Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Mustang Fan #1 on May 02, 2006, 22:30:27

Title: innflutningur á varahluta bíl
Post by: Mustang Fan #1 on May 02, 2006, 22:30:27
Sælir

Ég er að flytja mér inn bíl sem á að nota í varahluti og verður aldrei skráður sem bíll hér heima, vitið þið hvernig maður fer að því að láta tolla bílinn sem varahluti?
Title: innflutningur á varahluta bíl
Post by: broncoisl on May 02, 2006, 23:31:55
Sendu fyrirspurn á tollur.is (http://www.tollur.is) eða spurðu í svarboxinu þar.
Title: Re: innflutningur á varahluta bíl
Post by: Porsche-Ísland on May 03, 2006, 00:33:22
Quote from: "Mustang Fan #1"
Sælir

Ég er að flytja mér inn bíl sem á að nota í varahluti og verður aldrei skráður sem bíll hér heima, vitið þið hvernig maður fer að því að láta tolla bílinn sem varahluti?


Til að bíllinn verði tollaður sem varahlutur þá má ekki vera neitt af stýriskerfi, drifrás, vél, né bremsur í þessu boddýi.. Annars verður þetta tollað sem bíll.
Title: innflutningur á varahluta bíl
Post by: Mustang Fan #1 on May 03, 2006, 16:40:26
ohh vesen

ætli það sé hægt að flutja bílinn inn sem keppnistæki?
Title: innflutningur á varahluta bíl
Post by: firebird400 on May 03, 2006, 21:07:43
Er þetta ekki bara spurning hvort að með bílnum sé titill, þar að segja titill sem gefur til kynna hvort að bíllinn sé skráningarhæfur eða hvort að titillinn segji til um það að bíllinn sé til niðurrifs.

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu þegar ég hefur verið að líta fram hjá þessum bílum á erlendum tjónauppboðum vegna þess að ég hélt að þeir fengust ekki skráðir hérna heima, þeir væru bara í parta.
Title: innflutningur á varahluta bíl
Post by: Aequitas on May 05, 2006, 20:29:50
þetta system er svo skrítið.......er ekki hægt að flytja bíl....ónýtan með heilli vél og kassa......ég meina hann verður aldrei skráður eða svoleiðis.....bara hirt það sem hægt er að hirða og restinni hent í hringrás