Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: motors on November 15, 2006, 23:27:36
-
Hvaða bílaþvottasöð er best?Þvottastöðin Sigtúni er hætt .:cry:
-
Löður,do it yourself bitch :wink:
-
Löður.is
Sjálfþjónusta 100kr / 90sek
semsagt 1000 kall fyrir skitið korter.. alltof dýrt.
-
Ég kemst nú vanalega af með 300 krónur hjá Löður.
-
Farið þá bara í sjálfvirku/burstalausu þvottastöðina í hafnarfirði
Kostar 1500-2300
1500 kr þvotturinn er fínn.
-
Ég kemst nú vanalega af með 300 krónur hjá Löður.
ertu ekki nema 4½ mínútu að tjöruþvó, skrúbba, þvo og bóna?
þú átt að opna bónstöð !!! :D
-
eflaust notar hann klinkið vel á hvern möguleika en ekki eyði öllu samtímis og hleypur um eins og maniac.
-
Hann spurði hvað væri best,ekki hvað væri ódýrast.
Ég tek fyrir 12mín fyrir 800kr og það er fínt.
Annars er sjálfvirka kústastöðin á ESSO við vesturlandsveg mjög góð.
-
Ég kemst nú vanalega af með 300 krónur hjá Löður.
ertu ekki nema 4½ mínútu að tjöruþvó, skrúbba, þvo og bóna?
þú átt að opna bónstöð !!! :D
Þetta á við um Grand Cherokee,
Tjöruþvottur, úða yfir allan bílinn, læt standa smá stund
Sápuþvottur, skola tjöruhreinsinn og tjöruna af,
Aumingjabón, skola sápuna af með því.
Ef ég sé einhverja tauma þegar ég kem heim (mjög sjaldgæft) þá spúla ég létt yfir (og það vatn kostar mig ekki aukalega).
Það þíðir ekkert að drolla en þetta er ekkert mál. Þetta hefur verið ásættanlegur vetrarþvottur (þegar ég tími ekki að henda sumarbílnum útúr skúr svo ég geti gert þetta almennilega) en þetta er náttúrulega ekki eins gott eins og ef maður gerir þetta inní skúr.