Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Óli Ingi on December 07, 2006, 23:17:01
-
Eru þið búin að heyra þetta með bensínafsláttin sem á að taka gildi í janúar á næsta ári, fyrir 4x4 klúbbinn hjá skeljungi, 10 kr afsláttur á hvern lítra....Er þetta ekki eitthvað gruggugt?? :?
-
Eru þið búin að heyra þetta með bensínafsláttin sem á að taka gildi í janúar á næsta ári, fyrir 4x4 klúbbinn hjá skeljungi, 10 kr afsláttur á hvern lítra....Er þetta ekki eitthvað gruggugt?? :?
10 kr :shock:
Það er ágætis afsláttur!
-
já nákvæmlega ég held að það sé einhver skítalykt af þessu, engin hér inni sem er búinn að heyra af þessu?
-
Hvað er árgjaldið í 4x4?
Nóni
-
ég er ekki klár á því, örugglega 3-5þús kr, formaður klúbbsins hér kom á verkstæðið til min í dag og gaspraði þessu alveg útí eitt, ef þetta er satt hlytur að verða gríðarleg fjölgun í jeppaklúbbnum hehe ég á samt voða bágt með að trúa þessu en hann fullyrti þetta og sagði að þetta gengi í gegn um áramót og sagðist vera búinn að tala við þá fyir sunnan, ætlaði bara ath hvort þið hefðuð heyrt eitthvað af þessu...
-
Já þetta er satt. Skeljungur er aðalstyrktaraðili klúbbsins.
Ef ég man rétt þá er fornbílaklúbburinn með 10 kr afslátt hjá Shell líka?
Hvaða skítalykt finnið þið af þessu?
-
Ekkert svo merkilegt,þetta miðast við "þjónustu" af bensíndælu hjá Fornbílaklúbbnum,gildir ekki í sjálfsafgreiðslu og er örugglega líka þannig hjá 4x4.
-
Ekkert svo merkilegt,þetta miðast við "þjónustu" af bensíndælu hjá Fornbílaklúbbnum,gildir ekki í sjálfsafgreiðslu og er örugglega líka þannig hjá 4x4.
10 kall í sjálfsafreiðslu og 8 kr í þjónustu :twisted:
-
Þá er þetta orðið svoldið merkilegt :!:
-
Myndi spara mér um 40þúsund á ári :shock:
-
Bíddu er þetta EKKI eitthvað grín?????
-
þetta verð miðast við þjónustu. það verður 5-6 kr afsláttur í sjálfsafgreiðslu
-
djöfull er ég þá heppinn.. get skráð gamla 79 econoline-inn hjá mér í báða klúbba og hirði þá 20 kall í afslátt......... :D
Maður getur allavega látið sér dreyma um svoleiðis....
-
Ekkert svo merkilegt,þetta miðast við "þjónustu" af bensíndælu hjá Fornbílaklúbbnum,gildir ekki í sjálfsafgreiðslu og er örugglega líka þannig hjá 4x4.
10 kr frá þjónustuverði, allstaðar á landinu. Verð í dag 107.80, skiptir engu mál á hvaða stöð eða dælu. Auðvitað fer maður í þjónustu í stað þess að norpa í kulda og vera elta verð út um allan bæ. Kortið gildir líka hjá Orkunni, ekki háð bíl bara að vera í Fornbílaklúbbnum. Erum líka búnir að semja um tryggingar hjá TM, fornbílatrygging fyrir 25 ára bíla og eldri, 50% afsl. af bíl 2. þriðji og fl. eru fríir. Miðast við að vera með daglega bílinn í tryggingu (afls. líka á honum) og félagi í Fornbílaklúbbnum.
-
Sælir TTK félagar
Nú fer starf TTK af stað í alvöru, komnir inní ÍSÍ, sérsamband stofnað sem heitir
Mótorhjóla og Snjósleðaíþróttasamband Íslands. (MSÍ)
Stefnt er á stóra hluti í vetrarstarfinu.
Munum við koma með nýjung í vetur.
Hillcross nýtt keppnisform þar sem sameinast, spyrna,fjallaklifur og snocross.
Brautin er smá brekka sem er með stökkpöllum á leiðinni upp, fyrstu upp vinnur.
2 -3 keppa saman og er einfalt skipulag, allir geta verið jafnir, langir sleða, stuttir, keppnis skiptir ekki máli.
heppni kunnátta negling og allt spilar inní.
Kepnir í vetur
Íslandsmót í Snocross 03.jan
Bikarmót í Hillcross
Íslandsmót í Hillcross
Minnum alla á að virkja sig og greiða félagsgjaldið fyrir 2007.
Endilega leggjið beint inná reikning okkar, (viljum ekki leggja aukakostnað í greiðsluseðla)
Treystum á að þetta sé nóg hvatning fyrir félaga.
2500kr (Heilar)
KT: 421189 1889
Reikn: 319-26-650
p.s minni á að SHELL tilboðið stendur enn.
9. kr afsl á Besín og Diesel liternum.
Þarf bara að borga félagsgjaldið og þá er hægt að linka þetta saman við Skeljun.
Kv Formaður
LEXI
-
ok, ég er farinn að skrá mig í þessa klúbba...og með tryggingarnar, er með 4 bíla á mínu nafni... Best að fara skoða þetta betur :wink:
-
stigurh fær þennan afslátt af því að hann er að vinna hjá Símanum. Ekkert félagsgjald þar.
-
Félagar FBÍ geta sótt um bensínafsláttarkort frá Shell sem gefur 10 kr afslátt frá auglýstu lítraverði (full þjónusta).
Dæluverð í dag í þjónustu á Shell er 117,80.
semsagt færð lítrann á 107,80
lítraverð á atlantsolíu er 111,20,krónur,
með dælulykli 110,20 krónur.
þannig að ef þú ætlar að spara þér 40þ krónur eins og einhver sagði þarftu að vera að versla næstum 17.000 lítra á ári.
það þýðir að á bíl sem eyðir ca 8 á hundraði, þarft að keyra ca 200.000km á ári til að ná 40.000 króna sparnaði.
Mér finnst svona afslættir ekkert merkilegir, 1-2 krónur til eða frá skiptir alltof litlu, en taktu sama bíl og að ofan, sem myndi eyða 7 lítrum á hundraði í stað 8 þá ertu að tala um sparnað upp á rúmlega 200þ á ári(miðað við að aka 200þ km á ári)
-
40k miðaðist við að eins og sagt var að þetta gildi líka á sjálfsafgreiðslu sem er svo ekki.
Og miðað við síðasta ár (bensínmagn) þá munaði 40þús.
-
notaðir þú 17.000 lítra af eldsneyti síðasta ár? það eru innkaup upp á tæplega 2 millur á ári !!!
menn eins og þú eiga að fá 20kr afslátt af lítranum.. no matter what :D
-
hef alltaf verið slappur að reikna :?
-
Ég keypti rúma 8000 lítra í fyrra,segjum að lítrinn kosti 110kr þá eru það
880.000kr
Ef ég fengi svo 10kr afslátt þá væri það
800.000
Mismunur 80.000kr
Nú munar yfirleitt ca 4 krónum á dælulykli AO og á verði með 10kr afslætti
þá væri þetta svona 8000L á 104kr hjá AO =832000kr
með 10kr afslætti 8000L á 100kr =800000kr
Er þetta ekki rétt eða hvað.
Mismunur 32.000kr (var ekkert svo langt frá því) :P
Svo getur maður þvegið framrúðuna frítt :lol:
-
8000 lítrar með 10 kr shell afslættinum = 862.400,-
8000 lítrar í t.d. Orkunni með bensínfrelsi = 856.800,-
semsagt, tapar á því að kaupa hjá Shell 5.600,- krónum...
Auðvitað er næs að fá þjónustuna, það eina sem ég er að velta fyrir mér er hvað þetta er nánasralegt hjá olíufélögunum, að fara niður um í raun ekkert, því eins og allir vita er sama bensín á sjálfsafgreiðslustöðvunum og á þjónustustöðvunum, og þar að auki vita flestir að olíufélögin eru að græða mest á pulsu/kók dæminu, þessi batterí svíða okkur um milljarða með samráði og svo kemur lögmaður þeirra í fréttir og lýsir því hálfpartinn yfir að við verðum bara að taka þessu svindli bara þegjandi og hljóðalaust.. við (almenningur) eigum ekki séns á að fá það til baka sem þeir stálu af okkur.
Ég hefði viljað að Olíufélögin sem voru í samræði/samráði (olís,shell og esso) hefðu verið dæmd til að greiða bifreiðagjöld ALLRA farartækja í landinu í 1 ár.. Þannig hefðu svikin verið greidd til baka til okkar almennings að einhverju leyti allavega.
-
ég versla eingöngu hjá AO svo ég miða við það. :)
-
Sælir,
Já mér finnst svolítið kómískt að sjá þessar 1-2% lækkanir á bensínverði á forsíðu fréttablaðanna hérna, þegar að það er útsala á bensíni þar sem ég bý í DK ca. 2svar í viku og þá lækkar verðið um ca. 15% (ferð niður í ca. 95 ISK)...og ekki kemur það í blöðunum :shock: 8) :D :D :D
-
Er þetta ekki aðeins of auðvelt hjá stóru olíufélugunum?? eru núna allir orðnir vinir þeirra aftur eða? búnir að gleyma því að þessi skitni tíkall sem þeir bjóða núna bara af því að þeir eru svo GÓÐIR við 4x4 í þessu tilfelli, þeir gefa 10kr en eru búnir að ræna sömu menn um allverulega mikið hærri kr. tölu frá því að elstu menn muna!!!! :twisted:
við Íslendingar erum stundum soldið fljótir að gleyma
ef þetta hefði sannast á 3 stærstu olíufélögin í LA t.d. þá hefði allt orðið crasy eins og þegar löggurnar sem börðu Rodney King voru dæmdar saklausar, eitt af því sem vanntar soldið í okkur íslendinga er að standa pínu saman og láta ekki allt endalaust yfir okkur vaða bara af því að það er einfaldara að vera heima og horfa á idol en að standa saman og mótmæla
-
þrælablóð í okkur íslendingum bara , sést mest á hvað við látum bónus og olíufélög og fleiru fyrirtækjum bjóða okkur uppá
-
Þetta mun gilda á orkuni líka, og þá sem venjuleg 3 króna afsláttur sem þú færð með að vera með kort frá þeim. Þannig að þú færð bensínið á sama eða mjög svipuðu verði og þú fengir það hjá orkuni sem er jú það sama. Þannig það er ekkert óeðlilegt að það séu -10 krónur af fullu verði á Shell stöð.
Árgjaldið er að mig minnir um 4500 kall.