Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: motors on August 30, 2006, 21:25:22

Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: motors on August 30, 2006, 21:25:22
Vantar pláss fyrir einn bíl í geymslu í vetur ódýrt og gott,skilst að þeir taki ekki meira í bili í Vitatorgi einhverjar breytingar í gangi,allar ábendingar vum húsnæði vel þegnar.
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: Moli on August 30, 2006, 22:49:01
Það átti að koma á hreint um mánaðarmótin hvort þeir taki meira, var búið að negla það 100% veistu það?
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: motors on August 30, 2006, 23:01:43
Nei ekki ákveðið talaði við vaktmanninn í dag og hann sagði að  þetta yrði ákveðið á næstu dögum var að bíða eftir svari frá sínum yfirboðurum,en þeir sem eru með stæði halda þeir þeim ekki?
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: Moli on August 30, 2006, 23:57:12
Þegar ég spurði hann út í þetta um daginn þá sagði hann mér að það ef að af þessu yrði þá yrðu enginn stæði í boði sem geymslustæði í vetur. Þegar ég spurði síðan af hverju, sagði hann mér að það væri búið að vera að byggja svo mikið þarna í kring, að íbúar þyrftu stæðin.

En eins og áður kom fram er ekkert komið á hreint með þetta, best að vera ekki með neinar fullyrðingar fyrr en málin skýrast.
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: ElliOfur on August 31, 2006, 02:10:52
Fyrir hvernig bíl? :)
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: baldur on August 31, 2006, 06:42:58
Djöfull myndi ég aldrei kaupa íbúð sem ekki fylgdi bílastæði með...
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: íbbiM on August 31, 2006, 16:47:42
mig vantar líka hroðalega að koma með helst tvo bíla í geymslu í vetur
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: ElliOfur on August 31, 2006, 19:30:03
Hvað er algengt verð fyrir svona geymslu yfir veturinn?
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: motors on August 31, 2006, 20:29:37
Örugglega jafn mörg verð og mennirnir eru margir :)
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: ElliOfur on August 31, 2006, 20:38:13
Ég á þónokkuð mikið af lausum fermetrum, er bara að spá hvort það taki því að standa í því....
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2006, 20:47:59
Algengt verð fyrir fellihýsi er 15þús óupphitað og 30þús upphitað fyrir veturinn.
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: motors on August 31, 2006, 20:49:53
Kostar fjögur þús á mán í Vitatorginu.
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: ElliOfur on August 31, 2006, 21:35:41
Þá held ég að það taki því varla að standa í þessu, fyrir minn smekk, þó ég geti tekið hátt í 10 bíla, enda er þetta bara gróðurhús og áhætta við að rúður brotni og rispi fína bíla alltaf einhver þó planið sé að setja járn á bráðlega.
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: Valli Djöfull on September 01, 2006, 21:43:44
ég fékk einhverntíman uppgefið að maður að nafninu Trausti væri í þessu..  En hann er hins vegar einhversstaðar útá landi.. lengra en selfoss..  En ódýrt minnir mig, veit ekki meira, má svossum prófa að bjalla á hann ef einhver er í vandræðum :)

p.s. þekki manninn ekkert, er bara með númerið í símanum mínum ennþá síðan fyrir svona 2-3 árum hehe

pm ef einhver vill númerið, vil ekki gefa upp númer svona á opnu spjalli hjá manni sem ég þekki ekkert
Title: Pláss fyrir bíl vantar.
Post by: motors on September 05, 2006, 00:03:13
Eitthvað nýtt að frétta af bílastæðismálum í Vitatorgi?Endilega Póstið hingað inn ef þið fréttið eitthvað eða vitið eitthvað nýtt.takk fyrir. 8)