Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: AlliBird on July 26, 2006, 17:42:05

Title: Undramótor
Post by: AlliBird on July 26, 2006, 17:42:05
Er þetta það sem koma skal...
Þetta kríli á víst að vera sambærilegt 300 hp mótor og gengur á bensín, dísil  eða matarolíu.

Meira um þetta hér....
http://www.angellabsllc.com/index.html
Title: Undramótor
Post by: Dodge on July 27, 2006, 12:28:02
gaman að sjá að menn eru enn að finna upp hjólið.
Title: Undramótor
Post by: einarak on August 15, 2006, 13:08:19
hvernig virkar þetta?
Title: Undramótor
Post by: ADLER on August 17, 2006, 01:27:33
Er þetta ekki eitthvað grín :lol:

http://www.angellabsllc.com/animation.html

(http://bioage.typepad.com/photos/uncategorized/myt2.png)
http://www.greencarcongress.com/2006/04/new_toroidal_in.html

(http://uk.gizmodo.com/myt_engine.jpg) Raphial Morgado, inventor of the Massive Yet Tiny (MYT) engine claims this minuscule 32-cylinder powerplant, just 14 inches in diameter and weighing 150 pounds, can crank out 850hp. Is this guy a crackpot working out of a garage somewhere, or is he the next Thomas Edison? To hear him tell it: "The MYT (Massive Yet Tiny) Engine, is a breakthrough of immense proportions that will spawn the next industrial revolution and will rocket the internal combustion engine into the next milenium [sic]. Please spread the word."

Can a man who can't spell the word "millennium" change the world? We want to see this baby mounted up in the engine compartment of a truck and chugging down the highway, not hand-cranked on a bench. Morgado says the MYT engine will someday power 800-passenger jumbo jets. Is this one of those inventions the oil companies don't want us to see?
Title: Undramótor
Post by: Binnigas on August 17, 2006, 08:31:34
þetta er rosalegt.
Title: Undramótor
Post by: baldur on August 17, 2006, 08:33:19
Ég á bara erfitt með að ímynda mér hvernig er hægt að þétta þetta apparat, og enn fremur halda stimplunum köldum.
Title: Undramótor
Post by: Mustang´97 on August 18, 2006, 00:45:23
Það getur varla verið meira mál að þétta þetta heldur en wankel vélina,
eða hvað?
Title: Undramótor
Post by: stigurh on August 18, 2006, 08:00:17
Þetta hefur aldrei farið í gang.
prump
Title: Undramótor
Post by: Disturbed on August 30, 2006, 20:20:44
ég get ekki betur séð að þeir séu að sitja hana í gang á síðunni.
Title: Undramótor
Post by: 1965 Chevy II on August 30, 2006, 21:04:46
Jamm það eru video af henni í gangi.
http://www.angellabsllc.com/mytairtest.swf
Title: Undramótor
Post by: stigurh on August 31, 2006, 11:37:13
Verð líklega að éta þetta ofan í mig , lélegt video samt, ómögulegt að sjá hvað er verið að gera þarna!!
Title: Undramótor
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2006, 11:59:33
Hér er annað stærra og skýrara:
http://www.angellabsllc.com/video/airMotorRun.wmv
Title: Undramótor
Post by: 1966 Charger on August 31, 2006, 19:03:17
Þetta dæmi minnir mig svolítið á skemmtilega þrjóta sem skjóta við og við upp kollinum og staðhæfa að þeir séu búnir að smíða eilífðarvél.  Þeir fá trúgjarnt fólk til að fjárfesta í bullinu og hverfa svo frá öllu saman þegar nægur aur er kominn í kassann.


Hönnuðurinn segir að dæmigerð fólksbílavél af þessari tegund muni verða 6x8 tommur.  Maður getur semsagt svift henni úr bílum á kvöldin og geymt undir rúminu.  That will be the day!

Spáið bara í eitt atriði:  850 hö vél framleiðir geysimikinn hita.  Þessi MYT vél er mjög efnisrýr og ég sé ekki hvernig er hægt að kæla málminn nógu hratt til að koma í veg fyrir að allt fari í skrall.

 Stígur vertu ekkert að bakka með þetta þótt dótið hafi skrölt í gang þá er langt í 850 hö.

Ég er tilbúinn að kaupa klippingu á hönnuðinn í 850 ár ef vélin í þeirri útfærslu sem hann er með í lúkunum mun einhverntíma framleiða  850 bhp.  

Ragnar
Title: Undramótor
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2006, 20:20:13
..............en sagan var góð :wink:
Title: Undramótor
Post by: Racer on August 31, 2006, 22:04:49
hver segjir að þetta þarf að endast?

eflaust getur maður mætt á æfingu/keppni og svo fleygt þessu í enda kvölds og sett nýja svona næst