Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Jóhann Kr. on April 25, 2006, 21:23:39
-
Veit einhver um þennan Bronco 74. Hann var með 302, rauðplussaður að innan og með svart glimmerlakk þegar hann var seldur árið 91. Þessi mynd var tekinn á bíladögum á Akureyri árið 91 áður en hann var seldur.
(http://memimage.cardomain.net/member_images/6/web/2322000-2322999/2322512_4_full.jpg)
-
þessi bronco var á húsavík í kringum 90 , var velt innanbæjar á húsavík og var þá tekinn og glimmer sprautaður svona og fljótlega´seldur frá húsavík, einn eigandanna (sá síðasti á húsavík) heitir Grímur Agnarsson og rekur dyravarðar þjónustu sem heitir iceguard og fyrirtæki sem heitir MGI eða Multi Green Iceland. Hann seldi bílinn úr bænum og ég hef hvorki heirt né séð af honum síðan um 90. Kveðja sverrir karlsson