Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Kristján Skjóldal on December 06, 2006, 12:31:49

Title: er ekki í lagi
Post by: Kristján Skjóldal on December 06, 2006, 12:31:49
Jæja eru þið búnir að skoða nýu lögin og sektir :evil: núna má sekta ef það er of hátt hljóð í bilnum 10.000 já já og fyrir að spóla 10-30.000 hvað er að :twisted: mér  fýnst þetta vera dálítið rugl :?  :twisted:
Title: er ekki í lagi
Post by: Bannaður on December 06, 2006, 13:55:14
:?
Title: er ekki í lagi
Post by: Dodge on December 06, 2006, 15:58:46
hvernig ætla þeir að sjá hvort það sé of mykill hávaði í bíl..

þeir eiga nú nógu erfitt með það í skoðun.
Title: er ekki í lagi
Post by: Krissi Haflida on December 06, 2006, 16:07:26
Quote from: "Dodge"
hvernig ætla þeir að sjá hvort það sé of mykill hávaði í bíl..

þeir eiga nú nógu erfitt með það í skoðun.


Vonandi að mælikvarðinn verði ekki móðursjúkar gamlar konur sem eru með 112 á speeddial
Title: er ekki í lagi
Post by: Páll Sigurjónsson on December 06, 2006, 17:04:32
Jæja
Nú þurfum við bara að taka upp mottó Krúsera og banna allt spól og skylda að lágmarki 4 Stuðlabergs kúta undir hvern bíl og mesti sverleiki er 1 1/4 tomma .Síðan bar skella  Little Richard á fóninn og fara í feeling .
 :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:

Palli
Just feeling it
Title: er ekki í lagi
Post by: Svenni Devil Racing on December 06, 2006, 17:42:42
Ég hef nú lent í því að vera desebils mældur í skoðun og fékk ekki skoðun út á hávaða , þetta er nátturlega bara það fáranlegasta sem til er ef það á að fara sekta mann um að vera að spóla eitthvað, ég meina það er ekkert heilbrigðara en að spóla all duleglega og það oft í viku , þá er ég nú hræddur um að maður farin nú með vírin í aftur stuðaran hjá lögguni og festi í eitthvað vikilega fast  :twisted:
Title: er ekki í lagi
Post by: Dodge on December 06, 2006, 19:10:55
atli löggan geri þetta ekki bara eins og skoðunarkallarnir,
reka mælinn inní rörið og standann.. :)

vita ekkert hvað þeir eru að gera þessir kallar.
Title: er ekki í lagi
Post by: chevy 83 on December 06, 2006, 19:25:58
Lögreglumaður einn sagði mér að þetta væri aðallega útaf mönnum sem eru að spóla í hringi á hringtorgum á meðan bíða bílar eftir að komast inná af því strákarnir fara oftast meira en einn hring og hirða ekkert um þó þeir slædi nokkra cm. frá einhverjum bílnum.
Title: er ekki í lagi
Post by: Bannaður on December 06, 2006, 19:34:05
Quote from: "chevy 55"
Lögreglumaður einn sagði mér að þetta væri aðallega útaf mönnum sem eru að spóla í hringi á hringtorgum á meðan bíða bílar eftir að komast inná af því strákarnir fara oftast meira en einn hring og hirða ekkert um þó þeir slædi nokkra cm. frá einhverjum bílnum.


hva er það ekki í lagi :?:

þvílík leiðindi :(
Title: uss
Post by: hillbilly on December 06, 2006, 20:09:50
ég hef bara eins  hátt og ég vill og spóla bara eins og mer sinist það bannar mer það eingin þetta er náturlega bara rugl. skal allveg skilja summar reglur enn þetta er of langt geingið :evil:
Title: er ekki í lagi
Post by: chevy 83 on December 06, 2006, 20:27:21
Er einhverstaðar hægt að slæda í friði ? annarsstaðar en uppí húsg.höll.
Title: er ekki í lagi
Post by: Dodge on December 06, 2006, 23:05:51
auðvitað er í lagi að setja útá glæfraakstur eins og eitthvað driftfest í
almennri umferð,, en það eru til lög til þess.

en að amatörar eins og löggan séu að vega og meta t.d. hávaða sem er
nátturulega bara skoðunaratriði rétt eins og bremsur og stýri.
Title: er ekki í lagi
Post by: Valli Djöfull on December 06, 2006, 23:51:51
Quote from: "Dodge"
auðvitað er í lagi að setja útá glæfraakstur eins og eitthvað driftfest í
almennri umferð,, en það eru til lög til þess.

en að amatörar eins og löggan séu að vega og meta t.d. hávaða sem er
nátturulega bara skoðunaratriði rétt eins og bremsur og stýri.

Löggan:  "Jæja, nú færðu sko sekt, hávaðinn í hringtorgaslædinu þínu mældist yfir hávaðamörkum"

 :lol:  :lol:  :lol:  :lol:
Title: er ekki í lagi
Post by: typer on December 07, 2006, 03:58:51
"Ég meina ég ræð bara ekkert við kraftinn í bílnum hann spólar bara útí eitt lögga!"  :shock:

Ætla að gera mér það að gamni mínu að mæla minn í dbtesti.
get lofað ykkur því að það fer langt yfir 100 db..

Það var hvað 0,5 metra frá röri og 10° beygju frá bílnum að aftan séð
Title: damn it all
Post by: dart75 on December 07, 2006, 22:56:13
andskotinn hafi það ég misti allt i einu allan áhuga a bilprófinu og þessu landi lika er mikið að spa i að flytja til fyrirheitna landsins  og það liggur við að eg selji bara bilinn minn varð svo sar þegar eg sá þetta banna spóla!! my reason to live!! við hljotum að geta gert eitthvað í þessu!
Title: Re: damn it all
Post by: Valli Djöfull on December 07, 2006, 23:08:00
Quote from: "dart75"
andskotinn hafi það ég misti allt i einu allan áhuga a bilprófinu og þessu landi lika er mikið að spa i að flytja til fyrirheitna landsins  og það liggur við að eg selji bara bilinn minn varð svo sar þegar eg sá þetta banna spóla!! my reason to live!! við hljotum að geta gert eitthvað í þessu!

Það hefur nú alltaf verið "bannað" eða "illa liðið" að spóla held ég :)  allavega hefur það nú ekki verið æskileg hegðun fyrir framan lögguna  :lol:

Held að það hafi lítið breyst undanfarið ár :)
Og það  breytist ekkert með þessum lögum sem duttu í gegn.  Ég hef ekkert breytt mínu aksturslagi undanfarna daga útaf einhverjum lögum.  Ég keyri eins og ég keyri.

Ég slæda alveg í hringtorgum... þegar það eru ekki bílar nálægt.   Stundum þegar ég vil aðeins leika mér,  keyri ég um.. aftur og aftur inn í hringtorgið... þar til "tækifærið gefst" :)  enginn bíll og enginn að koma... þá er SLÆÆÆÆÆÆÆÆÆD! hehehe.. Hef alltaf gert það svoleiðis og einhver ný lög eru ekkert að fara að breyta því :)
Title: er ekki í lagi
Post by: Bc3 on December 08, 2006, 00:23:08
heheh man eftir einu tilviki ég var ny kominn heim af æfingu og var semsagt ennþá á slikkonum og tók rosaleg spól herna á einuplani i grindavík ég sá ekkert út, nema eftir 20sec i öllum reyknum þá sá ég blá ljós blikkandi hehe þeir sögðu mér bara hafa hljótt þvi fólk væri farið að sova  :lol:
Title: er ekki í lagi
Post by: PHH on December 08, 2006, 04:56:58
Þetta er ekkert nýtt, menn hafa verið sektaðir fyrir svona í háa herrans tíð.
Hérna er eitt nýlegt dæmi, en úr tíð eldri reglnahttp://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600551&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=
Þessi fékk 70þús í sekt og þarf að borga 140þús í kostnað...
Title: er ekki í lagi
Post by: 1965 Chevy II on December 08, 2006, 08:35:25
Ef þið lesið alla reglugerðina þá sést að það er ENDALAUST hægt að sekta fyrir allann fjandann og hefur alltaf verið.

Ekki hef ég orðið var við neitt vesen frá Löggunni,enda mjög lítil löggæsla hérna og engin breyting hefur orðið í umferðinni eftir breytingarnar.

Annað með dreifbýlispakkið á Selfossi og Akureyri,þar hefur löggann ekkert betra að gera en að bögga greyið hann "Covervalley" :lol:

Skál fyrir siðmenningunni.
Title: er ekki í lagi
Post by: Óskar on December 09, 2006, 16:40:43
Mér fynst það allt í lagi að löggi fara að sekta fyrir þetta. En mér fynst líka allt i lagi að menn séu að reykspóla að djöflast, það er það sem menn hafa alltaf gert og koma til með að gera, því verður EKKI breytt...
En það er alveg lámark að velja sér stað og stund til þess... það eru mikið um svæði hér sem er hægt að reyna bílana sína eða hjólin án þess að vera í bullandi umferð, þannig að ef eitthvað mistekst er það verst fyrir þig sjálfan.

það er ekki langt síðan 2 létu lífið í umferðinni sökum frammúrakstri, sem segir mér það, að það er ekki nóg að treysta og trúa á sig sem ökumann, heldur eru það líka öll hin "fíflin"

Ég lærði það í mótorhjólaprófinu að maður ætti alltaf að hugsa þannig að í bílunum væru "fífl" sem ætluðu að drepa þig, ekki treysta neinum, og það hefur komið sér mjög vel.

En allavega, menn reyna bílana sína og hafa alltaf gert, og munu koma til með að gera, passum okkur á því að velja stund og stað...
Title: er ekki í lagi
Post by: Valli Djöfull on December 09, 2006, 17:06:36
Ég treysti t.d. ALDREI á "ég á réttinn".. því þá gerast slysin.. maður þarf alltaf að hugsa "hann stoppar kannski ekki"...

Eina leiðin til að komast í gegnum umferðina í rvk slysalaust..
Title: er ekki í lagi
Post by: crown victoria on December 12, 2006, 22:30:28
Quote from: "Svenni Devil Racing"
Ég hef nú lent í því að vera desebils mældur í skoðun og fékk ekki skoðun út á hávaða , þetta er nátturlega bara það fáranlegasta sem til er ef það á að fara sekta mann um að vera að spóla eitthvað, ég meina það er ekkert heilbrigðara en að spóla all duleglega og það oft í viku , þá er ég nú hræddur um að maður farin nú með vírin í aftur stuðaran hjá lögguni og festi í eitthvað vikilega fast  :twisted:


hehe oft í viku segirðu svenni mér hefur nú fundist þetta vera oft á dag og alltaf er jafn gaman að fylgjast með þessu  8)
Title: er ekki í lagi
Post by: Moli on December 12, 2006, 23:32:30
sæll Svenni, veistu hver desibel mörkin eru á hávaða sem má koma frá bíl?

...annað, þarf löggi ekki að grípa mann glóðvolgan ef þeir ætla sér að sekta mann fyrir að reykspóla?

Ég er að klippa saman laaaangt "reykspól video" sem ég og fleiri tókum í sumar á ýmsum vel afviknum stöðum í Reylkjavík, og ætla mér ekki að setja það á netið eða gefa það út sé sú hætta fyrir hendi að menn hljóti sekt upp á nokkra tugi þúsunda í staðinn. :roll:
Title: er ekki í lagi
Post by: typer on December 13, 2006, 00:25:49
Blurrar bara út númerinn maður :D


Gildir fyrir 1990>

Db má ekki vera meira en 98 með 2db vikmörk á bifreiðum.
Db má ekki vera meira en 105 með 2db vikmörk á bifhjólum.


Svo ef hljóðstyrkur er meiri en 3db á nýjum bíl sömu gerðar. Þá er það skoðunarathugasemd.


Svo nokkur dæmi með desibil á bifreiðum og mótorhjólum:


Gerð Tegund - dB / RPM
Misubishi Galant - 85/4300
Mazda 323f - 89/4900
Suzuki GSX-R 750 - 100/????
Honda CBR 600 - 92/????
Title: er ekki í lagi
Post by: Moli on December 13, 2006, 00:42:29
Quote from: "typer"
Blurrar bara út númerinn maður :D




ekki fræðilegur að ég nenni að standa í því, auk þess myndi það ekki koma vel út!
Title: er ekki í lagi
Post by: Mustang´97 on December 13, 2006, 01:33:36
Quote
Gildir fyrir 1990>


Eru þá eingin "hávaða" mörk á bílum eldri en ´90?
Title: er ekki í lagi
Post by: Dodge on December 13, 2006, 09:47:49
merkilegt að það megi heirast meira í mótorhjólum.
Title: er ekki í lagi
Post by: Kristján Skjóldal on December 13, 2006, 09:57:53
já það er skrýtið :roll: