on December 12, 2006, 17:44:23
Quote from: "Trans Am"
Quote from: "Dodge"

Takmörkun á afli..?
nánast hvaða drusla í veröldinni kemst í 170km/h, þessar dollur höndla bara verr.



virðingarfyllst og engannveginn ætlað sem skítkast á skoðanir annara.

Það tekur 3 klukkutíma á Hyundai Accent að ná þessum hraða og þarf talsvert hugrekki til,á BMW M5 eða Impreza STI er fjörið rétt að byrja í 170 og tók enga stund.
Það er ekkert gaman að keyra hratt á kraftlausum smábíl.

Ég fer aldrei yfir 110 á Smápúddunni því það er bara eins og að vera í Fokker í flugtaki.

Stórmunur hvort menn nái 160 milli ljósa eða 80.

Og stelpurnar keyra miklu varlegra en við það er bara þannig hvort sem þær keyra minna eða ekki.

Alveg rétt hjá þér að ástandið hér er ekkert verra en annarstaðar en það má samt batna.

En þetta gengur samt bara út á eitt:
MEIRA Í RÍKISKASSANN þeim er skítsama um allt annað annars færi miklu meira púður í að berjast gegn eiturlyfjum sem kosta margfallt meiri harmleik og mannsföll heldur en öll umferðarslys til samans.


Ekki alveg rétt hjá þér

Ég þekki 4 stelpur úr ólíkum vinahóp hér úr eyjum sem keyra eins og hálvitar, halda að þær geti allt og svo þegar það skeður eitthvað þá vita þær ekkert í sinn haus hvað þær eiga að gera.

og 1 af þeim er búin að keyra á oftar en 4 sinnum en hin er búin að keyra á meira en 5 sinnum.

Þannig ég sé ekki alveg þroskann í þessu tilfelli.

Ég vil meina að fólk byrji frekar fyrr að læra á bíl og þeim sé ekki bara kent umferðarreglur, heldur líka hvernig er að keyra á 100 og svo kemur kröpp beygja sem þau vita ekki af og eiga að reyna komast í gegnum hana. hvað gera menn? Negla á bremsuna og reyna beygja. Það náttúrulega gengur ekki, svo líka keyra svoldið hratt og taka normal beygju í hálkusvæði. Allskonar svona sem fólk höndlar bara ekki neitt sem nýgræðingur.

En allavega vil ég ekki að bílprófsaldur hækki í 18 ár þá eru þeir bara að hækka þessa tölu:

"17-20 keyra eins og hálvitar" í "18-21 keyra eins og brjálæðingar".
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: stigurh on December 12, 2006, 17:50:40
Látum Ragnar tala við nýliðan og ath. hvort nægur þroski sé til staðar!!
Sumir verða alltaf börn. Þannig er það nú bara. Kannski fara úr ártölunum og láta andlegan þroska ráða ferðinni.
stigurh
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: PalliP on December 12, 2006, 19:18:59
Held að það myndi skipta máli ef brautarsvæði væri til staðar, og að krakkarnir gætu sýnt getu sína í akstri með fullorðnum(ökukennara, foreldrum) á bílum sem væru með búri og búnir til aksturs á braut.
Það myndi koma 17ára ökumanninum verulega á óvart hversu kjánaleg og sein viðbrögðin eru þegar reynslan er ekki til staðar.

Einnig finnst mér fáranlegt að bílprófsaldurinn sé ekki hækkaður í 18ára því þessir krakkar eiga að heita sjálfráða 18 ára og eru þvi á ábyrgð foreldrana í umferðinni fyrsta árið eins og þetta er núna.

Mér finnst sniðugast að takmarka bráðabirgða skirteinið við bíl með 1000 vél og og hækka svo í venjulegan fjölskyldubíl ca 1600 og svo um 25 ára aldurinn orðið frjálst.  En þetta yrði pirrandi fyrir þá sem geta keyrt bíla í umferðinni án þess að keyra allt í gúllas.  

'I þessum umræðum ættu akstursíþróttamenn að vera sýnilegir og geta tjáð sig um málefnið því margir okkar hafa verið í þessu frá blautu barnsbeini og alist upp með þessu, og ekki man ég eftir því að þessi hópur hafi verið til skammar í umferðinni, eftir að kvartmílubrautin kom.
k.
Palli
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: stigurh on December 13, 2006, 10:30:16
Mjög gott hjá þér Palli, flottur. Eitthvað svona er alveg nauðsynlegt
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: KiddiJeep on December 13, 2006, 11:50:40
jájá. á þá bara að gera útaf við bíladellu þeirra sem eru undir 25 :roll:
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 13, 2006, 12:35:54
Toyota á íslandi væri sammála þér...  :roll:

Þessi millimörk eru alveg off.. ég á svona venjulegann fjölskyldubíl
sem er med 3500 vél.

en hinsvegar er brautarcommentið gott hjá þér.. það þarf að efla fjölþætta verklega kennslu til muna, og í staðinn mætti taka megnið af þessum kennslubókum og einhenda þeim til hafs.

Það væri pínu hippókratískt að færa prófaldurinn í 18 bara afþví að þá er maður sjálfráða án þess að færa áfengisaldurinn þangað líka.
og þá erum við á square 0,3.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: PalliP on December 17, 2006, 11:09:23
Mér finnst, ef einstaklingur er talinn hafa þroska til að keyra bíl, ætti hann að geta farið sjálfur í Ríkið, og það á að sjálfsögðu að fylgjast að með sjálfræðinu.

'Eg hef litla trú á að þessi takmörkun á rúmsentimetrum hjá 18ára einstaklingi hefði áhrif á sölu nýrra bíla.  Það er orðið víða hjá fólki að heimilisbíllinn er orðinn það fínn bíll að 18ára fær hann ekki lánaðan, heldur er keyptur eiinhver smábíll á heimilið fyrir þennan einstakling.
'Eg man hvernig þetta var þegar ég var 17ára, átti sjálfur ógangfæran 8cyl Willys og þurfti að fá mömmu bíl lánaðan allra minna ferða, og man einnig eftir meðferðinni.

Svo er spurningin að hvort sé verið að gera útaf við bíladellu, haldiði að það borgi sig fyrir lýðinn í landinu að búa við óbreytt ástand og ungt fólk hrynur niður í einhverjum ofsaakstri, en við gerum ekkert því við viljum hafa áhugann virkan.  Það geta allir hér svarað því að bíladella kemur og hún fer ekki aftur, svo það mætti takmarka þetta einhvern veginn með að sá sem er með bráðabirgða skirteinið mætti keyra kraftmeiri bíl í fylgd með fullorðnum, svipað og æfingaraksturinn er í dag.
kv.
Palli
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Man in Black on December 20, 2006, 01:46:03
Ég vil spurja þig Palli minn hver munurinn er á aksturinn þinn hvort mamma þín og pabbi bera ábyrgð þér eða þú sjálfur.

og líka það er munur á líkamlegum og andlegum þroska. það eru til fólk sem er um 30 ára en líta en út fyrir að vera 8 ára þýðir það að hann hafi ekki þroska til þess að keyra bíl.

ég er samála því að 17 krakkar keyra alltaf glannalega en svarið fellst ekki í því að hækka aldurinn. krakkarnir eru bara svo ánægð yfir því að fá loksins að keyra og vilja prufa að gefa í smá. ef aldurinn verður hækkaður mun það ekki breytast ap það verður mikið af slysum, haldiði að 18 krakkar vilji heldur ekki prófa bílinn, það verður bara að bíða í eitt ár í viðbót. ég held að munurinn verður ekki mikill.

það sem þarf að gera að er að fá fleiri löggur út á götu að fylgjast með því fólk hegðar sér betur ef það er verið að fylgjast með því.


P.S.

þið voruð að tala um að stelpur lentu ekki eins oft í slysum. konur keyra ekki eins mikið og kallar þess vegna er þetta svona hlutfallslega lenda konur jafn oft í slysum og kallar  :wink:
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Nonni on December 20, 2006, 12:54:27
Ég er sammála því í prinsipi að það sé óeðlilegt að fólk sem ekki er sjálfráða hafi bílpróf.  Eðlilegast fyndist mér að sjálfræði, bílpróf og áfengiskaupaaldur héldist í hendur.  

Fólk þroskast mikið á þessum árum.  Það er að jafnaði nokkur munur á þroska 17 og 18 ára krakka.  Auðvitað eru óþroskaðir einstaklingar til á öllum aldri en stærri hluti 18 ára eru þroskaðri en 17 ára.  

Við vorum kannski ekkert betri þegar við vorum 17.  Maður gerði sín mistök.  Flestir voru við samt á gömlum kraftlitlum dósum.  Nú eru búnar að vera sérstakar aðstæður þegar fjöldi ungra ökumanna eru teknir á gríðarlegum hraða og mörg banaslys má rekja til ofsaaksturs (sbr. ummæli formanns rannsóknarnefndar umferðaslysa).  

Eru krakkar í dag óþroskaðri en þau voru áður?  Nú veit ég ekkert um það en hegðun sumra í umferðinni gætu bent til þess.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: íbbiM on December 20, 2006, 14:03:32
þegar ég fékk prófið átti ég gamlan 2nd gen camaro með nokkuð heitiri 400 pontiac vél, og mjög nýlegan 1600 colt,  ég keyrði eins og bavíani á coltinum alltaf í botni, handbremsan í öllum beygjum og byrjaði á að setja hann í yfir 200 niður brekku sama kvöld og ég fékk prófið..
þegar ég tók camaroin út var hinsvegar eiginlega bara rúntað..  nema á auðum stórum plönum var spólað og djöflast
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Lindemann on December 20, 2006, 15:10:20
flest óhöpp sem ég hef orðið vitni að hjá 17 ára ökumönnum hafa verið vegna reynsluleysis frekar en vanþroska.

Auðvitað er fullt af 17 ára fólki sem hagar sér eins og asnar, en þeir sem muna hvernig það var að fá prófið, þá var þessi fiðringur til staðar sem lætur fólk gleyma að hugsa um hvað það er að gera.
Svo þegar fólk gengur of langt í fíflaganginum, þá missir það stjórn á bílnum og lendir í slysi, að stórum hluta vegna þess að ENGINN 17 ára ökumaður hefur fengið kennslu í því hvernig á að bregðast við ef viðkomandi missir stjórn á bílnum. Það er ekki fyrr en fólk lærir af reynslunni, sem gæti orðið dýrt..
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: PalliP on December 20, 2006, 21:08:46
Quote from: "Man in Black"
Ég vil spurja þig Palli minn hver munurinn er á aksturinn þinn hvort mamma þín og pabbi bera ábyrgð þér eða þú sjálfur.

og líka það er munur á líkamlegum og andlegum þroska. það eru til fólk sem er um 30 ára en líta en út fyrir að vera 8 ára þýðir það að hann hafi ekki þroska til þess að keyra bíl.

ég er samála því að 17 krakkar keyra alltaf glannalega en svarið fellst ekki í því að hækka aldurinn. krakkarnir eru bara svo ánægð yfir því að fá loksins að keyra og vilja prufa að gefa í smá. ef aldurinn verður hækkaður mun það ekki breytast ap það verður mikið af slysum, haldiði að 18 krakkar vilji heldur ekki prófa bílinn, það verður bara að bíða í eitt ár í viðbót. ég held að munurinn verður ekki mikill.

það sem þarf að gera að er að fá fleiri löggur út á götu að fylgjast með því fólk hegðar sér betur ef það er verið að fylgjast með því.


P.S.

þið voruð að tala um að stelpur lentu ekki eins oft í slysum. konur keyra ekki eins mikið og kallar þess vegna er þetta svona hlutfallslega lenda konur jafn oft í slysum og kallar  :wink:


Aksturinn breytist kannski ekki, en það er kannski réttur aðili sem ber ábyrð á gjörðum sínum, það er stórt atriði í þessu að lagfæra ökukennslu og að það sé til ökugerði/braut þar sem ungir ofurhugar geta sýnt hvað þeir geta, og á öruggu svæði þar sem þeir skaða ekki meira en sjálfan sig.
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Valli Djöfull on December 20, 2006, 22:04:40
Facts:
Quote
MAÐURINN sem lést í umferðarslysi á Álftanesvegi aðfaranótt laugardags var fæddur 1982

24 ára

Quote
MAÐURINN sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag fæddist 1978

28 ára

Quote
MAÐURINN sem lést í bílslysi á Stykkishólmsvegi á föstudag var fæddur 1984

23 ára

Quote
KONAN sem lést í bílslysinu á Vopnafirði á miðvikudag var fædd 1941

65 ára

Quote
MAÐURINN sem lést í umferðarslysi sem varð á Kjósarskarðsvegi, á móts við Þórufoss, skömmu fyrir hádegi á mánudag var fæddur 1940

66 ára

Quote
KONAN sem lést í umferðarslysi á Miklubraut aðfaranótt sunnudags var fædd 1951

55 ára

Quote
STÚLKAN sem lést í bílslysi á Eiðavegi skammt utan Egilsstaða í fyrrakvöld var fædd 1987

19 ára

Quote
KONAN sem lést í umferðarslysi við Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld var fædd 1931

75 ára

Þetta segir auðvitað ekki allt..  t.d. ekki hve gamalt actual ökumaður var/er, ég setti nú bara inn leitarorð á mbl.is "sem lést" og leitaði þar...  

En þegar ég hugsa aftur í tímann..  Man ég bara eftir þessarri stelpu fyrir austan sem var svona ung.  Þessi slys undanfarna daga hafa verið menn að detta í 30 aldurinn í framúrakstri og fleira á þann veginn.  Og jú alls konar annað líka, renna til í hálku og fleira.  En ungir krakkar hafa ekki verið árberandi í banaslysunum í umferðinni.

Þetta er eitthvað svona sem má spá í líka..  Það er fólk á okkar aldri sem er að slasast illa og látast í umferðaróhöppum sem hafa ekkert með unga liðið að gera.

Það þýðir ekki BARA að benda á þá..  Það þarf líka að hugsa um sjálfan sig... "hvernig keyri ég?"
Title: Ökuleyfisaldurinn í 18 ár ? nei hækkum í 19 ár hjá strákum
Post by: Dodge on December 21, 2006, 09:56:55
amen!

ég veit ekki til þess að neinn 17 ára hafi valdið banaslysi á þessu ári..

og einnig er í minnihluta tilfella ofsaakstri um að kenna,