Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Mustang´97 on November 25, 2006, 17:15:26
-
Ég fór smá prufu rúnt á jeppakrílinu mínu í gær, þann fyrsta eftir breytingar sem ég hef eitthvað getað tekið á honum. Framan af gekk bara helvíti vel, engin hitavandamál eingog hafa verið að hrjá mig, en allt í einu hætti hann að taka á. Ég athugaði olíuna á skiftingunni og viti menn, ekki dropi á henni. Bíllinn var dreginn heim og pannan tekin undan, þar var ca. 1líter af olíu. Jæja pönnunni var hent aftur undir og bætt olíu á en ekkert gerðist.
Vanda málið er semsagt að hann tekur einga gíra nema bakk. Er til einhver "redding" til að bjarga sér þar til þetta kemst á fjárlög, eða er ég bara stopp?
Er eitthvað stórmál að taka upp svona skiftingar? hafa menn ekki verið að gera þetta sjálfir, eða er þetta undantekningar laust sent á verkstæði?
Þetta er semsagt C4 skifting úr ´74 bronco
Kv. Siggi
-
Það hlýtur nú einhver hérna að vita eitthvað um þetta dót.
Annars tekur hann örlítið í gírana ef maður þenur hann, samt varla nóg til að hreifa hann
-
profaðu að setja bætiefni efa hun virkar ekki er hun abygilega farin :(
-
það er engin kjarneðlisfræði að taka upp skiftingu.
þetta eru bara boltar og varahlutir eins og hvað annað, bara spurning um að muna hvernig það fór í sundur og setja það saman í sömu röð.
best að fá ser bara upptektarsett fyrir klink og skifta út slithlutunum.
en ef maður ætlar að gera það vel þá er ráð að hafa einhverjar bókmenntir til hliðsjónar sem segja manni til um t.d. optimal clearence tölur á kúplingum og annað slíkt sem gæti orðið til þess að breita gripnum í fasteign.
gangi þér vel.
-
Takk fyrir svörin strákar, ég kaupi bara sett og ræðst á þetta sjálfur
-
Ég hef nú aldrei komið við neitt svona Ford dót en eins og hann segir þá er þetta bara samansafn af hlutum rétt eins og hvað annað.
Hafðu bara skipulagið í lagi og digital myndavél er mjög góð til að bæta minnið því það vill oft svíkja :wink:
Alto settin frá Jeppasmiðjunni (ljónstöðum) eiga víst að vera virkilega fín, og þau eru ódýr til þess að gera.
-
Það sem til þarf er SNYRTIMENNSKA og SKIPULAG góð bók og GÓÐAR splitttangir og lítil spennujárn.
Eins og "Doddi" skrifar hérna fyrir ofan þá er þetta engin kjarneðlisfræði,best er fyrir þig að renna í gegnum troubleshooting kaflann og þar finnurðu örugglega lýsingu á þínu vandamáli og vinna svo út frá því.
-
já og eins og Aggi skrifar þá er digital myndavél snilld í svona jobb.
-
já og eins og Aggi skrifar þá er digital myndavél snilld í svona jobb.
Er það ekki bara málið þegar maður er kominn á aldur.....................
-
já og eins og Aggi skrifar þá er digital myndavél snilld í svona jobb.
Er það ekki bara málið þegar maður er kominn á aldur.....................
palli passaðu þig......................
-
'Eg má segja það sem mér sýnist, það er ekki búið að banna mig fyrir kjafthátt.
-
Nú svo á ég svona skiptingu fyrir þig ef þér hentar það betur :)
-
utan a skiptingunni sitthvorum meginn eru 2 boltar (annar er fyrir ofan skiptiarminn) þetta eru snittaaðir boltar ut ur skiptingunni með fírkanti á endanum. þetta eru böndin fyrir annan gír og 1st&bakk. losaðu stopprærnar á þeim og hertu þá svona þéttingsfast í botn OG SVO einn og hálfan hring út aftur og hertu stopprærnar aftur. prófaðu þetta ... annars ertu lens kallinn minn myndi ég halda