Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on May 20, 2006, 00:21:43

Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 20, 2006, 00:21:43
Ég var að fá í hús heilan haug af gömlum myndum, hér er smá sýnishorn af því sem koma skal!  8)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 20, 2006, 00:22:22
...og meira
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 20, 2006, 00:22:58
...enn meira
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Leon on May 20, 2006, 00:30:43
Flottar myndir Maggi,er þetta ekki allt tekið hér á landi???
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 20, 2006, 00:31:46
Quote from: "Mach-1"
Flottar myndir Maggi,er þetta ekki allt tekið hér á landi???


ójú minn kæri Leon!
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Geir-H on May 20, 2006, 02:31:20
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/6.jpg)

Hvaða bíll er þetta? :oops:
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Robbi on May 20, 2006, 13:10:15
Ef mér skjátlast ekki þá er efstu myndirnar af  orginal 340 cudu 72 sem er en til hér staðsett á djupivogi og í slæmu standi var byrjað að gera hana upp en fór svo austur og á að nota hana í 71 bíl sem er til á djúpivogi líka hrikalega flottir bílar

hvað vita menn um þá svörtu sem myndin er af er þetta ekki 70 ? bíl
er þetta cuda eða barracuda ??????
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 22, 2006, 19:48:59
Quote from: "robbitoy"
Ef mér skjátlast ekki þá er efstu myndirnar af  orginal 340 cudu 72 sem er en til hér staðsett á djupivogi og í slæmu standi var byrjað að gera hana upp en fór svo austur og á að nota hana í 71 bíl sem er til á djúpivogi líka hrikalega flottir bílar


rétt, þetta er sú Cuda sem er á Djúpavogi.

Hvað svarta Camaroinn Y-43 varðar þá veit ég ekki hvaða bíll þetta er. Þetta er ekki Ingós bíll, ekki Guli ´68 bílinn, ekki Ómar Norðdal, ekki 67 RS/SS bíllinn hans Gunna.... veit einhver hvaða bíll þetta er?
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Dr.aggi on May 22, 2006, 20:05:55
Enda er þetta 69 bíll.
var með 307 minnir mig.
En hvað varð um hann veit ég ekki.

kv.
Aggi
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 22, 2006, 20:46:53
Quote from: "Dr.aggi"
Enda er þetta 69 bíll.
var með 307 minnir mig.
En hvað varð um hann veit ég ekki.

kv.
Aggi


Jú mikið rétt Aggi, svona er að vera fljótfær! Sýndist við fyrstu sýn þetta vera 67-68 bíll en annað kom á daginn! Þetta er víst bíll sem endaði sína daga í Árbæ um 1989 og var víst upphaflega RS bíll.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Dr.aggi on May 22, 2006, 22:40:58
Quote from: "Moli"
Quote from: "Dr.aggi"
Enda er þetta 69 bíll.
var með 307 minnir mig.
En hvað varð um hann veit ég ekki.

kv.
Aggi


Jú mikið rétt Aggi, svona er að vera fljótfær! Sýndist við fyrstu sýn þetta vera 67-68 bíll en annað kom á daginn! Þetta er víst bíll sem endaði sína daga í Árbæ um 1989 og var víst upphaflega RS bíll.


Sæll Maggi.
Var hann klestur þar ?

kv.
Aggi
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Dodge on May 22, 2006, 23:22:50
Er þessi '70 barracuda enn til einhverstaðar?

ekki á að rífa þennan 72 bíl í gulu 71 leifarnar á djúpavogi?
Title: Gamlir og góðir
Post by: GunniCamaro on May 23, 2006, 13:09:01
Jæja strákar, nú ætla ég að ausa úr mínum ótæmandi viskubrunni.
Ljósbláa cudan var, ef ég man rétt, frekar heit 340 rella með 4 gíra kassa en hún var frekar hágíruð, náungi að nafni Haukur átti hana um tíma og fór hann ásamt vini mínum til Norðurlanda með bílinn upp úr 1980 en þar úti dó kúplinginn en ég sá þennan bíl aldrei taka almennilega á.
Síðan var einhver bónhaus sem átti hana og hann skipti á beinskiptingunni og gluggagrind á afturrúðuna !
Hebbi á Teigarhorni er aðalviskubrunnurinn í sambandi við Barracudur oc Cudur.
Ég held að Chevellan á myndinni er hans Þrastar sem var lengi í Hafnarfirði en er núna hjá Þresti á Grundarfirði.
Camaroinn er ´69 bíll sem var hvorki RS eða SS, RS var staðlaður með 327/275hp. vél og SS var 350/300 með framdiskabr. og 12 bolta en þessi bíll var 307, skálar að framan og 10 bolta hásing.
Þarna var búið að setja SS húdd og RS grill án ljósaloka enda sést ef vel er að gáð að ljósin standa fram úr grillinu vegna þess að RS er með önnur bretti með framljósin innar.
Að aftan var hann ekki með RS afturenda (bakkljósin fyrir neðan stuðara) og var þetta einn af þessum sem eigendurnir trúðu að væri RS/SS en reyndist ekki, að mínu mati, enda heyrði ég að fyrri eigandi hefði klesst hann og keypt framhluta í USA og komið hingað heim.
Síðast átti náungi upp í Breiðholti að nafni Krissi Camaroinn og ætlaði að gera hann upp en bíllinn var illa farinn og gafst hann upp og reif Camaroinn, síðast þegar ég vissi átti hann húddið með ristunum og VIN plötuna.
Það var einnig til '68 Camaro sem var búið að skrúfa SS merki á en hann var þá með húðlatri 327 vél og er, held ég, einn af ´68 bílunum sem er enn til.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Damage on May 23, 2006, 18:19:37
Maggi ef þú finnur mynd af gömlu vegunni hans pabba máttu láta mig vita. hún keppti í kvartmílunni í krignum 1977-1982 minnir mig.
hún var vínrauð með útbreikkuðum brettum og spoiler aftan á og 3gja gíra beinskiptingu.
leit alveg eins út og þessi nema hún var bara vínrauð og með þetta hérna að ofan og hún var með þessum línum líka
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/warlock%20vega.jpg)
hann var keyptur af pabba vélin rifin úr honum og bíllin grafinn
+ ef það hjálpar e-ð þá heitir pabbi Torfi
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 23, 2006, 22:55:30
Ég skal kanna með Veguna.

En takk Gunni fyrir að leiðrétta þetta! Gott að fá þetta á hreint! Annars eru hérna tveir aðrir Camaro-ar sem ég var að velta fyrir mér hvað hefði orðið um, þú kannski sullar í viskubrunninum! Er ekki ´69 bíllinn annars gamall bíll sem þú áttir hérna á árum áður!?
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: firebird400 on May 24, 2006, 00:30:16
Andsk. er þessi 68 bíll vígalegur þarna

Hvað stendur annars á húddinu á honum
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Skúri on May 24, 2006, 06:25:32
Mér sýnist standa Camaro. Þessi ´69 camaro er þetta ekki græni 6 cylendra camaroinn sem sein var komin með scope eins og ´68 bílinn, og er sá bíll ekki þá rauði akureyra bíllinn?
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 24, 2006, 13:30:49
JAHÉRNA MOLI ! HVAR Í ÓSKÖPUNUM FANNSTU ÞESSA MYND AF MÉR OG GAMLA ´69 BÍLNUM MÍNUM ????????????
Sko nú verður þú að segja mér hvar þú fékkst þessa mynd og hvort þú átt fleiri myndir, endilega hafðu samband, þessi mynd er tekin ca. 1980 upp á kvartmílubraut en ég keppti ekki á þessum bíl, en bróðir minn sem átti bílinn á undan mér tók einu sinni þátt og fór, ef ég man rétt, á 16.95 með L6 250 cu.in. og 3 gíra beinaðan í gólfi.
Þessi bíll var orðin frekar ryðgaður þegar ég keypti hann á 35000 árið 1981 og aðalryðbætingarnar fóru fram í formi trefjaplasts, ég keypti síðar eins S/S Cragar felgur að framan og ég prufaði ýmsa gírkassa í honum, 4 gíra muncie var með of hágíraðan 1. en 4 gíra Saginaw var fínn fyrir sexuna.
Ég stóð upp í hárinu á low perf litlu áttunum (307/283/302/289/273) og rétt marði þær ef þær voru sjálfsk.
Ég seldi bílinn, tvíburum í Blesugrófinni, 1985 á 100000 og þeir máluðu bílinn seinna BLEIKANN (þá hætti ég að kannast við hann) og enduðu á því að klessann, og hann endaði lífdaga sína sem donorcar fyrir ´69 Camaroinn hans Ara þegar Hafsteinn Vargarðs og bróðir hans áttu hann,
sem var illskiljanlegt því gamli minn var gersamlega búinn og ólíklegt að það hafi verið eitthvað nothæft úr honum.
Síðan kaupi ég ´67 stuttu seinna á 200000 af vini mínum og er því búinn að eiga hann í yfir 20 ár.

1968 Camaroinn á myndinni þekki ég ekki, ég man ekki eftir þessu skópi, þannig að ég kem þessum ekki fyrir mig, hvort þessi sé einn af eftirlifendunum eða sé farinn.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 24, 2006, 13:32:23
Smá rugl, myndin er líklegast tekin í kringum 1982
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on May 24, 2006, 14:23:52
Ég er að velta fyrir mér hvort þessi með skópið hafi síðar verið málaður rauður og settar undir hann Cragar SS/T  krómfelgur(lokaðar), man eftir þeim bíl allaveganna í gerðunum, trúlega Seljugerði rétt hjá útvarpshúsinu. Sá bíll var einmitt með svona skópi. Gæti trúað að það séu 11-13 ár síðan ég sá hann þar fyrst.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 24, 2006, 18:16:48
Quote from: "GunniCamaro"
JAHÉRNA MOLI ! HVAR Í ÓSKÖPUNUM FANNSTU ÞESSA MYND AF MÉR OG GAMLA ´69 BÍLNUM MÍNUM ????????????
Sko nú verður þú að segja mér hvar þú fékkst þessa mynd og hvort þú átt fleiri myndir, endilega hafðu samband!


:lol:

sæll Gunni, ég fékk alveg svakalegan helling af myndum sendar frá manni í Þýskalandi, er að vinna í því að scanna þær allar inn en það gengur hálf illa út af vinnu hjá mér! Ég ég eftir að fara betur í gegnum herlegheitinn og læt þig vita ef ég finn fleiri! :wink:
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Leon on May 24, 2006, 23:28:39
Quote from: "Einar K. Möller"
Ég er að velta fyrir mér hvort þessi með skópið hafi síðar verið málaður rauður og settar undir hann Cragar SS/T  krómfelgur(lokaðar), man eftir þeim bíl allaveganna í gerðunum, trúlega Seljugerði rétt hjá útvarpshúsinu. Sá bíll var einmitt með svona skópi. Gæti trúað að það séu 11-13 ár síðan ég sá hann þar fyrst.

Ertu ekki að tala um þennan Einar? Hann er á Cragar SS/T og var með skóp.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_1969_camaro_akureyri.jpg)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 24, 2006, 23:45:15
Þessi rauði 69 á Akureyri var lengi á Langholtsvegi í Rvík með nokkuð hátt skóp sem er búið að taka af, eitt það merkilega við þennan bíl er að hann var, ef ég man rétt, upphaflega sjálfsk. í  stýri.
Ég skoðaði þennan bíl eftir að hann kom úr sprautun og ég veit ekki hvað ég á að skrifa mikið um það hérna á spjallinu en við skulum segja að ég hefði hugsanlega getað gert betur í skúrnum mínum og samt var bíllinn málaður á verkstæði, t.d. þegar skottið var opnað var ómálað ofan í falsinu, skottlokið hafði verið málað á bílnum.
Mér skilst að eigandinn sé búinn að fá nóg og bíllinn sé til sölu.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Sigtryggur on May 25, 2006, 00:50:34
Þessi blái með skópið er mjög sennilega 327 4gíra bíllinn sem sjóntækafræðingurinn átti.Stóð oft í Austurstrætinu hér í denn.Þessi bíll var með sérlega smekklega gæruskinnsklæðningu í ljósgráum lit.
Held að hann hafi verið til umræðu hér á spjallinu fyrir nokkru síðan.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 25, 2006, 01:04:43
Eitthvað rámar mig í þennan bláa, allavega man ég eftir einum með afskaplega "smekklegri" gæruskinni yfir klæðningunni.

P.S. Til hamingju með afmælið Sigtryggur :) :)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Sigtryggur on May 25, 2006, 01:33:06
Takk Gunni!
Blóm og kransar vinsaml. afþakkaðir. 8)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: T/A on May 25, 2006, 09:43:06
Sælir.
Þannig að ég haldi nú áfram með Camaro...man eftir einum sem ég sá inni á bílasölu í Nóatúni/Samtúni fyrir svona 10-15 árum...eftir að bílasalan fór var þar Aukaraf minnir mig.
Þessi Camaro var rauður með gulum og rauðum röndum sem teygðu sig yfir afturhjólaskálarnar og á fimmarma álfelgum (þetta var það eina sem ég sá...og man :oops:) Hef pottþétt séð hann síðan á götunni eins útlits. Væri þó gaman ef einhver ætti mynd af honum 8)

Fann þessar hjá Mola: http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=111&pos=24  og  http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=111&pos=40 Rendurnar sem ég er að tala um líkjast þeim á seinni myndinni. Getur verið að þessi bíll verið/orðið rauður en haldið röndunum?

Mbk. Kristján
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on May 25, 2006, 10:17:33
Moli,

Þetta gæti verið sami bíllinn já, man þó að skópið var ekki hátt. Alltaf velt því fyrir mér hvað varð um þennan rauða.

Kristján Pétur,

Þú ert trúlega að rugla saman bílum, trúlegast hefurðu séð þennan:

(http://www.gothika.is/picture002.jpg)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: T/A on May 25, 2006, 10:34:59
Einar;
Þakka svarið, mikið rétt...þetta er bíllinn sem ég er að tala um :shock: . Hélt að hann hefði verið eldri. Gott ef þetta er ekki bara tekið þar sem ég sá hann...og þó. Hvenær er þessi mynd tekin? :roll:

Veit fólk (EKM) eitthvað meira um þennan bíl (t.d. árg., vél, ástand og staðsetning)?

Kv. Kristján
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on May 25, 2006, 10:39:06
Er ekki viss um hvenær þessi er tekin.

Smári vinur minn á bílinn í dag. Þetta er ´71 ef minnið er ekki að svíkja mig. Það er í honum spræk 350 4-Bolta, 4-Spd Munchie og hann er illa klesstur á farþegahliðinni og er í geymslu einhversstaðar suður með sjó. Hann var klesstur '98 eftir 6 mánaða yfirhalningu í húsnæði sem við leigðum nokkrir félagarnir. Hann var búinn að keyra bílinn í 9 mínútur þegar ung stúlka húrraði yfir á rauðu ljósi og beint í hliðina á bílnum.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: T/A on May 25, 2006, 11:43:47
Hún hefur bara verið afbrigðissöm þessi stúlkukind...  :shock:  
Þakka svörin Einar.
Kv. Kristján
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 25, 2006, 19:52:11
Quote from: "Sigtryggur"
Takk Gunni!
Blóm og kransar vinsaml. afþakkaðir. 8)


naunau, eiga bara margir Ford kallar afmæli í dag!! ég líka vííííí  :mrgreen:
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Sigtryggur on May 26, 2006, 00:03:15
Quote from: "Moli"
Quote from: "Sigtryggur"
Takk Gunni!
Blóm og kransar vinsaml. afþakkaðir. 8)


naunau, eiga bara margir Ford kallar afmæli í dag!! ég líka vííííí  :mrgreen:

Til lukku!!!!
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Svenni Devil Racing on May 26, 2006, 01:55:43
gústi ágætis félagi minn átti þessa chevellu ss 70 árg í denn og ég er nokkuð viss um að þetta sé hann þarna á myndini að fara að taka run á henni.
en eitt er þessi rauði 69 camaro til sölu haldiði ??? og ef er svo þá meigiði endilega láta mig fá númerið hjá eigandanum

og jam til hamingju með afmælið moli ,ég skal taka þig í sko góðan burnout rúnt þegar þú kemur næst austur ehehe svona í afmælis gjöf :twisted:
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 26, 2006, 02:08:35
Quote from: "Svenni Devil Racing"

en eitt er þessi rauði 69 camaro til sölu haldiði ??? og ef er svo þá meigiði endilega láta mig fá númerið hjá eigandanum

og jam til hamingju með afmælið moli ,ég skal taka þig í sko góðan burnout rúnt þegar þú kemur næst austur ehehe svona í afmælis gjöf :twisted:


sæll Svenni, takk fyrir síðast, og diskinn! 8) ég tek þig á orðinu, ég reyni að kíkja austur sem fyrst!
Annars er ég búinn að senda þér símanúmer þess sem á rauða ´69 Camaroinn fyrir norðan í einkapósti!  :wink:
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 26, 2006, 13:02:53
Þá er það viskubrunnurinn, uppáhaldið mitt : SS bílar, ég held að þessi Cammi sé upphafl. SS bíll og ég held að hann hafi verið 396 (402) og ætti að þá að vera með 12 bolta hás. (reyndar ber heimildum mínum ekki saman um hvort 71 SS hefði komið með 12 b.) og væntanlega með stífari fjöðrun og jafnvægisstöng að aftan, bara að skríða undir hann og gá.
Ég held að þetta sé svarti bíllinn sem Jónas Garðar átti og var með um tíma 454 vélina sem er núna í 67 bílnum hans Ingólfs.
Þegar Grétar nokkur Hafnfirðingur átti bílinn seldi ég honum SST Cragar felgur (sléttar lokaðar krómf.) undan mínum þegar ég var að fá mér upprunalegar Rally felgurnar undir minn.

Það væri gaman að vita hvort þetta væri SS eða ekki, það er möguleiki að það sé hægt að lesa út úr plötunni í hvalbaknum, Einar er þessi félagi þinn eitthvað að dunda í bílnum og ertu eitthvað í sambandi við hann?
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on May 26, 2006, 13:06:41
Gunni,

Hann er ekkert að dunda í honum um þessar mundir og ég er ekkert viss um hvenær eða hreinlega hvort það gerist neitt á næstunni. Ég heyri nú í honum við og við, ég skal athuga með VIN númerið á bílnum, sjá hvort ég geti ekki fengið það hjá honum, eða farið og kíkt á það sjálfur.

EKM
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 26, 2006, 13:13:42
Hann er bara jafn duglegur og ég, það fer kannski að komast hreyfing á minn í haust.
Þú verður að skrifa niður plötuna í hvalbaknum, VIN númerið í mælaborðinu upp við framrúðuna segir ekkert.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: firebird400 on May 26, 2006, 16:32:52
Quote from: "GunniCamaro"
VIN númerið í mælaborðinu upp við framrúðuna segir ekkert.


Afhverju segir þú það, er það einhvað annað VIN en er undir húddinu

Eða er það bara svo á þessum eina bíl sökum einhvers mixs í fortíðinni ?
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Firehawk on May 26, 2006, 17:20:48
Quote from: "firebird400"
Quote from: "GunniCamaro"
VIN númerið í mælaborðinu upp við framrúðuna segir ekkert.


Afhverju segir þú það, er það einhvað annað VIN en er undir húddinu

Eða er það bara svo á þessum eina bíl sökum einhvers mixs í fortíðinni ?


VIN númerið á þessum bílum til og með 1971 segir bara til um hvort bíllin var 8 eða 6 cyl (ekki um stærð að öðru leiti), árgerð og hvar hann var settur saman.

Það er hins vegar önnur plata ofan á hvalbaknum sem segir til um option kóðana. Til dæmis hvort bíllin var RS, SS, Z28, lit ofl.

Það er örugglega svona plata á birdinum þínum líka.

Frá 1972 segir VIN númerið til um vélarstærð ofl.

-j
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: firebird400 on May 26, 2006, 18:04:00
Jú jú passar það er svona plata í mínum

Þess vegna spurði ég :lol:

Maður vill vita um það sem að manni snýr :D
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 29, 2006, 12:40:28
firebird400, það væri gaman að vita hvað stendur á plötunni þinni, ertu búinn að lesa úr henni og ef svo er hver var útkoman, ef ekki geturðu skrifað hana upp og sett það hérna inn og þá get ég reynt að lesa hana fyrir þig.
Ef þú gerir það er gott að skrifa upp t.d. :
Lína 1 :
Lína 2 :
o.s.fr.
Það er, allavega hjá Camaro, aðeins mismunandi hvað mikið plöturnar segja eftir 1. kynslóðar árgerðum, mest hjá 67 og minnst hjá 68
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 29, 2006, 12:44:27
Ég gleymdi að bæta við að, til að rugla mann alveg, númerið á VIN plötunni sem er á vinstri dyrastafnum á 67 árg. og ofan á mælaborðinu á öllum hinum árg. er ekki það sama og á plötunni í hvalbaknum.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: JONNI on May 30, 2006, 00:37:08
1971 SS var ekki með 12 bolta, 12 bolti aðeins 1970 . Reyndar var búið að setja 12 bolta í 71 ss bílinn sem pabbi átti (Jónas).
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: JONNI on May 30, 2006, 00:38:10
:shock:
Title: sælir
Post by: Jóhannes on May 30, 2006, 02:56:26
ég náði í númerin á camaronum ...nennuru að gera mér þann greiða að segja mér frá ...útkomuni :

á hvalbaknum stóð :01B - 6812437 - 72986 - svo fyrir neðan 712 zz
svo það sem stóð í mælaborðinu bílsstjórameigin er:
124378N372902

vona að þetta virki ..annars verð ég bara að fara aftur út að skoða
Title: Re: sælir
Post by: Firehawk on May 30, 2006, 10:15:28
Quote from: "Jóhannes"
ég náði í númerin á camaronum ...nennuru að gera mér þann greiða að segja mér frá ...útkomuni :

á hvalbaknum stóð :01B - 6812437 - 72986 - svo fyrir neðan 712 zz
svo það sem stóð í mælaborðinu bílsstjórameigin er:
124378N372902

vona að þetta virki ..annars verð ég bara að fara aftur út að skoða


VIN númerið segir:

1   Chevrolet
2   Camaro
4   8-cyl
37   Coupe
8   1968
N   Smíðaður í Norwood Ohio
372902   Serialnúmer


Data platan segir:

01b   Bíllinn er framleiddur í annari viku í janúar
6812437   68 módel og svo sömu fyrstu 5 stafirnir og í VIN númerinu
72986   Fisher body raðnúmer
712   Svartir standard stólar
zz   British Green á litinn (ekki víniltoppur)

-j
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 30, 2006, 10:51:04
Jæja Jóhannes, Firehawk var á undan mér en þetta er rétt hjá honum, þetta eru upplýsingarnar sem eru á plötunni : hvernig boddý og vél (L6 eða V8), hvenær framl. hvernig innrétting og litur.
Ástæðan fyrir tveimur ZZ er að það var ekki viniltoppur á þessum bíl, ef svo hefði verið hefði staðið t.d. Z2.
Þessi British green er dökkgrænn sanseraður litur og mér finnst hann flottur, þannig að ég skora á þig að mála hann í þeim lit.
Það er ekki hægt að sjá hvaða vél var upprunalega nema hafa svokallaða protect-o-plate sem er svipuð plata og þessi í hvalbaknum, hún segir til um vél, kassa, hásingu o.fl., og fylgdi hún með bílunum þegar þeir voru nýjir og var hún laus á pappaspjaldi og þess vegna týndist hún yfirleitt.
Svavar vinur minn sem á 69 græna Camaroinn á svona plötu yfir sinn bíl og er það eina platan sem ég hef séð.
Title: hum
Post by: Jóhannes on May 30, 2006, 16:16:44
oky flott mál ...ég get samsagt bara gleymt þessari plötu :) en eru þið með myndir af svona grænum camaro ...væri gaman að sjá ...takk fyrir
Title: Re: hum
Post by: Moli on May 30, 2006, 16:32:00
Quote from: "Jóhannes"
oky flott mál ...ég get samsagt bara gleymt þessari plötu :) en eru þið með myndir af svona grænum camaro ...væri gaman að sjá ...takk fyrir


einhvernigvegin svona...

(http://www.chevy-camaro.com/images/68greenRSSS_042404_01.jpg)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Jón Þór Bjarnason on May 30, 2006, 19:10:20
Þessi græni litur er alveg gríðarlega fallegur á þessum bíl finnst mér. Mæli með því að þú sprautir bílinn í þessum lit í staðinn fyrir gula litinn.  :D  :D  :D
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: GunniCamaro on May 30, 2006, 21:49:35
Það er til virkilega góð síða sem heitir : f-body.org þar sem er gríðarmargt um allar kynslóðir af Camaro og líka Firebird, þar eru myndir á einni undirsíðunni af fjölmörgum orginal camaro týpum í orginal litunum.
Það er lítið til af myndum af þessum lit og inn á þessari síðu eru 2 myndir sem eru ekki góðar, þessi mynd af þessum 68 hér fyrir ofan sýnir mjög vel þennan lit.
þessi síða er svolítið kenjótt og stundum kemst maður ekki inn og þá fór ég í google, leitaði síðuna uppi þar og þar komst ég inn.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on May 30, 2006, 21:51:31
Þið ættuð að skoða www.autocolorlibrary.com brilliant síða fyrir þá sem vilja orginal litinn eða bara skoða hvaða litir voru til hvaða ár.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Firehawk on May 30, 2006, 23:10:01
Quote from: "GunniCamaro"
Það er til virkilega góð síða sem heitir : f-body.org þar sem er gríðarmargt um allar kynslóðir af Camaro og líka Firebird


Ahhhhh, sí...

Ég keypti einmitt Firehawkinn minn í gegnum email-listann hjá þeim á sínum tíma.

-j
Title: ok
Post by: Jóhannes on May 31, 2006, 03:42:21
það þarf svo sem ekki merkilegan lit til þess að slá gula litin útaf læginu :)hann er ekkert ómyndarlegur svona græn langaði alltaf til að hafa litin orginal ...og innréttinguna ...það er bara að sjá hvað gerist ...hjá bróðir mínum sem á camaroin gula núna ...ég er komin á 98 camaro eins og er ...
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 31, 2006, 20:20:01
....aðeins í viðbót!
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on May 31, 2006, 20:21:39
öööörlítið meira...
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Sigtryggur on June 01, 2006, 10:08:12
Challengerinn hér að ofan gæti verið 428 bíllinn sem er verið að ræða um hér annarsstaðar á spjallinu.
Title: Re: hum
Post by: 1965 Chevy II on June 01, 2006, 10:54:35
Quote from: "Moli"
Quote from: "Jóhannes"
oky flott mál ...ég get samsagt bara gleymt þessari plötu :) en eru þið með myndir af svona grænum camaro ...væri gaman að sjá ...takk fyrir


einhvernigvegin svona...

(http://www.chevy-camaro.com/images/68greenRSSS_042404_01.jp)

Það flottasta við þennann Camaro er hvað hann situr flott,ekki hár eins og meðal jepplingur eins og þessir bílar eru oft:
(http://i8.ebayimg.com/04/i/07/51/60/41_1.JPG)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Gummari on June 01, 2006, 15:50:17
rosalega er gaman að sja allar þessar myndir maður vá.
núna sér maður hvar hugmyndin af strýpunum á gamla challanum
þínum eru komnar  8)
flottur GTX Satellite eða roadrunner líka er þetta þessi blái :shock:
endilega koma með meira og hvenær verður þetta allt komið á bilavef.
með kveðju Gummari
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on June 01, 2006, 19:00:23
Quote from: "Gummari"
rosalega er gaman að sja allar þessar myndir maður vá.
núna sér maður hvar hugmyndin af strýpunum á gamla challanum
þínum eru komnar  8)
flottur GTX Satellite eða roadrunner líka er þetta þessi blái :shock:
endilega koma með meira og hvenær verður þetta allt komið á bilavef.
með kveðju Gummari


sæll Gummari, ég er að klára fyrsta albúmið og er þetta aðeins brotabrot af því, svo eru tvö önnur stór eftir! Ég hendi þessu öllu inn í einu, en hvenær það verður skal ég ekki segja, er að drukkna í vinnu eins og er!  :wink:
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: firebird400 on June 02, 2006, 00:04:21
Quote from: "GunniCamaro"
firebird400, það væri gaman að vita hvað stendur á plötunni þinni, ertu búinn að lesa úr henni og ef svo er hver var útkoman


Ég er búinn að fara í gegnum plötuna hjá mér og hún er svona:

04D Framleiddur 4. vikuna í Apríl
       
P105 Bara framleiðslunúmer sem segir manni ekki neitt

ST 68-22637:
"68-" árg. 1968.
"2" fyrir Pontiac.
"26" fyrir Custom innréttinu með #554 custom trim option
http://www.firstgenfirebird.org/firebird/1968/options.html#554

"37" Firebird Hardtop Coupe

LOS framleiddur í Van Nuys Californiu. Bíll númer 1142

TR 258 Rauð "Custom Option Strato-bucket Seats"

N-1 "Flambeau Burgundy" lakk með "Ivory White" vinil topp
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Kiddi on June 08, 2006, 23:32:06
Mynd #31 er 1970 Sport Satellite sem pabbi átti fyrir 30 árum síðan... Bíllinn endaði ævi sína síðar í árekstri hjá öðrum eiganda.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on July 10, 2006, 22:06:57
jæja... áfram held ég að skanna, þetta þokast!
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Kiddi on July 11, 2006, 01:31:57
OLD SCHOOL  8)  8)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on July 29, 2006, 14:17:41
Fyrstu tvö albúmin búinn, eitt eftir!  8)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on July 29, 2006, 14:19:32
meira
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on July 29, 2006, 14:21:52
meira
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on July 29, 2006, 14:24:28
Þennan svarta Valiant átti ég til skamms tíma um '97-'98, þá með 318cid og 727 Ssk.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on July 29, 2006, 14:25:02
oooog Mr. Andersen!  8)
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Moli on July 29, 2006, 14:39:58
Quote from: "Einar K. Möller"
Þennan svarta Valiant átti ég til skamms tíma um '97-'98, þá með 318cid og 727 Ssk.


sæll Einar, er hann ennþá til?
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: Einar K. Möller on July 29, 2006, 14:54:05
Sigurjón Andersen getur svarað því, hann fékk hann frá Brynjari vini mínum og hann endaði að ég held einhversstaðar innan familíunnar hjá Sigurjóni, trúlega hafa leifarnar endað uppá Yardi hjá Gulla Emils eða eitthvað þvíumlíkt.
Title: Nokkrar gamlar og góðar!
Post by: eitill on August 08, 2006, 00:32:32
Quote from: "Einar K. Möller"
Er ekki viss um hvenær þessi er tekin.

Smári vinur minn á bílinn í dag. Þetta er ´71 ef minnið er ekki að svíkja mig. Það er í honum spræk 350 4-Bolta, 4-Spd Munchie og hann er illa klesstur á farþegahliðinni og er í geymslu einhversstaðar suður með sjó. Hann var klesstur '98 eftir 6 mánaða yfirhalningu í húsnæði sem við leigðum nokkrir félagarnir. Hann var búinn að keyra bílinn í 9 mínútur þegar ung stúlka húrraði yfir á rauðu ljósi og beint í hliðina á bílnum.


Það vill nú svo skemmtilega til að ég sá það þegar það var klesst á þennan bíl.