Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: reynirgisla on October 09, 2006, 00:44:49

Title: Inréttingar
Post by: reynirgisla on October 09, 2006, 00:44:49
Heyriði mig nú góða fólk , ég er með spurningu

lenti í því óhappi að felagi minn klessti bilinn minn og ég ákvað nýta tækifærið bara og er að taka hann allann í gegn og heilsprauta hann og bara næstum allt nýtt..

og eg var að pæla , hvar getur maður fengið inrettingar inní bílinn á ásættanlegu verði ,,

p.s. þetta er 1986 firebird

endilega hendið einhverjum linkum og svona  :D
Title: Inréttingar
Post by: Nonni on October 09, 2006, 09:19:05
Fæst allt á ebay.  Ef þú vilt nýja hluti getur þú skipt við Classicindustries eða yearone.  Hvaða innréttingahluti vantar þig?
Title: Inréttingar
Post by: reynirgisla on October 11, 2006, 00:29:41
bara alla innréttinguna, væri geggjað efað það væri hægt að kaupa einhverstaðar svona package
Title: Inréttingar
Post by: Nonni on October 11, 2006, 08:14:31
Ertu að meina allt inní bílinn?  Alla plasthluti ofl.?  Þá er líklegast best að kaupa þetta úr bíl sem verið er að rífa (ef svoleiðist fyrirfinnst hér á landi).  

Ef plasthlutirnir eru orðnir ljótir (en heilir) þá getur borgað sig að sprauta þá.  Kunningi minn (sem er með eigið sprautuverkstæði) skipti um lit á sinni innréttingu og þetta kemur mjög vel út.

Ég hef aldrei séð heildarinnréttingu í pakka, en ef þú kaupir nýja hluti þá er þetta ekki ódýrt.   Sem dæmi þá kostar loftklæðningin á T-topp bíl í kringum $200.

Ég myndi því leita að flaki hérna heima eða af einstökum pörtum á ebay.
Title: Inréttingar
Post by: ADLER on October 11, 2006, 15:45:20
Ég verslaði við þessa aðila fyrir nokkru síðan það stóðst allt og þjónustan mjög góð.
Þú verður að gera þér grein fyrir því að ef að þú ert að spá í svona hluti þá þýðir ekkert að vera með einhverja nísku þetta kostar peninga vinur.

http://www.hawksthirdgenparts.com/

(http://www.hawksthirdgenparts.com/ProductImages/interior/seatsets/blacktancamaroseats.jpg)
Title: Inréttingar
Post by: Nonni on October 13, 2006, 19:55:03
Ef ég væri þú þá myndi ég gera lista yfir það sem að vantar.  Ég hef keypt slatta af innréttingarhlutum að utan í tvo bíla  (1984 og 1986 Transam) undanfarin 2-3 ár og hefði örugglega geta sparað mér eitthvað í flutningskostnaði ef ég hefði tekið allt í einni sendingu.  Maður verður svo að velta því fyrir sér hvað maður vill kaupa nýtt orginal, nýtt aftermarket eða notað.

Að öllum líkindum er slatti af því sem þig vantar til hér á klakanum, þó þú fáir kannski ekki allt hjá sama manninum.  Þessvegna er gott að gera sér grein fyrir því sem að vantar.

Ef þig vantar einhverja aðstoð við að meta hvað þig vantar þá er sjálfsagt að aðstoða við það (á jafnvel einhverja kataloga sem þú gætir fengið lánaða).

En til að gera þér grein fyrir hvað ýmislegt kostar (nýtt) þá ættir þú að skoða:

www.classicindustries.com  þú getur downloadað pöntunarlistanum.

www.yearone.com

Og svo er náttúrulega www.ebay.com

kv. Jón H.
898-0375