Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nóni on August 27, 2006, 21:55:10
-
Til hamingju Gunni með nýja tímann, 12,28 sek á 115, eitthvað og tveir tímar upp á 12,3 og einn með 116 mílur, þarna ertu búinn að jafna hraðann sem ég náði á SAABinum fyrir 2 árum. Búinn að fara niður fyrir tímann sem Marteinn náði á STI og hraðar en Elli á Primerunni (leiðréttið mig ef ég fer með fleipur)
Ég segi bara GÓÐUUUUUR.........og Golfinn rúlar í dag.
-
Djöfulls snillingur 8) 8) til hamingju Gunni :!:
-
Bara flott.
-
Elvar á 11.82
-
Elvar á 11.82
En Gunni fór hraðar = meira power
-
En annars, hvenær kom þessi tími? Föskvöld?
Það verður gaman að sjá hvað ég geri næsta sumar, þar sem SAAB vélin mín er núna í 300kg léttari skel heldur en hún var í :D
-
það koma vonandi fleirri fwd bílar næsta sumar :twisted:
-
En annars, hvenær kom þessi tími? Föskvöld?
Sunnudaginn, það var engin keppni, en þar sem búnaðurinn var kominn upp og margir mættir á staðinn gafst mönnum tækifæri á að keyra frá klukkan 16 til 17:30.
Þegar búið var að ganga frá byrjaði að dropa úr lofti, þannig að þetta fór fram á milli skúranna.
Þetta voru ógeðslega flott rönn hjá Gunna, úr 108 mílna hraða og í 116 mílur yfir nótt :twisted: (með smá bústi í viðbót)
Kv. Birkir
-
það koma vonandi fleirri fwd bílar næsta sumar :twisted:
:twisted:
-
Ég fer nú að verða virkilega forvitinn um hvað hann er nákvæmlega að gera, hversu mikið boost og hvaða dótarí er í og á þessari gti dós :)
-
það sem maður heyrir er að hann er bara með allt stock semsagt stimpla,kassa og kuplingu og hann er eða var að blasa 12psi
-
hms, það er skrýtið miðað við þennan árangur, hlýtur að vera meira... Hvað er þessi vél original mörg hp ?
-
held að þessi boddy hafi bara komið með 1,6gti og 1,8gti minnir að 1,8gti sé einhver 130hross ánþess að þora fara rétt með það
-
orginal 1,8 gti 143 hö
eg er ekki með boostið á hreinu.
hann er með læst drif, leyfum gunna að segja okkur meira frá :wink:
-
Gunni, SHARE! :)
-
Ok.
Sko, Ég er með 1986 árgerð af Golf GTi 16V með 1800 KR mótor sem er 102KW (134hö) orginal. Vélin er öll orginal að innan og hefur aldrei verið opnuð, 10:1 þjappa, orginal stimplar og allt!!!
Ég er með Pelequin driflæsingu í kassanum og 4 "puck" solid hub kopar kúplingsdisk.
Ég var að bústa 1.5bar inná hann á Sunnudaginn og revlimit er sett í 7300snm. ég er með 720cc spíssa og bensínblöndu hlutfallið var 10.70:1 í 1.5bar. Þessa dagana keyri ég á 100oktan flugvélabensíni.
Svo er ég náttúrulega með Autronic vélstjórnunartölvu og 4ra rása Autronic CDI box sem keyrir 4 Mercury háspennukefli (úr utanborðsmótor)
Gunni
-
Og tímirðu að nota dýra fína súrefnisskynjarann í blýbensínið?
-
Ég var nú við það að kveikja í bílnum aðþví að ég tímdi því ekki :)
720 spíssarnir eru á 78% duty, þannig að 520 síssarnir og orginal bensíndælan voru ekki alveg nóg...
Ég fór 3 ferðir með skynjarann og tók hann svo úr.....hann hlítur að sleppa :)
Gunni
-
Annars á víst að vera hægt að minnka blýmagnið sem kemst í skynjarann með því að setja spoiler í loftflæðið fyrir framan hann, því að blýagnirnar eru svo þungar.
-
Hvað var pústhitinn?
Hverjir eru speccarnir á túrbínunni?
-
Annars á víst að vera hægt að minnka blýmagnið sem kemst í skynjarann með því að setja spoiler í loftflæðið fyrir framan hann, því að blýagnirnar eru svo þungar.
nörd
-
Það eru til O2 sensorar sem eiga að þola blýið til lengri tíma.
-
Púslaði saman einu videoi af Gunna og Kiddi frá því 27. Ágúst sl. Náði hinsvegar því miður ekki tímanum (heyrist illa)
http://www.bilavefur.net/ymislegt/gunni_vs_kiddi.wmv 8.04MB
-
Takk fyrir þetta Moli.
Þetta var síðasta ferðin sem ég fór þennan dag. 1. gírinn var ekki á sínum stað þegar ég var að stage-a því að gírkassa brakketið hafði gefið sig í ferðini á undan.
Nú er það bara 11 or burst næst :twisted:
Gunni