Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Brimborg on June 16, 2006, 14:13:35

Title: Forsýning á Ford GT
Post by: Brimborg on June 16, 2006, 14:13:35
Sæl

Starfsfólk Brimborgar, viðskiptavinir og velunnarar ætla að hittast og upplifa ofursportbíllinn Ford GT í fyrsta sinn. Núna í kvöld, föstudaginn 16. júní, milli klukkan 18 til 19.30.

Við viljum auðvitað fá sem flesta bílaáhugamenn til okkar í kvöld og því vil ég hvetja ykkur til að kíkja við og skoða bílinn í kvöld. Ef þið eruð á leiðinni norður á bíladaga þá komið bara við, kíkið á bílinn og grípið með ykkur kók og prins og plakat af Ford GT.

Hulunni verður svipt af bílnum kl. 18:15. Komið og snertið einn magnaðasta bíl sem framleiddur hefur verið, Ford GT.

Ef þið komist ekki í kvöld þá verður almenn frumsýning sbr. frétt á Ford vefnum og þið getið lesið hana með því að smella á þessa slóð:

http://www.ford.is/

Einnig verður undirbúið sérstakt lokað kvöld fyrir netverja á næstunni. Verður það auglýst sérstaklega.


Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Title: Forsýning á Ford GT
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 16, 2006, 14:46:50
Kemst því miður ekki í kvöld en hlakka til að fá að sjá bílinn með berum augum  8)  8)  8)