Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nóni on June 19, 2006, 13:47:18

Title: Okkur vantar fleira fólk sem getur aðstoðað okkur
Post by: Nóni on June 19, 2006, 13:47:18
Það þurfa fleiri hendur að taka þetta starf sem klúbburinn stendur fyrir, ég auglýsti í vetur eftir fólki og fékk ágætis viðbrögð en svo þegar á hólminn var komið voru nokkrir sem duttu af vagninum. Það fólk sem hefur verið með okkur í sumar á miklar þakkir skildar og kem ég þeim hér með á framfæri. Okkur vantar líka fólk sem er til í að taka að sér fleiri verkefni en bara að koma á brautina og fara í vesti, það er heilmikið að gera í svona félagi og þið félagar eruð jú félagið. Allir nýjir félagar eru velkomnir en gamlir reynsluboltar eru líka vel þegnir.


Vinsamlegast hafið samband á icesaab@simnet.is



Kv. Nóni
Title: Okkur vantar fleira fólk sem getur aðstoðað okkur
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 19, 2006, 14:09:54
Nóni minn þú mátt hafa samband við mig og ég skal ekki segja NEI.
Title: Okkur vantar fleira fólk sem getur aðstoðað okkur
Post by: Nóni on June 20, 2006, 12:44:51
Koma svo!!!!!!!!  Þetta er ekkert að þora, við bítum ekki.

Þakka þér Nonni.

Kv. Nóni