Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: GHS on May 31, 2006, 13:14:14

Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: GHS on May 31, 2006, 13:14:14
Mig bráðvantar inner rear body panel í camaro 70-73. Ég er búinn að vera leita á netinu og ekki fundið þetta. Frétti síðan af einhverjum í Móso sem er að gera upp eins bíl og hann hafði fundið þetta einhverstaðar á netinu. Nú vantar mig hjálp að finna út hver þetta er því mig langar að bjalla í hann og spurja hvar hann hafi fundið þetta. Nú eða ef eigandi/uppgerandi les þetta þá þætti mér vænt um ef þú gætir sagt mér hvar þú fékkst þetta.
Allar upplýsingar vel þegnar

kv Gummi
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: firebird400 on May 31, 2006, 13:27:30
Hefur þú athugað hjá www.yearone.com
Title: Yearone
Post by: GHS on May 31, 2006, 15:30:37
Já ég er búinn að leita á síðunni hjá yearone.com og hjá classicindustries.com og líka búinn að senda þeim e-mail og bíð eftir svari. Ólíklegt að þetta sé til hjá þeim ef ég finn þetta ekki á síðunum þeirra. Vitið þið ekkert um þennan bíl sem er í uppgerð í Móso mér skilst að eigandinn hafi keypt bílinn í vetur á uppboði í tollinum. Eigandinn datt inn í skúr þar sem er verið að sjóða í bílinn hjá mér og sagðist hafa fengið þetta stykki e-h staðar að utan.

Gummi
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: Firehawk on May 31, 2006, 15:56:04
Síðast þegar ég vissi var þetta stykki ekki framleitt ennþá og þar af leiðandi ekki til hjá þessum sölum eins og Year one og félögum.

Þú fær þetta líklegast hjá sölum sem rífa svona bíla í USA.

Þú getur prófað t.d.
http://www.fbodywarehouse.com/

Annars eru menn að reyna að endursmíða þetta úr gamla stykkinu.

-j
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: 1965 Chevy II on May 31, 2006, 16:07:41
Þetta heitir inner rear valance panel og er eins og Firehawk segir ekki framleitt fyrir 70-73 en fæst allstaðar fyrir 67-68 og 69 bílinn.

Ég leitaði mig fjólubláann af þessu fyrir Gísla Sveins. en fann ekkert.
Þú verður bara að sjóða í það ef það er hægt eða fá það notað.
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: 1965 Chevy II on May 31, 2006, 16:09:53
Annars er hér góð síða ef þig vantar fleira:
http://www.paddockparts.com
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: GHS on June 01, 2006, 03:49:23
Takk fyrir skjót viðbrögð. Held að þetta sé ekki inner rear valance panel sem ég er að leita af það stykki er neðri hlutinn eða hvað?. Þetta er í raun grindin í kringum ljósin kallað Inner rear tail light backing panel hjá yearone þeir eigað þetta í 74-77 og segjast eiga þetta í 70-73 en eru síðan með mynd af rear body panel!!! hvort á maður að treysta lýsingunni eða myndinni jæja ég spyr þá að því. Annars athuga ég fbodywarehouse. Ef ekkert finnst þá verður þetta einhvern veginn saumað saman
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: Firehawk on June 01, 2006, 08:58:49
Ertu að tala um þetta?

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/1970-1971-1972-1973-Camaro-Tail-light-rear-body-panel_W0QQitemZ4645277914QQcategoryZ42611QQrdZ1QQcmdZViewItem

Þetta er stykkið sem ljósin koma í. Stykkið sem við vorum að tala um og héldum að þú værir að meina er það sem er á milli gólfsins og rear body panel.

(http://www.apiem.com/camaro/Pictures/Update_20050825/InnerValanceZR.JPG)

Þetta stykki er ófáanlegt.

Hinsvegar kemur svo þetta stykki sem er á ebay hér á undan beint á þetta ófáanlega stykki.
(http://www.apiem.com/camaro/Pictures/Update_20050825/TailFitting.JPG)

Það er kannski að rugla þig þetta stykki sem er þarna á ebay er í rauninni tvö stykki sem eru sett saman, þeas stykkið sem afturljósin skrúfast í og aftur svuntan. Það er ekki hægt að fá afturljósastykkið sér, en svuntuna er hægt að fá sér.

-j
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: GHS on June 01, 2006, 14:19:28
Sorry ruglið, stykkið sem vantar er ófánlega stykkið. Það verður þá bara að reyna að lappa upp á það gamla.
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: Firehawk on June 01, 2006, 14:32:02
Þú getur líka prófað http://www.fbodywarehouse.com

Þeir eru að rífa bíla og eru þar af leiðandi með notaða hluti.

-j
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: CAM71 on June 03, 2006, 23:33:39
Ég var á bílasýningu í Myrtle Beach, S.C. í mars og hitti á aðila sem var að selja íhluti í 1st & 2nd Gen Camaro og hann sagði mér að þessi "Trunk Dropoffs" væru fáanleg fyrir 2nd. gen. Þessi náungi er með búð sem heitir K & R (Camaro & Chevelle parts) í Virginia, sími +1 866-546-parts.
Ég keypti helling af "sheet metal" pörtum af þessum aðila þarna en hann var ekki með þetta stykki þarna og ég er farinn að efast um að þetta sé til samkvæmt þeim svörum sem hafa komið fram hér að ofan.
Það var ég sem sagði boddýmanninum frá þessu sem er að gera við bílinn fyrir "GHS". Ég er með samskonar bíl (1971 Z28) í uppgerð hér í MOS.
Ef einhver vill kíkja þá er ég í síma 862 8588.
Kv,

KÞR
Title: Ryð
Post by: Halldór Ragnarsson on June 04, 2006, 19:34:26
Ef þetta væri raunhæfur kostur,þá væri þetta besti kosturinn að fá varahlutabíl frá Arizona:
http://www.dvautoparts.com/phpcars/1115332119/DSC04577.JPG
http://www.dvautoparts.com/cars.php?/2639
HR
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: Firehawk on June 04, 2006, 23:12:30
Quote from: "66°N"
hann sagði mér að þessi "Trunk Dropoffs" væru fáanleg fyrir 2nd. gen.


Trunk dorp off (vinstri og hægri) er þetta stykki:

(http://www.apiem.com/camaro/Pictures/Update_20050802/ZRCoatRearL.JPG)

Ég er líka með '71 bíl. Það væri gaman að kíkja við ef maður á einhvern tíman leið suður og hefur tíma.

-j
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: CAM71 on June 05, 2006, 00:58:38
Einmitt þetta eins og sést á myndinni. Kíktu endilega við ef þú ert á leiðinni suður. Það er gaman að bera saman bækur í svona verkefni.

Þetta stykki er til hjá Goodmark Ind:
735 - Trunk Floor Drop-Offs
4021-735-70L / R    1970-73 LH / RH $ 49.95 ea
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: JONNI on June 05, 2006, 20:56:38
Hello hello.

Hvort vantar þig, innra brettið eða afturhlutana.?

Þetta er allt saman til, bæði notað og nýtt.

Original parts group á þetta jumm til, betra að taka þetta nýtt heldur en að láta einhvern hack saw rednerck slíta þetta úr parta bíl á junk yard.

Bara mitt álit.

Kveðja, Jonni
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: Firehawk on June 06, 2006, 08:55:12
Quote from: "JONNI"


Hvort vantar þig, innra brettið eða afturhlutana.?



Sæll Jonni

Hann vantaði hvorugt. Hann vantaði þetta stykki:
(http://www.apiem.com/camaro/Pictures/Update_20050825/InnerValanceZR.JPG)

Þessi þráður er kominn út á tún :roll:

-j
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: Chevera on June 16, 2006, 21:58:17
xxx
Title: Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
Post by: ADLER on June 27, 2006, 17:37:17
Ekki til á summit en margt annað þó.
http://www.summitracing.com/

(http://www.summitracing.com/global/images/sum2005.gif)