Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Disturbed on August 18, 2006, 19:07:23

Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Disturbed on August 18, 2006, 19:07:23
Hvað er samt Málið með að maður þarf núna að borga fyrir tryggingarviðaukann (allavegana hjá Íslandstriggingu) þeir segja að þetta sé víst VÍS sem á nú víst 53% í íslandstryggingu. Gefa bara út fyrir 12 mánuði núna og það kostar focking 8000kr. það er meira en ársgjaldið í klúbbinn...??????´ stiðsta sem ég gat fengið var til Oktober og það kostaði 1600kr.  :evil:  

Ég er allavegana ekki par hrifinn  :(
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Sara on August 19, 2006, 00:03:01
Sæll,
þetta er það fyrsta sem ég hef heyrt um þetta en þeir hljóta að geta gefið þér betri útskýringu en þetta, sko ég hef verið að skoða tryggingarmálin hjá mér persónulega og var bent á að það væri nauðsynlegt fyrir alla að fá árlega tilboð hjá öllum tryggingarfélögunum árlega og taka lægsta en jafnframt besta tilboðinu hverju sinni, það á líka að láta félagið sem maður er í gera tilboð, Sjóvá gerði besta tilboðið hingað til, en ég er ekki búin að skrifa undir það.
Mér er spurn í sambandi við þetta: Hvað gera tryggingarfélögin ef við "boycöttum" þau og förum og veljum bara eitt félag sem er til í að gefa út þessa viðauka frítt, fyrir eins marga félagsmenn og hægt er?
Hvað skeður þá?
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Disturbed on August 19, 2006, 11:41:52
Þetta var eina svarið sem ég fékk, að VÍS ætti meirihlutan í íslandstryggingu núna og frá og með 1. ágúst Kostar að fá þennann Viðauka, sem er í raun rugl því þetta er bara staðfesting á að ökutækið sé trygt og gefur enga auka tryggingu en þú ert nú þegar með, semsagt, maður er að borga 8000kr. fyrir A4 blað með undirskrift og stimpli..

Ég reindi að fá skiringu á útaf hverju þetta gjald væri komið á og svarið sem ég fékk var að öll hin tryggingarfélögin væru að rukka fyrir þetta og eftir að VÍS eignaðist meirihluta voru þau "skikkuð" til að taka gjald fyrir viðaukan.

Sem ég veit að er ekki satt því Samkvækt því sem ég hef heirt hefur enginn þurft að borga fyrir þetta hingað til.

Finst að formenn Kvartmíluklúbbsins og annarra akstursklúbba sem þurfa þennann viðauka ættu að senda fyrirspurn um þetta mál og krefjast skíringar á þessu gjaldi.



Davíð Sævar.
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: 383charger on August 19, 2006, 12:06:06
Ef þetta er rétt, þá er það í raun og veru stórfurðulegt að á sama tíma og tryggingafélögin predika um að ná hraðakstri af götunum, skuli þau gera erfiðara fyrir menn að stunda hann á þar til gerðri braut.

Er ekki alveg að skilja þetta.....
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: MrManiac on August 19, 2006, 14:33:33
ég fékk viðauka fyrir allt sumarið hjá TM og það lostaði bíltúinn niður í trigginamiðstöð. Spurnig um að skipta um triggingafelag ?
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Björgvin Ólafsson on August 20, 2006, 03:49:17
Quote from: "MrManiac"
ég fékk viðauka fyrir allt sumarið hjá TM og það lostaði bíltúinn niður í trigginamiðstöð. Spurnig um að skipta um triggingafelag ?


Eða hætta að vera heimskur og skipta við LÍA :roll:  :twisted:  :evil:

kv
Björgvin
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: shadowman on August 21, 2006, 10:46:30
Þá ætti að leggja mann inn á geðdeild ef maður mundi eiga samskipti við það  pakk
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Sara on August 22, 2006, 23:24:58
Já ég skil hvað þú ert að fara Davíð Sævar, mér persónulega finnst þetta afleitt, og við í stjórninni ræddum þetta mál í kvöld og ætlum að leita eftir skýringum og leiðum til að breyta þessu og koma öllum svona tryggingamálum á hreint. Það verður ólíklegt að það verði einhver breyting á þessu tímabili þar sem skriffinnar taka sér langan tíma til að íhuga og pæla og bla bla bla, en það verður kominn botn í þetta mál fyrir næsta keppnistímabil.
Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna.
Title: viðauki
Post by: Harry þór on August 23, 2006, 23:29:11
Halló öll. Ég fékk þennan tryggingaviðauka eins og skot ,enda tryggður hjá TM. Maður tryggir ekki eftir á.

kv Harry
Title: Re: viðauki
Post by: Björgvin Ólafsson on August 24, 2006, 08:43:06
Quote from: "Harry"
Halló öll. Ég fékk þennan tryggingaviðauka eins og skot ,enda tryggður hjá TM. Maður tryggir ekki eftir á.

kv Harry


Gott mál, fékkstu hann á fornbíl og án gjalds?

kv
Björgvin
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Dart 68 on August 24, 2006, 13:26:09
TM eru allavegana eina tryggingarfélagið sem voru tilbúnir til að kaskótryggja fornbílana mína  :wink:
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: íbbiM on August 24, 2006, 16:03:41
fæekk viðauka hjá TM án nokkurns gjalds
Title: Viðauki!
Post by: 429Cobra on August 24, 2006, 17:24:21
Sælir félagar. :D

TM fær stórt prik hjá mér. :D  :D
Ekkert vandamál með viðaukann og stórgóð þjónusta. 8)
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: íbbiM on August 24, 2006, 18:17:09
ég er búinn að vera með einhverja 6-7 bíla hjá TM síðasta árið og verið mjög ánægður með þá
Title: viðauki
Post by: Harry þór on August 25, 2006, 00:15:58
Sæll Björgvin , viðaukinn er fyrir 1969 Camaro og er á fornbílatryggingu+kaskó.

kv Harry TM tryggður
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Valli Djöfull on August 25, 2006, 19:14:45
ég er ekki með fornbíl en já.. ég var að biðja um viðauka fyrir leikdag á rallýkross brautinni og það var ekkert mál.. kostaði ekkert og engin breyting.. svo þetta er bara eitthvað rugl sem er í gangi með að menn þurfi að borga fyrir þetta held ég
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Dohc on August 25, 2006, 19:38:03
ég er með minn tryggðann hjá íslandstryggingu og ég þurfti ekkert að borga fyrir viðaukann þegar ég sótti um hann...gildir meira að segja út tryggingatímabilið hjá mér :wink:
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Moli on August 25, 2006, 23:13:02
Fór niður í Íslandstryggingu í dag og fékk viðauka á Mustanginn sem er skráður fornbíll, og þurfti að borga fyrir það 8.000kr. gildir til 1. ágúst 2007. Gefa einungis út fyrir eitt ár í senn.  :(
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Disturbed on August 25, 2006, 23:53:14
Quote from: "Moli"
Fór niður í Íslandstryggingu í dag og fékk viðauka á Mustanginn sem er skráður fornbíll, og þurfti að borga fyrir það 8.000kr. gildir til 1. ágúst 2007. Gefa einungis út fyrir eitt ár í senn.  :(


Staðfestir það sem ég lennti í, reindar náði ég að tuða út skirteini fyrir 2 mán á 1600kr.
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: PalliP on September 05, 2006, 22:15:33
'Eg talaði við tryggingafélagið mitt í dag(ísltrygging), og þar er mér sagt að það eigi að rukka fyrir viðaukana, og það sé byrjað.
Eins og ég skildi þetta:
Viðaukinn nær til annars og þriðja aðila, en ef að keppnin er tryggð, þá er ekki þörf fyrir viðaukann? Er það?
'Eg hélt að trygging bíls dytti út þegar hann færi í keppni og að trygging keppninnar tæki við, þessi viðauki á þá betur við á æfingum! ekki satt?
Minn viðauki var dagsettur keppnum sumarsins svo hann gildir ekki ef ég færi t.d. uppá kvartmílubraut á föstudagskvöldi að spóla.
Ef ég fer með fleipur þá endilega leiðréttið mig.
kv.
Palli
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: firebird400 on September 05, 2006, 22:30:28
Ég mæli sterklega með því að fólk sem er óánægt með þessa breytingu hjá sínu tryggingarfélagi fái tilboð í sínar tryggingar hjá öðrum félögum.

Hver veit nema að þessi áheyrslubreyting gæti orðið til þess að þú sparir stórfé á ári vegna lægri iðngjalda hjá nýju tryggingarfélagi  :wink:

Kv. Agnar Áskels
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: ElliOfur on September 05, 2006, 23:23:48
Og svo væri voðalega gaman að vita hvað þessi blessaði tryggingaviðauki gerir. Ég er búinn að spyrja amk 2x að þessu og ekki fengið viðunandi svör.
Hverju breytir þessi tryggingaviðauki og í nákvmæmlega hvaða tilvikum er hann nauðsynlegur?
Title: Triggingarviðaukinn?
Post by: Björgvin Ólafsson on September 06, 2006, 00:45:34
Quote from: "Moli"
Fór niður í Íslandstryggingu í dag og fékk viðauka á Mustanginn sem er skráður fornbíll, og þurfti að borga fyrir það 8.000kr. gildir til 1. ágúst 2007. Gefa einungis út fyrir eitt ár í senn.  :(


Sem er fínt, ef þú mátt nauðga græjunni í eitt ár á lokuðu svæði og vera "save" gagnvart tjóni á þriðja aðila.......... en, ef það eru um 50-60 græjur að mæta á afingar hjá ykkur - er þá ekki bara betra að klúbbuirnn tryggi æfingar eins og keppnir?

kv
Björgvin