Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: maggifinn on April 25, 2006, 18:17:22
-
Jæja nú er naglinn kominn í Aksturskennslusvæðið á Akranesi.
Í gær var undirrituð yfirlýsing af samgönguráðherra, bæjarstjóranum á Akranesi og formanni ökukennarafélags íslands um rekstur á sérhönnuðu ökukennslusvæði á Akranesi.
Ég held að KK geti nú endanlega gleymt sínum áætlunum um að keyra í hringi..
http://akranes.is/Default.asp?sid_id=5502&tId=99&fre_id=31779&Tre_Rod=002|010|&qsr
-
Það er nú alveg hægt að hafa fleiri en eina svona braut á klakanum þótt hann sé ekki stór og ég á ekki von á því að hverjum sem er verði hleypt í þetta gimmick á Akranesi....
... skulum ekki gefast upp svona auðveldlega.
En byrjum á því að fá beinu brautina okkar í lag... svo má verða ringlaður.
-
Visir.is
ökunemar og þeir sem vilja auka ökuleikni sína geta æft sig á sérútbúnu svæði.
-
og heldurðu virkilega að það verði svona simple.... þið verðið bara að afsaka ég hef miður litla trú á því.
-
Og hver leggur það á sig að fara upp á Akranes. pff
:lol:
-
hversu leingi væri hring brautinn að borga sig ef það væri bara rukkað grimmt inna á hana
-
Sko hér tók ég greinina og LAS hana og það stendur ekkert um það að þarna verði hægt að spyrna né keppa í kvartmílu né neinum öðrum aksturs íþróttum! Að mínu mati skyldum við fagna því að verið sé að sinna þörfum um lokuð svæði víðsvegar á landinu, fyrir ökukennara og komandi ökumenn! Þetta svæði verður sjálfsagt og vonandi eitthvað í líkingu við akstursæfingasvæði t.d í Svíþjóð þar sem m.a löggan og fleiri æfa sig að þræða á milli stika og þessháttar! Við skulum ekki stökkva uppá nefið á okkur og búa til neikvæða umræðu um það sem er mjög jákvætt! "Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri á Akranesi, Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu svohljóðandi yfirlýsingu í húsnæði Ökukennarafélags Íslands fyrr í dag: "Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður hafa tekið upp formlegt samstarf um undirbúning að stofnun fyrirtækis sem mun sjá um rekstur sérhannaðs aksturskennslusvæðis er staðsett verður á Akranesi.
Aksturskennslusvæði þetta tekur mið af væntanlegri reglugerð samgönguráðuneytisins um aksturskennslusvæði og mun þjóna öllum landsmönnum.
Meginmarkmið þessa samstarfs er að auka umferðaröryggi á Íslandi með uppbyggingu og rekstri á sérhönnuðu aksturkennslusvæði fyrir íslenska ökumenn. Aksturskennslusvæðinu er ætlað að standast alþjóðlegar kröfur sem gilda um slík svæði. Samstarfsaðilar munu einnig leggja sig fram við að reisa sérstök ökugerði fyrir akstursþjálfun á nokkrum stöðum á landinu og efla þannig enn frekar grunnökunám á Íslandi.
Aðilar lýsa vilja sínum til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd á næstu mánuðum í samstarfi við samgönguyfirvöld og aðra þá er að umferðaröryggismálum koma.
Um áratuga skeið hafa ökukennarar haft gerð slíks svæðis á stefnuskrá sinni þannig að segja má að gamall draumur sér senn að rætast".
-
Sara mín, það var bara enginn að tala um að það ætti að vera með einhverjar spyrnuæfingar á Akranesi. Þú einfaldlega sérð ekki tækifærið sem er fólgið í því að sameina þessa framkvæmd og framtíðaráform til uppbyggingar á svæði KK og hafa þessa aðstöðu í Kapelluhrauninu, og þannig nýta hlutina fyrir fleiri aðila en KK-meðlimi, svo sem ökukennara og nema þeirra, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn ogs.frv.
Því fleiri sem koma að uppbyggingu á svæðinu því betra og því meiri líkur á því að það gerist eitthvað von bráðar.
PS. Þó að það standi eitthvað í einhverri frétt, er ekki þar með sagt að framkvæmdin verði alveg eftir því.
Tóti
-
Ég var eitthvað að rembast við að segja hvað þetta væri jákvætt Tóti minn, ég hef sagt þetta skringilega kanski, en allavega er það hér með leiðrétt honný, mér finnst þetta mjög jákvætt. :oops:
-
Sara mín, það var bara enginn að tala um að það ætti að vera með einhverjar spyrnuæfingar á Akranesi. Þú einfaldlega sérð ekki tækifærið sem er fólgið í því að sameina þessa framkvæmd og framtíðaráform til uppbyggingar á svæði KK og hafa þessa aðstöðu í Kapelluhrauninu, og þannig nýta hlutina fyrir fleiri aðila en KK-meðlimi, svo sem ökukennara og nema þeirra, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn ogs.frv.
Því fleiri sem koma að uppbyggingu á svæðinu því betra og því meiri líkur á því að það gerist eitthvað von bráðar.
PS. Þó að það standi eitthvað í einhverri frétt, er ekki þar með sagt að framkvæmdin verði alveg eftir því.
Tóti
Tóti, það er alveg á tæru að formaður ökukennarafélagsins er ekki til í samstarf við akstursíþróttafélög eftir því sem mér skilzt.
Kv. Nóni