Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Nóni on August 10, 2006, 02:58:45

Title: Keppni á sunnudag, 13. ágúst
Post by: Nóni on August 10, 2006, 02:58:45
Keppni á sunnudag, skráning á icesaab@simnet.is og 848 8368, skráningarfrestur er til 20:00 á föstudag.

Mæting fyrir keppendur er fyrir kl. 11:00 og hefst sjálf keppnin kl. 14:00
Title: Keppni á sunnudag, 13. ágúst
Post by: Svezel on August 10, 2006, 16:34:59
hvaða flokk myndi ég keyra ef ég léti nú verða af því að keppa? hefur RS nokkuð verið keyrður í sumar og er GT flokkurinn ekki kominn í 11sek?
Title: Keppni á sunnudag, 13. ágúst
Post by: Nóni on August 10, 2006, 18:13:02
Ef þig langar að keppa í kvartmílu þá bara skráir þú þig í þann flokk sem þig langar að keyra í.  Menn geta endalaust velt sér upp úr því hvar möguleikarnir eru mestir á dollum, ef allir hugsuðu þannig væru aldrei nema 2 í flokk.
Title: Keppni á sunnudag, 13. ágúst
Post by: Svezel on August 10, 2006, 20:01:05
þetta snýst nú minnst um dollur og meira um það að ég nenni ekki að eyða heilum sunnudegi að horfa á afturendann á mótherjum sem klára 1-2sek á undan mér
Title: Keppni á sunnudag, 13. ágúst
Post by: baldur on August 13, 2006, 18:21:25
Jæja tímar og úrslit dagsins?
Title: Keppni á sunnudag, 13. ágúst
Post by: Nóni on August 15, 2006, 23:56:54
Já það var aldeilis fjör á sunnudaginn, gott veður og margir góðir tímar litu dagsins ljós.

Rúdolf fór niður fyrir 10 sekúndna múrinn, fór á 9,97 að mig minnir.

Þórður hoppaði líka þarna niður í 9,44 þegar hann skrúfaði frá flöskunni.

Leifur fór á 8,85 og 150 mílum,

Gunni fór á Golfinum á 13,4 á radíal dekkjunum spólandi í 3ja gír og 109 mílum

Elli fór á 13,2 eða 13,3 á 200 SX

Harrý Hólmgeirs fór niður í 12,9 á Camaro

Síðasta ferðin í GF var æsispennandi þar sem Benni vann á ljósunum á 9,515 á móti 9,505 hjá Þórði sem var ekki eins snöggur af stað.


Fleiri voru að gera góða hluti en þetta er svona það sem ég man.


Annars fór þetta svona:

N-flokkur mótorhjól:

1. sæti  Hrafn Sigvaldason Suzuki
2. sæti  Davíð S. Ólafsson Suzuki

GT-flokkur bílar

1. sæti  Gunnar Sigurðsson Golf GTI Turbo
2. sæti  Ellert Hlíðberg Nissan 200 SX

MC-flokkur

1. sæti  Harrý Hólmgeirsson  Camaro ´69
2. sæti  Gunnlaugur V. Sigurðsson Camaro ´79

GF-flokkur

1. sæti  Benedikt Eiríksson  Vega
2. sæti  Þórður Tómasson  Camaro


_________________
Kv. Nóni