Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Einar K. Möller on April 29, 2006, 11:44:25
-
Rakst á þetta á netinu... hvað varð um þetta apparat ?
3. Stjórn LÍA
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum við fulltrúa LÍA og fulltrúa
samgönguráðuneytisins um tilnefningu ÍSÍ og samgönguráðuneytisins í
stjórn LÍA. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir fyrir sitt leyti að fulltrúar
áðurnefndra aðila í stjórn LÍA verði þeir Ágúst Ásgeirsson fyrrverandi
stjórnarmaður ÍSÍ og Ingólfur Arnarson núverandi formaður
Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ leggur áherslu á að tilnefning fulltrúa inn í stjórn
LÍA er fyrst og fremst gerð til að hjálpa til við að koma starfsemi
akstursíþrótta í gott horf með það að markmiði að ÍSÍ stofni sérsamband
um akstursíþróttir á næstu árum.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ leggur áherslu á að með tilnefningu fulltrúa í stjórn
LÍA er ÍSÍ ekki að taka ábyrgð á fjármálum LÍA.
-
Þetta þykir mér vera nýjar fréttir,okkar ástkæri fyrrverandi formaður er stjórnarmaður í LÍA, sem sagt Ingólfur Arnarson er í stjórn LÍA.
Er þetta eitthvað sem allir vissu nema ég.
kv Harry
-
Þetta er alveg nýtt fyrir mér.
Þetta verður Ingólfur að svara fyrir og uppfræða okkur ef það er eitthvað
fleirra sem hann hefur verið að bralla á bak við tjöldin.
Agnar H
-
Er ekki í stjórn LÍA og hef aldrei verið í stjórn LÍA.
kv Ingó.
p.s. Agnar + stjór ef þið hafið áhuga á því að kynna ykkur málin þá er það ef til vill best að spyrja.
-
Sæll Ingó,hvernig skýrir þú þá þessa fundargerð þar sem ÍSÍ samþykkir þig sem fulltrúa í stjórn LÍA.
Fékk stjórn KK eitthvað erindi eða var beðið um umsögn vegna reglugerðarbreytinguna sem varð í feb 2005.
Var þeirri reglugerð mótmælt formlega þar sem LÍA fékk yfirráð yfir 4 hjóla keppnistækjum.
kv Harry
-
Sæll Ingó,hvernig skýrir þú þá þessa fundargerð þar sem ÍSÍ samþykkir þig sem fulltrúa í stjórn LÍA.
Fékk stjórn KK eitthvað erindi eða var beðið um umsögn vegna reglugerðarbreytinguna sem varð í feb 2005.
Var þeirri reglugerð mótmælt formlega þar sem LÍA fékk yfirráð yfir 4 hjóla keppnistækjum.
kv Harry
Þetta er gömul fundargerð.
Kv Ingó.
p.s. Þetta verður ekki rætt hér á netinu.
-
En þetta skal þó ræða engu síður !
-
Sæll Ingó og takk fyrir þetta svar,sem var svo sem ekkert svar,við vitum að þetta var gömul fundargerð.
Fékk KK einhver erindi frá ÍSÍ eða Samgöngumálaráðuneyti eða LÍA vegna þessarar reglugerðarbreytingar sem varð í Feb 2005 ?
Kannast þú ekkert við það að hafa verið settur eða tilnefndur í stjórn LÍA .
kv Harry
-
var þetta ekki til að koma kk mönnum inní þennan lía leyfispakka til að lía gætu ekki reynt tilræði á kk á ný með að neita okkur um leyfi.
eins og margir muna þá fékk lía rétt til að gefa út keppnisleyfi í stað ríkisspappakarla.