Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: geiri23 on May 29, 2006, 14:41:44

Title: Hlífðarfatnaður/ hjálmar frá Staupastein
Post by: geiri23 on May 29, 2006, 14:41:44
hvernig líst ykkur á hlífðarfatnað og hjálma frá staupastein er maður að spara of mikið með að versla þar
Title: Hlífðarfatnaður/ hjálmar frá Staupastein
Post by: SkuliSteinn on May 31, 2006, 10:50:03
Miðað við hvað maður heyrir frá fólki þá myndi ég aldrei versla við þetta fyrirtæki.
Title: Hlífðarfatnaður/ hjálmar frá Staupastein
Post by: Kawi636 on June 01, 2006, 00:34:08
Eitt er á hreinu þegar maður verslar hlífðarfatnað og hjálma fyrir mótorhjól og önnur tæki þá er ekki hægt að spara í þeim efnunum þannig ég segi farðu í þekkt umboð og kauptu þekkt merki því þú veist ekki hvar þú hefur hin merkin

PS og maður spara ekki þegar maður kaupir sér svona dress fyrir hjólið
Title: Hlífðarfatnaður/ hjálmar frá Staupastein
Post by: Gulag on June 01, 2006, 14:57:48
Reyndar er alls ekkert algilt að "óþekkt" merki séu eitthvað lélegri en þekktu merkin, ef t.d. hjálmurinn er DOT merktur þá er hann í lagi, það er oft mjög athyglisvert að skoða samanburð á frægu merkjunum vs óþekktu merkin,  Td. eru Arai hjálmar þekktir fyrir gæði, en mjög lélega hljóðeinangrun, Bell fá yfirleitt frekar lélega dóma þrátt fyrir að vera frægt merki, Shoei eru mjög góðir en margir kvarta yfir því að þeir séu of þungir osfrv osfrv.

Það er í mjög mörgum tilvikum að óþekktu merkin eru í raun framleiðsla stóru framleiðendana, oft kannski eldri útfærslur af dýrum hjálmum sem þeir vilja ekki selja undir eigin nafni, t.d. eru Buell hjálmarnir framleiddir af Shoei,
Title: humm
Post by: geiri23 on June 02, 2006, 01:32:59
já ég veit vel að í þessum efnum á ekkert að spara en málið er að ég er ekkert að tala um það að spara þar ég er bara að spyrja um það hvort þessi hlífðarfatnaður svo sem hjálmar og gallar(goretex) séu endilega eithvað lélegri en þessi frægu merki því jú DIESEL gallabuxur eru ekkert sterkari og betri en þær sem þú færð í hagkaup fyrir 20%af verði DIESEL buxunnar
en svona þá eru þetta ítalskir hjálmar og ég veit ekki meira um hinn fatnaðinn en þið getið skoðað hann á http://www.staupasteinn.is/orrange.htm

skoðið þetta endilega
Title: Caberg hjálmar
Post by: smarihr on June 04, 2006, 10:46:41
Samkv. þessum link hafa Caberg hjálmar verið seldir í Evrópu síðan 1974, virðast þó frekar vera ætlaðir nöðrum og vespum.

http://www.ammotor.dk/caberg/index.php

Kveðja
Smári