Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Emil Hafsteins on October 20, 2006, 18:09:34
-
Veit einhver hvað varð um þessa Novu?
-
Mig grunar sterklega að þessi Nova sé Novan sem Brynjar í Krossanesi var að klára nú í vor og var til sýnis á 17. júní sl. á Akureyri.
Held ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að þetta sé sami bíllinn. Annars getur Brynjar væntanlega staðfest það.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/nova_68_74/normal__nova_1970.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/nova_68_74/normal_nova_setja_saman_1.jpg)
-
Þetta er sennilega alveg rétt að þetta sé bíllinn hans Brynjars.
-
Ok held nefnilega að þetta sé gamli bíllinn hans pabba þá var hann í Keflavík 70 og eitthvað
-
sælir,, jú mikið rétt þetta er novan mín 1970 model, myndirnar tala sínu máli hér að ofan, ég tók hann allan í gegn, soldið 80's þarna þar sem hann er gulur :lol: og er í samsetningu þarna blue :wink: áttu aðrar myndir af þessari gæða novu :mrgreen: væri gaman að sjá þær með þökk Bk Nova.
-
Man einhver eftir Novu sem var þannig upphækkuð,
að fjaðrirnar voru settar ofan á hásinguna :shock:
Þessa tilteknu Novu sá ég á bak við Hagkaup
í skeifunni sirka "83 til "84 :?
-
Man einhver eftir Novu sem var þannig upphækkuð,
að fjaðrirnar voru settar ofan á hásinguna :shock:
Þessa tilteknu Novu sá ég á bak við Hagkaup
í skeifunni sirka "83 til "84 :?
Mundi svakalega eftir einu sem ég hafði heyrt einu sinni um eina slíka Novu þar sem fjaðrirnar voru settar ofan á hásinguna. Kauði hafði víst verið að rúnta eitt föstudagskvöldið í góðum fíling niður Laugarveginn og Bankastrætið, og þegar komið var niðureftir og ætlaði yfir kant sem aðskildi Lækjargötuna og Austurstrætið losnaði hásingin frá fjöðrunum og plafff.. beint á afturbrettinn, þannig sat víst Novugreyið þangað til miklar björgunaraðgerðir fóru af stað á meðan sauðdrukkinn almúginn starði á og hló!
Gaman væri ef einhver gæti staðfest þetta! :lol:
-
svakalega sem afturbrettin hafa farið í drasl á þessari novu, maður getur alveg séð fyrir sér kauða þarna að krúsa um með prins póloið (þetta gamla í lofttæmda bréfinu) :mrgreen: og coke, og bros á vör :lol: EN SVO ANSANS VES RÖRIÐ UNDAN :wink: það var svona nova hér norðan heiða 1974 model, rauð með 1983 hækkun að aftan, hún var lengi í notkun hér á akureyri, þar var hásingin sett neðan á fjaðrirnar og þetta gékk bara fínt :) en svo endaði hún í tunnuni :evil: kv. Bk Nova.