Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: firebird400 on November 23, 2006, 22:13:15

Title: dekk
Post by: firebird400 on November 23, 2006, 22:13:15
Hafið þið heyrt einhvað af þessum dekkjum ?

http://store.summitracing.com/partdetail.asp?part=MTT%2D6654&FROM=MG

Eru einhverjar líkur á að maður komist einhvað áfram á þessu.

Á ég kannski bara að fá mér MT street ETs ?

Málið með dekkin frá MT er að þau fást bara of litil og því svo sem ég held að séu of stór dekk.

Þessi líta út fyrir að passa þokkalega, ja svona við fyrstu athugun allavegana
Title: dekk
Post by: Bc3 on November 23, 2006, 22:14:16
á vaka ekki fín dekk handa þér  :?:  :lol:  :wink:
Title: dekk
Post by: Kristján F on November 23, 2006, 22:28:16
Sæll Aggi

Þessi dekk eru bara venjuleg radial dekk. Varst þú ekki að spá í að fá þér drag radial dekk ? Hvaða vandamálum ertu í með að finna réttu dekkjastærðina?

Kv Stjáni
Title: dekk
Post by: firebird400 on November 23, 2006, 23:39:07
Jú ég var að pæla í Mickey Tompson Drag Radial en eina stærðin sem mér þykir koma til greina er 325/50/15 og ég er bara svolítið hræddur um að þau séu of miklar blöðrur

Næsta stærð fyrir neðan þessa er í við of mjó á 10 tommu felgur

En ég er auðvitað bara að skoða þessi dekk á summit, ef það eru einhverjir með meira úrval af þeim þá væri það vel þegið að fá ávísuna á þá.

Takk takk.

Aggi
Title: dekk
Post by: Kristján F on November 24, 2006, 10:01:42
http://wallaceracing.com/tire-aspect-calc.php
skoðaðu þetta til að bera saman stærðirnar frá millimetrum yfir í tommur.
Dekkin sem ég keypti frá Mickey Tompson eru nákvæmlega jafn stór og málið sem er gefið upp á þeim.
Title: dekk
Post by: firebird400 on November 24, 2006, 16:32:01
Takk fyrir þetta Kristján, ég er búinn að liggja öllum þessum reiknivélum og pæla og pæla  :D

En hve stór dekk ert þú með á Novunni ?

Kiddi Rúdolfs er með 325/50/15 minnir mig, þau sömu og ég er að spá í, mér er bara farið að þykja þau einhvað svo stór núna, það má vel vera að þau detti undir hjá mér.
Title: dekk
Post by: Kiddi on November 24, 2006, 19:32:09
Quote from: "firebird400"
það má vel vera að þau detti undir hjá mér.


Ónei... þau komast ekki undir birdinn hjá þér! Ekki nema þú fái þér hengsli síðan '77 og eitthvað í þeim dúr...

Þú ættir meira að pæla í 26" háum... ca. 275-295 á breidd.. miðað við 9-10 tommu felgu og hárrétt backspace :!:
Title: dekk
Post by: ElliOfur on November 24, 2006, 19:51:36
http://www.tirerack.com/
Title: dekk
Post by: ElliOfur on November 24, 2006, 20:31:29
Vitiði hver kostnaðurinn við flutning og tollafgreiðslu er á innflutning á dekkjum?
Title: dekk
Post by: Heddportun on November 24, 2006, 21:50:26
Það er vsk og svo tollað eftir þyngd ca 50kr per kíló ef ég man rétt
Title: dekk
Post by: firebird400 on November 25, 2006, 01:02:24
Quote from: "Kiddi"
Quote from: "firebird400"
það má vel vera að þau detti undir hjá mér.


Ónei... þau komast ekki undir birdinn hjá þér! Ekki nema þú fái þér hengsli síðan '77 og eitthvað í þeim dúr...

Þú ættir meira að pæla í 26" háum... ca. 275-295 á breidd.. miðað við 9-10 tommu felgu og hárrétt backspace :!:


Mig grunaði það nefnilega  :?

295/65-15 er orðið 30" hátt
315/60-15 er líka 30" hátt
255/60-15 á að fara á 7"-9" felgu
275/50-15 á að fara á 7,5"-9,5" felgu
275/60-15 á að fara á 7,5"-9,5" felgu
325/50-15 eru 28" há og passa á 10" felgurnar mínar en ekki undir brettin

Ætli ég verði ekki bara að fara í 275/50/15 eða 275/60/15 þó að muni hálfri tommu, það getur varla skipt svo miklu máli