Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Hjörtur J. on August 12, 2006, 21:42:24
-
getur einhver sagt mér hvort hægt sé að láta sérsmíða fyrir sig bognar rúður í bíla hér á landi eða hvort hægt sé að láta taka af rúðunum sem eru í bílnum? Það sem ég hef heyrt er það að ekki er hægt að taka af rúðunum vegna þess að þær eru hertar og ef maður reynir eitthvað að taka á þeim springa þær bara. Allar uppl. vel þegnar
-
voru menn ekki að sandblása af hertum rúðum td þegar toppar voru lækkaðir ?
-
Var að tala við einn, sem vann í Samverk. Hann sagði að ekki væri hægt að taka af rúðum (ekki nema 0,5mm) sem væru hertar, nema kanski framrúðu sem eru með öryggisfilmu.
Vissi ekki til að neinn í dag gætu beygt rúður.
-
sandblása af rúðunum? Það þarf að taka allnokkra cm af rúðunum. Veit einhver hvernig það er gert eða hvort hægt er að gera?
-
Spurning hvort það sé hægt að vatnsskera ofanaf rúðunum.
-
Ef þetta er hliðarrúða er ekki hægt að skera hana.
hliðarrúður eru úr hertu gleri sem molnar.
frammrúður eru úr öryggisgleri með filmu á milli og hvaða glerfyrirtæki sem er á að geta skorið þær.
Það er fyrirtæki sem heitir Bílrúðan á Grettisgötu sem geta sérsmíðað bognar rúður, þeir framleiddu rúður í bíla hér áður.
Þú þarft reyndar að smíða/skaffa mótið sjálfur.
Óli
-
takk fyrir upplýsingarnar ég athuga þetta en ef þið vitið eitthvað meira megið þið alveg deila því