Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: maggifinn on April 25, 2006, 20:13:24
-
hvað er LÍA að gera til að koma ungum hraðafíklum af götunni?
allir að horfa á endursýningu á kastljósinu í kvöld..
Óli í essinu sínu og talar gegn betri vitund
-
Svo er þetta alveg að byrja á RÚV+ hjá þeim sem hafa breiðband.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4270162
-
Sælir félagar, þetta var ótrúlegt viðtal þarna áðan í kastljósi , þessi Ólafur minntist ekki á KK né það að KK hafi verið með æfingar fyrir þessa stráka og stelpur uppá braut .
Þessi Ólafur sem sat þarna fyrir svörum er greinilega eitthvað á móti KK.
Stjórn KK verður að koma með mótleik og hafa samband við Kastljós og benda á að KK hefur það að markmiði fá hraðakstur af götum borgarinnar á lokað svæði.
Það verður líka að koma því að og mótmæla að Sturla Böðvarsson komi upp æfingasvæði við Akranes,sem er hans kjördæmi ( kanski bara tilviljun)sem er allt of langt í burtu. Þetta svæði ætti að sameina við okkar og þá fáum við þessa hringbraut.´
Ég var í bíltúr á sunnudaginn um kl 23 niður á Eyjaslóð og þar var fullt af grjónum að spyrna, ég gamli maðurinn keyrði inn í þetta óvart,en það skifti engu þeir spyrntu bara í kringum mig , þetta var dapurt að sjá.
einn gamall úr Kúagerði.
-
Alveg sammála, nú þarf formaðurinn að láta í sér heyra og fá viðtal í kastljósinu og vekja athygli þjóðarinnar og stjórnmálamanna á brautinni og þeirri framtíðarsýn sem er í gangi með uppbyggingu á svæðinu.
-
AAAAAARRRRRRRRGGGGGGGGG
Ég var sko rífandi hárið af hausnum á mér hlustandi á þennann mann :x
Hvað var þetta eiginlega, fullyrðir að hér sé ekkert svæði til og ekkert gert til að ná hraðakstri af götum borgarinnar, ég á ekki orð :shock:
Er hann óhæfur eða er þetta persónulegt, hann minnkar varla sjálfann sig með því að virðast fávís, ég trúi því ekki.
Þetta fær mann til að hugsa, er það ekki bara málið að klúbburinn er ósýnilegur, það veit einungis lítill lokaður hópur af honum og fyrir vikið er hann bara í skugga fávísarinnar :?
Maður spyr sig
:?
-
það er ég viss um að okkar ágæta stjórn KK er að og hefur verið að vinna í þessu á fullu :)
-
Ég vil einnig benda ykkur á að ykkur stendur það til boða á síðunni www.ruv.is að láta ykkar skoðanir í ljós hvað þetta varðar.
Ekkert nema eðlilegt að hver sá sem álit hefur og áhyggjur af svona misferli láti í ljós skoðun sína til fréttastofu sjónvarps.
Ath einnig að fólk sem heyrir það staðhæft að það sé engin braut á Íslandi gæti haldið að klúbburinn sé liðinn undir lok :? Ekki flott auglýsing þarna á ferð, alveg sama hvernig á þetta er litið.
-
Ólafur er ekki talsmaður KK eins og heyra má. Hefur stjórn KK einhvern áhuga á hringakstursbraut?
Ingó. :)
-
Davíð er nú ökukennari og hlýtur að hafa vitað um þetta :?
-
Sælir félagar ég var að klára að senda þáttastjórndanum e-mail. Þar sem henni var bent á hvað Kvartmíluklúbburinn hefur verið að gera síðastliðinn ár til að sporna við hraðakstri á götum borgarinnar.
-
mér fannst á viðtalinu að aðrir klúbbar s.s. aðrir en lía batterí snertust um að keyra hratt á "götu".. kvartmílubrautinn taldist til vegakerfis s.s. götu þar til það varð að lokuðu svæði samkvæmt reglugerðafólki.
-
Ólafur er ekki talsmaður KK eins og heyra má. Hefur stjórn KK einhvern áhuga á hringakstursbraut?
Ingó. :)
Það er nú reyndar verið að tala um spyrnuþörf ungra ökumanna og eins og við vitum þá á klúbburinn afar góða braut til þess að gera :wink:
-
Mér fannst nú eiginlega sorglegra að heyra manninn tala um að meðlimir annarra klúbba en þeirra sem væru inna LÍA, stunduðu svona ólöglegt athæfi svo hann vissi til. Hreinlega ótrúlegur málflutningur.
Hins vegar veitir þessi maður okkur keppnis og æfingaleyfi þannig að honum bar skylda til að minnast á okkur.
Bæði Ingó og Tóti vita að meirihluti stjórnar KK vill hringakstursbraut og vinnur að því máli, ekki standa nú og kroppa í hræið, komið heldur vængbrotnum fugli til hjálpar og stöndum allir saman um að koma KK á framfæri.
Sameinaðir stöndum við................
Kv. Nóni
-
Sælir félagar ég var að klára að senda þáttastjórndanum e-mail. Þar sem henni var bent á hvað Kvartmíluklúbburinn hefur verið að gera síðastliðinn ár til að sporna við hraðakstri á götum borgarinnar.
Eyrún þáttastjórnandi Kastljóss er búinn að svara e-mail bréfinu og vill fá að hitta stjórnarmeðlimi Kvartmíluklúbbsins til að varpa ljósi á það starf sem klúbburinn er að vinna. Kv Kristján F
-
Sælir félagar ég var að klára að senda þáttastjórndanum e-mail. Þar sem henni var bent á hvað Kvartmíluklúbburinn hefur verið að gera síðastliðinn ár til að sporna við hraðakstri á götum borgarinnar.
Eyrún þáttastjórnandi Kastljóss er búinn að svara e-mail bréfinu og vill fá að hitta stjórnarmeðlimi Kvartmíluklúbbsins til að varpa ljósi á það starf sem klúbburinn er að vinna. Kv Kristján F
Stjáni þú ert maðurinn............við hjólum í hana á morgun, ég er sko alveg til í að hitta hana......sleeeef, nei ég meina til að segja henni að maðurinn sem hún talaði við í kvöld væri sko alveg með á okkar starfi og vissi nákvæmlega um okkar æfingar.
Kvartmílubrautin er eini staðurinn fyrir utan rallýkrossbrautina (sem er alltaf lokuð) sem hægt er að fara á bílnum sínum án þess að leggja í þann kostnað breyta bílnum sínum.
Kv. Nóni
-
Hæ aftur, það þarf að koma því á framfæri við alla sem málið varðar að KK og Hafnarfjarðarbær eru að skipuleggja svæði fyrir akstursíþróttir og ég sé það alveg fyrir mér að þessi æfingabraut sem Sturla lofaði í dag væri betur sett þar enn uppá Akranesi.
það sér það hver maður að það er ekkert vit í því að dreifa þessu út um allt land.
Harry
-
Miðað við fyrri afrek Sturlaðs þá megum við þakka fyrir að æfingarbrautin verði ekki í Héðinsfirði.
-
Glæsilegt Stjáni 8)
Og hvernig verður það, fáum við að sjá ykkur félaga í kastljósi í kvöld eða......
:D
-
er ekki bara best að byrja á byrjuninni, sameina kk, ba og kka í því að mótmæla stofnun LÍA sem sérsambands um akstursíþróttir inna ÍSÍ og fara að svæfa þetta batterí í eitt skifti fyrir öll.
-
Sælir !
Þó ég skrifi nú ekki oft hér á netið og annarsstaðar fylgist ég vel með hvað er að gerast á þessum bílasíðum. Ég hef aldrei séð þráð þar sem menn eru að taka sig saman um að hittast til þess að spyrna einhverstaðar inní bæ. Svona maður sem kemur í sjónvarpið getur ekki leyft sér að halda því fram að þetta tíðkist á einhverjum spjallsvæðum, nema að hann hafi sönnun fyrir því, þetta eru sleggjudómar.
Nú er tækifæri fyrir stjórnina að segja frá því hvaða störf hún hefur verið að vinna og hvað er á stefnuskránni.
Það er svo mín skoðun að Akranes er ekki heppilegur kostur fyrir svona svæði. Það er mikið nær að hafa þetta sem næst fjöldanum þ.e á stórreykjavíkursvæðinu. En þetta er klárlega einhver hreppapólitík þannig að það þýðir örugglega ekki að koma með nein rök sem myndu færa þessa braut nær.
Kv Birkir
-
Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta viðtal við hann Ólaf í gær alveg í meira lagi undarlegt, ég hef nú haft þokkalegt álit á manninum en það minnkaði ansi mikið þarna því miður.
Þegar umræðan fer á þetta stig eins og þarna í þættinum, "I know who you are" dæmi, þá er varla hægt að búast við uppbyggilegum úrræðum, og að koma svo með þær fullyrðingar að engir úr röðum LíA væru að þessu er alveg fáranleg fullyrðing, ég tel mig geta fullyrt að 99% af virkum félagsmönnum LÍA og annara akstursklúbba hérlendis hafi einhverntíman á lífsleiðinni fengið hraðasekt, og er Ólafur þar ekki undanskilinn,, eins fannst mér ósmekklegt að draga banaslysið á Sæbrautinni inn í þessa umræðu,
-
Miðað við fyrri afrek Sturlaðs þá megum við þakka fyrir að æfingarbrautin verði ekki í Héðinsfirði.
Satt.......bara satt.
Kv. Nóni
-
Glæsilegt Stjáni 8)
Og hvernig verður það, fáum við að sjá ykkur félaga í kastljósi í kvöld eða......
:D
Ekki í kvöld en við áttum fund í dag með Eyrúnu úr Kastljósinu og það verður tekið upp efni á morgun í sambandi við þetta mál allt saman.
-
hvaða djöfulsins vitleysa er í þessu f4555á4334v5656i5656t56a!!!!!um að það eigi að vera takmörk um hvað ungir ökumenn meigi ekki fá afl mikla bíla hvaða djöfulsins rugl þessi maður er gerynilega ekki talsmaður kk
vona bara að það verði ekkert gert í þessu kv:gaui
dodge dart 75 360
-
Þarna er ég sammála Óla, um að það ætti að þrepaskipta bílprófinu fyrir byrjendur. Auðvitað er einn og einn sem getur höndlað þessa kraftmeiri bíla, en reynslan kennir okkur að þetta er skref í rétta átt.
Síðan væri hugsanlegt að hafa einhvers konar hæfnispróf sem menn gætu farið í ef þeir vilja öðlast réttindi fyrir kraftmeiri bíla. Æfingin skapar meistarann.
PS. Örugglega meira en 50% af þessum Imprezum Turbo hafa lent í tjóni.
-
Að hafa prófið í 3 þrepum er hlutur sem átti að taka upp þegar sambærilegar reglur voru settar um mótorhjólin. Að 17 ára ökumenn með volgt skýrteini geti sest uppí 3-400 hestafla bíla á fyrsta degi og ekið um götur þar sem annað lifandi fólk er á ferli er hreint brjálæði.
Eflaust eru örfáir sem eiga öfluga bíla 17 ára og hafa vit fyrir sjálfum sér með því að hemja bensínfótinn fyrstu árin en flestir eru eflaust fljótir að athuga hvað tuggan getur og þá oft í þéttbýli.
-
við skulum nú ekki allveg gleyma okkur í vitleysu hérna....
það er líka hægt að koma 28 ára gamalli lödu í 170.. hún höndlar bara verr.
þetta er með meira rugli sem ég hef heirt lengi,, allveg bara síðan ég heirði þetta síðast. Það veltur voðalega lítið á bílnum hvort það sé hægt að koma sér að voða og svo utan við það að þetta fellur bara í sama flokk og að banna alfarið reykingar í landinu og eða áfengi, við búum í sjalfstæðu líðræðislandi og allavega ég persónulega er kominn með uppí háls af því að láta einhvern feitann fír í borginni lesa það í mig hvað ég (fullorðinn maður) má og má ekki gera.
og svo er líka það að það væri ekki hægt að fylgja þessu eftir af viti, það eru sumir bílar eins og til dæmis bíllinn hans bróður míns sem er skráður (leiðrétting) 110 hö en er sennilega nær 800..
ja svei!
-
Ég bara spyr, fækkaði hjólaslysum um eitthvað mælanlegt magn þegar að þetta þrepskipta hjólapróf var tekið upp?
-
við skulum nú ekki allveg gleyma okkur í vitleysu hérna....
það er líka hægt að koma 28 ára gamalli lödu í 170.. hún höndlar bara verr.
þetta er með meira rugli sem ég hef heirt lengi,, allveg bara síðan ég heirði þetta síðast. Það veltur voðalega lítið á bílnum hvort það sé hægt að koma sér að voða og svo utan við það að þetta fellur bara í sama flokk og að banna alfarið reykingar í landinu og eða áfengi, við búum í sjalfstæðu líðræðislandi og allavega ég persónulega er kominn með uppí háls af því að láta einhvern feitann fír í borginni lesa það í mig hvað ég (fullorðinn maður) má og má ekki gera.
og svo er líka það að það væri ekki hægt að fylgja þessu eftir af viti, það eru sumir bílar eins og til dæmis bíllinn hans bróður míns sem er skráður 150 hö en er sennilega nær 800..
ja svei!
Hættu nú þessu bulli drengur og vertu úti að leika þér. Já og bróðir þinn er áreiðanlega 17 ára með 800 hesta bíl sem hann ekur um á götum borgarinnar. :roll:
PS. Þetta innlegg Dodge, sannar að það er nauðsynlegt að hafa forræðishyggju í þessu máli.
-
Bróðir hans er nú ekki 17 ára en bíllinn hans er búinn 572cid vél og er á NÚMERUM.
Fáum oss chill-pill.
-
fyrirgefðu :)
if anyone needs me I'll be in the sandbox