Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Helgi on September 07, 2006, 10:12:42
-
Er eitthvað vit í "Állóðningu" (http://www.aluminiumrepair.co.uk/index.html)? Eru einhverir hér á landi að selja "filler" efni í þetta?
kv.
-
Samhvæmt síðunni er þetta eingöngu selt hjá þeim
"and we sell only through our secure online shop, " :wink:
-
Áhugavert, þetta er örugglega efnið sem maður þarf ef maður ætlar að stytta intercooler element.
-
Mig minnir að þetta (eða sambærilegt ál tin/lóðningarefni) hafi fengist frá Castolin, fæst í Ístækni Nethyl.
-
Takk fyrir ábendinguna Bjarni. Fór í Ístækni í dag að tékka á þessu en var óheppinn því einhver hafði komið við klukkutíma áður og hreinsað upp lagerinn (sem þeir eru víst búnir að liggja með í 10 ár). Ætli það sé þá ekki bara að kíkja á Ebay.
En er enginn sem hefur prófað þetta? Hljómar amk. sniðuglega fyrir hobbý-kall eins og mig sem hvorki hefur þekkingu á ál-suðu né á réttu græjurnar. Var að spá í að nota þetta t.d. í viðgerð á sprungnum external vatnsgang á vél, en spurning hversu vel það heldur í sambandi við tæringu.
kv.
-
Panta þetta bara frá uk http://www.aluminiumrepair.co.uk/html/kit_details_4.html