Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Lostboys on May 12, 2006, 12:32:32

Title: Tryggingarviðauki
Post by: Lostboys on May 12, 2006, 12:32:32
Ég var að koma frá VÍS og þar á bæ ætla menn að rukka fyrir viðaukan 8000.- pr keppni og æfingar eru önnur tryggingafélög að gera þetta líka ?
Title: Tryggingarviðauki
Post by: coltinn on May 12, 2006, 14:33:19
Mér skilst að það sé ekki verið að rukka aukalega fyrir kvartmílu eða rally hjá VÍS.
Title: Tryggingarviðauki
Post by: firebird400 on May 12, 2006, 14:52:51
KK þarf að gefa sig á tal við tryggingarfélögin og útlista það hversu öruggara það sé að aka eftir brautinni en það er að vera á götum borgarinnar, hvort sem það er til hraðaksturs eða ekki.

Og ef einhver félagana ætlar að fara að rukka fyrir viðaukann þá þarf að biðja um skíringar á því hvað réttlæti það. Ekki eru það tíð slys á brautinni sem kalla á ofurhá auka iðngjöld það er víst.

Kv. Agnar
Title: Tryggingarviðauki
Post by: Lostboys on May 12, 2006, 15:11:40
Þetta var miskilningur á þessu þetta er fyrir motocross ekki kvartmílu

fékk minn ekkert vesen
Title: Tryggingarviðauki
Post by: Nóni on May 12, 2006, 15:11:41
Ég er búinn að hafa samband við tryggingafélögin og ekkert af þeim hefur rukkað fyrir þetta.

Hringdi í VÍS rétt í þessu og þetta stemmir ekki vegna þess að þetta gildir fyrir motocrosshjól en ekki á kvartmílubrautinni.



Kv. Nóni