Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: firebird400 on June 06, 2006, 19:25:15

Title: Sellu kassar
Post by: firebird400 on June 06, 2006, 19:25:15
Á ég að splæsa í sellukassa

Ef það er ekki búið að redda kössum yfir sellurnar þá sendið þið mér bara málsetningar og grófa lýsingu af þeim og ég skal smíða einhvað flott yfir þær.

Kv. Aggi
Title: Sellu kassar
Post by: Nóni on June 06, 2006, 20:16:09
Það er maður í málinu, það er búið að teikna þetta og mæla í bak og fyrir og jafnvel kaupa efni. Sá sem tók þetta að sér má láta vita um stöðuna á verkinu.


Kv. Nóni
Title: Sellu kassar
Post by: firebird400 on June 06, 2006, 20:26:31
OK flott mál.

Ég verð bara að vera fyrri til næst þegar ég vill leggja inn  :D
Title: Sellu kassar
Post by: baldur on June 06, 2006, 21:55:08
Má ég leggja til að það verði kannski smá rör fyrir framan sellurnar til þess að hámarka virknina í þessu.
Title: Sellu kassar
Post by: Preza túrbó on June 07, 2006, 00:40:58
Svo er eitt sem er búið að spurja mig mikið um, það er hvenær eigi að hækka "jólatréð". Ég gæti jafnvel farið í það en þá þarf minns bara smá mál upplýsingar  :D

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Title: Sellu kassar
Post by: Sara on June 07, 2006, 19:49:27
Já Dóri það er flott að fá mann í það að hækka ljósin, það þarf 40 cm undir það, það eru reyndar einu pplýsingarnar sem ég hef, en mín vegna mátti þetta gerast í gær :D
Láttu mig vita ef þetta kostar einhvern aur og við reddum því.
Title: Sellu kassar
Post by: Geir-H on June 07, 2006, 20:20:46
Um að gera að vinna í þessu, svo að fólk taki tímana trúandi :evil:
Title: Sellu kassar
Post by: Kristján Skjóldal on June 07, 2006, 21:16:38
ég myndi vilja sjá allar sellur festar niður með múrboltum svo að við séum ekki að lenda í því að sellur snúist þegar bílar fara hjá á 200 + og eiginn tími kom eins og margir hafa lent í. með fyrifram þökk stjáni skjól
Title: Sellu kassar
Post by: baldur on June 07, 2006, 21:33:02
Þær eru festar á snittteina sem eru múraðir niður.
Vandamálið er að það er bara einn snittteinn á hverja sellu þannig að það er voðalegt vesen að miða þeim alltaf. Svo er eins og það séu einhver rafmagnsvandamál líka með sellurnar úti á braut, þær drífa alveg afskaplega illa að endurskinunum sem eru á miðjunni, hvort spennan þar er of lág eða hvað veit ég ekki.
Title: sellur
Post by: Kristján F on June 07, 2006, 21:38:18
Sælt veri fólkið

Sellurnar eru skrúfaðar niður með 10 mm múrboltum. Sellukassar hafa verið mældir upp fyrir hverja sellu fyrir sig. Sellukassarnir verða með einhverskonar deri til að koma í veg fyrir að sól geti truflað virkni þeirra í notkun. Vinna við kassana er hafin og  er unnin í sjálfboðavinnu af klúbbmeðlimi og Stálnaust í Garðabæ.
Title: Sellu kassar
Post by: firebird400 on June 07, 2006, 21:43:42
Quote from: "baldur"
Má ég leggja til að það verði kannski smá rör fyrir framan sellurnar til þess að hámarka virknina í þessu.


DER ?

Nei nei bara röri eins og Baldur segir
Title: Sellu kassar
Post by: baldur on June 07, 2006, 21:58:45
Það má kalla þetta mörgum nöfnum þótt það geri það sama. Það sem ég var bara að pæla er að það væri sniðugt að þrengja hornið á ljósinu sem berst sellunni úr öllum áttum.
Title: Sellu kassar
Post by: stigurh on June 08, 2006, 10:13:15
Sellurnar eru of langt frá brautinni sumstaðar !!
Því lengra frá því minni frávik á geislanum.
stigurh
Title: Sellu kassar
Post by: baldur on June 08, 2006, 11:33:11
Já ég veit, sumar þeirra eru lengst úti í móa, en eru þær nokkuð óeðlilega langt frá endurskininu? Brautin okkar er ekki sú breiðasta í heimi. Það er samt engin spurning að þær sellur sem eru lengst frá brautinni væru áreiðanlegri ef þær væru færðar aðeins nær.

Það er hinsvegar alveg augljóst að það sem við höfum verið að sjá mikið upp á síðkastið eru vandræði í stage sellunni á vinstri braut.
Title: Sellu kassar
Post by: Racer on June 08, 2006, 12:07:22
vantar einnig pinna gegnum púðana sem eru endurskinið!!!

þetta lím heldur þessum endurskinsmerkum ekkert