Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on May 05, 2006, 00:22:15
-
Sama má segja með þennan, kann einhver skil á þessum?
(http://www.bilavefur.net/ymislegt/blar_bird_1.jpg)
(http://www.bilavefur.net/ymislegt/blar_bird_2.jpg)
(http://www.bilavefur.net/ymislegt/blar_bird_3.jpg)
-
Spurning hvort þetta sé ekki hann! Hvar eru allir Firebird kallarnir?? :?
Mynd fengin frá www.simnet.is/ingla
(http://www.simnet.is/ingla/image/1979%20Trans%20Am%20-%20Gudj%F3n006.jpg)
Þessi 1979 Pontiac Trans Am WS-6 (ZS 006) er flottasti Transinn sem hefur verið á Akranesi. Hann var fluttur inn 1992 með 400 cub. mótor. Þáverandi eigandi var Guðjón G. (Veit ekki hver flutti hann inn). Hann sprengdi mótorinn og setti í hann 350 Chevy (synd og skömm að eyðileggja bílinn með því). Gaman vari að vita hvað varð um þennan bíl.
-
Veit ekkert um þennan, en væri alveg til í að veita honum ást og umhyggju ef hann vantaði nýjan eiganda...
-j
-
þessi er inni bílskúr á selfossi. beinskiptur og minnir að hann eigi orginal 400 motorinn en var að spá í að setja vel peppaðan 455 í hann
-
Sagan segir að þetta sé original "special edition" Bluebird.
Held að það hafi líka verið til Skybird.
Þessi á myndinni á að vera Pontiac Skybird 1978.
-
Sagan segir að þetta sé original "special edition" Bluebird.
Held að það hafi líka verið til Skybird.
Þessi á myndinni á að vera Pontiac Skybird 1978.
Er það ekki sami bíllinn?
Nafnið Bluebird mun hafa verið skrásett vörumerki hjá rútuframleiðanda þannig að GM fékk ekki leyfi til að nota það og bláa útgáfan var því kölluð Skybird, en hinir voru kallaðir Redbird og Yellowbird las ég einhversstaðar.
-
Já halló þessi eldfugl er í skúr á selfossi og eflaust til sölu.
-
Strákar, strákar, strákar!
Helgi og Ingvar, þið eruð á vitlausum þræði...
Þetta er Skybirdinn:
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=15556&highlight=
þessi hér að ofan er týpískur Trans Am.
Annars var Bluebird sýningarbíll hjá Pontiac árið 1976, en þeir gátu ekki notað þetta nafn eins og þið segið þegar þeir settu bíl með svipuðum karakter í framleiðslu 1977 og kölluðu hann því Skybird. Skybird var bara til 1977 - 78. Ég var búinn að linka inn ágætis grein um hann á hinum þræðinum.
-j
-
Sælir.
Þessi Trans Am er sundurtættur í bílskúr á Selfossi,orginal 400 vélin er komin í hann og orginal 4 gíra kassinn er líka kominn í bílinn samkvæmt eiganda.Ef allt gengur að óskum er þessi Trans Am aftur á leiðini "heim" á skagann í góðar hendur 8)
-
Strákar, strákar, strákar!
Helgi og Ingvar, þið eruð á vitlausum þræði...
Þetta er Skybirdinn:
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=15556&highlight=
Já ég var reyndar búinn að taka eftir því :oops:
-
ég átti þennan bláa ´79 frá ´95-´04 og ég keypti hann af Þorsteini Einarssyni fyrrum torfærukappa en þá var hann nýbúinn að hafa uppá original kraminu í hann og láta taka í gegn en stuttu eftir að ég keypti hann brotnaði öxullinn sem gengur niður í olíjudælu og ég tók mótorinn úr og setti 455 sem ég keypti af Óla svínabónda á kjalarnesi en Valur Vífils átti víst stórann þátt í að græja þann mótor sem var vel peppaður einnig setti ég 5 gíra dougnash (held þetta sé skrifað svona) en seldi síðan bílinn með öllu tilheyrandi í því ástandi sem sést á myndunum hér að ofan :/ árið ´04 ég held að bíllinn sé ekki falur allavega síðast þegar ég vissi
en félagi minn keypti hann á selfossi og sá sem flutti inn bílinn heitir
Gestur ég held að hann sé Traustason og bjó á selfossi en ég átti innflutningsskírteinið með bílnum
-
Við félagarnir fórum í gærkvöldi og sóttum hann á Selfoss ,þannig að hann er aftur kominn á Akranes í góðar hendur og á að verða klár fyrir næsta sumar 8)
kv Gummi.
-
það verður gaman að sjá þennan bíl aftur á götunni en síðast var hann á götunni hja mér sumarið ´99 en verður hann áfram blár og ætlarðu að nota standard kramið í hann kv. Kristján
-
Ég á ekki bílinn, en það á að nota orginal kramið og hann verður líklega blár ekki alveg víst samt.
kv Gummi
-
Ekki var Heiðar að kaupa þetta líka ??
-
Nei Heiðar var ekki að kaupa hann, við erum orðnir 6 félagar sem erum með V8 kagga hérna á Akranesi og nágreni 8) .Grái 78 Trans Aminn sem var á Selfossi er líka kominn í hópinn :wink:
Kveðja
Gummi