Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on September 04, 2006, 13:27:56

Title: Bílakerra/flutningur
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 04, 2006, 13:27:56
Sælir. Nú er ég að fara að sækja 41. árs gamlan bíl norður í Þingeyjarsýslu og sár vantar Vagn til að flytja gripinn til RVK veit einhver hér hvar ég get helst fengið svona kerru eða bíl til leigu. Ég er með meira próf.

p.s.
ég er búinn að leita að svona bíl í mörg ár og ætla ekki að láta þennan sleppa.
Title: Bílakerra/flutningur
Post by: Heddportun on September 04, 2006, 14:25:19
Byko á kerrur til leigu
Title: Bílakerra/flutningur
Post by: Racer on September 04, 2006, 17:34:53
byko laug því einhvern tímann að mér að þeir ættu ekki bílakerru þó það breyttist í að þeir lána þær aðeins í nokkra mánuði á ári svo það er spurning

húsasmiðja á til kerrur til leigu líka þó mér finnst þær voða litlar fyrir amerískan (transam minn komst allanvega ekki uppá útaf breidd þannig þó kerrann átti að taka hann og meira)
Title: Bílakerra/flutningur
Post by: ElliOfur on September 04, 2006, 19:03:19
Ég leigði kerru í húsasmiðjunni fyrir SAAB 9000, og hann er nú 9cm breiðari en td toy corolla og það var þokkalegt pláss í afgang. Hálfsdagsleigan er á einhvern rúman 4þús kall
Title: Bílakerra/flutningur
Post by: íbbiM on September 04, 2006, 21:06:09
9 cm breiðari en rollan?   mig vantar að flytja camaroinn hj´+a mér sem er skráður rúmlega 190cm.. þannig að hanne r þá ekki að passa :x
Title: Bílakerra/flutningur
Post by: ElliOfur on September 04, 2006, 21:47:40
Það var slatta pláss afgangs þegar saabinn var kominn uppá, man engin mál samt. Verðin fann ég á husa.is ...  4.040 hálfur dagur og  7.272 heill dagur.
Byko er með þetta á 5.270kr hálfan dag og 10.540 heilan dag. Furðu mikill munur á verðum... Kerran sem ég tók hjá husasmiðjunni var bara fín, ekkert í ólagi nema það vantaði að smyrja spilið. Stendur ekkert um breiddir á því, en örugglega hægt að fá þá til að mæla það ef það er hringt í þá eða mæta sjálfur á staðinn með málbandið.
Title: Re: Bílakerra/flutningur
Post by: Hafþór Jörundsson on September 05, 2006, 13:11:40
Quote from: "Nonni_Z28"
Sælir. Nú er ég að fara að sækja 41. árs gamlan bíl norður í Þingeyjarsýslu og sár vantar Vagn til að flytja gripinn til RVK veit einhver hér hvar ég get helst fengið svona kerru eða bíl til leigu. Ég er með meira próf.

p.s.
ég er búinn að leita að svona bíl í mörg ár og ætla ekki að láta þennan sleppa.


AK-vagnar EHF eru í bílaflutningum.
898-5811