Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: ADLER on April 11, 2006, 20:20:39

Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on April 11, 2006, 20:20:39
Það er chevy picup sem stendur við skútahraun stóð áður við drangahraun.
Bíllinn er rauður stepside mjög lélegur og sundurtekinn.
Veit einhver hver á gripinn og hvort það er hægt að fá bílinn keyptan.
Svona bíll:


(http://www.allamericanclassics.com/pics/Q05384-67chevstepside.jpg)

Þessi er í svipuðu ástandi :?
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: maggifinn on April 11, 2006, 22:50:57
www.rotor.is
 
      Erfinginn þar á að vita allt um þennan bíl. Tékkaðu á honum
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: HK RACING2 on April 11, 2006, 23:18:08
Quote from: "maggifinn"
www.rotor.is
 
      Erfinginn þar á að vita allt um þennan bíl. Tékkaðu á honum

Nei þetta er ekki hann,sá er kominn á bakvið hjá þeim,þessi stóð við grænu skemmuna við hliðina á Framtak og er núna á endanum á Skútahrauni!

HK RACING
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: firebird400 on April 11, 2006, 23:29:45
ertu að tala um þennann jeppabreytta, var á 38" eða 40" ekki satt
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: jeppakall on April 12, 2006, 03:19:18
Þessum bíl var lagt fyrir utan aðstöðuna mína í skútahrauni og ég dróg hann bara þangað sem hann er núna! Það er lítið mál að kippa honum með sér heim ef einhver nennir...ég hugsa að eigandanum sé allavega sama um hann!
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on April 12, 2006, 10:44:59
Quote from: "jeppakall"
Þessum bíl var lagt fyrir utan aðstöðuna mína í skútahrauni og ég dróg hann bara þangað sem hann er núna! Það er lítið mál að kippa honum með sér heim ef einhver nennir...ég hugsa að eigandanum sé allavega sama um hann!


Ég vil nú byrja á því að tala við skáðann eiganda ég vinn þannig, annað er þjófnaður sem leiðir bara af sér vesin og þvælu.

Veistu hver á hann og þekkja menn þá aðila sem eru með aðstöðu þarna í grænu skemmuni á drangahrauni.
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: 1965 Chevy II on April 13, 2006, 00:49:26
Er ekki meira vit að kaupa þetta bara tilbúið fyrir smáaura:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=4629624701
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on April 13, 2006, 11:40:54
Quote from: "Trans Am"
Er ekki meira vit að kaupa þetta bara tilbúið fyrir smáaura:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=4629624701


Það er auðvitað eina vitið en það er bara full einfalt,og svo hafa sumir gaman af því að laga til eitthvað sem aðrir telja vera ónýtt.

Þessi bíll á e bay er eldri en bíllinn í HF.
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: baldur on April 13, 2006, 18:14:11
Mikið hræðilega voru þetta nú ljótir bílar...
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: HK RACING2 on April 13, 2006, 19:36:17
Quote from: "baldur"
Mikið hræðilega voru þetta nú ljótir bílar...

Bíddu átt þú ekki Vitara?

HK RACING
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on April 13, 2006, 20:02:40
Quote from: "baldur"
Mikið hræðilega voru þetta nú ljótir bílar...


(http://www.stjarna.is/forum/images/smiles/schock.gif)
(http://www.stjarna.is/forum/images/smiles/pillepalle.gif)
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: 1965 Chevy II on April 13, 2006, 22:57:13
Baldur nú drullaðirðu langt upp á bak þetta eru hrikalega töff bílar,
Adler ég skil vel menn sem eiga bíla og uppgötva að þeir eru illa farnir og laga þá,en að kaupa ónýta bíla til að laga það finnst mér ekki alveg ok en það er bara mitt álit.
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on April 14, 2006, 00:49:59
Quote from: "Trans Am"
Baldur nú drullaðirðu langt upp á bak þetta eru hrikalega töff bílar,
Adler ég skil vel menn sem eiga bíla og uppgötva að þeir eru illa farnir og laga þá,en að kaupa ónýta bíla til að laga það finnst mér ekki alveg ok en það er bara mitt álit.


þetta er alltaf álita mál hvenær bílar séu orðnir svo lélegir að þeir séu ónýtir.

Það er hægt að laga flest en stundum er það bara þannig að eftir því sem að hlutirnir eru orðnir lélegri því skemtilegra getur verið að laga þá,þetta hefur ekkert með skynsemi að gera heldur er það bara það að menn hafa gamann af því að laga hluti.

Ég er búinn að vera að laga bíla í 20 ár og kannski fyrir vikið þá sé ég hlutina öðruvísi eða í það minsta langar mig að halda það :)
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: 1965 Chevy II on April 14, 2006, 10:53:26
Sumir geta lagað/smíðað allt,sem er töff.
Það er kall sem heitir Benedikt fyrir austan Selfoss það er ótrúlegt að sjá bílana sem hann er búinn að laga.
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: baldur on April 14, 2006, 15:38:29
Mér þykir bara Chevrolet hafa farið mikið fram í hönnun á pickupum síðan að þessir voru smíðaðir...
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: Jói ÖK on April 17, 2006, 16:42:18
Strákar, það er allt hægt: það er búið að smíða Dihatsu Charade með 8Cyl 400cid vél :lol:
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on June 23, 2006, 13:12:28
Veit engin ennþá hver á gripinn hann fær nú varla frið þar sem hann er mikið lengur  :cry:
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: Moli on June 23, 2006, 17:35:48
Quote from: "adler"
Veit engin ennþá hver á gripinn hann fær nú varla frið þar sem hann er mikið lengur  :cry:


er ekki VIN númerið í honum ennþá, geturðu ekki kíkt á það, punktað það niður, hringt svo í Umferðarstofu gefið það uppog fengið að vita hver eigandin er!
Title: Chevrolet stepside pickup
Post by: ADLER on June 23, 2006, 19:33:48
Quote from: "Moli"
Quote from: "adler"
Veit engin ennþá hver á gripinn hann fær nú varla frið þar sem hann er mikið lengur  :cry:


er ekki VIN númerið í honum ennþá, geturðu ekki kíkt á það, punktað það niður, hringt svo í Umferðarstofu gefið það uppog fengið að vita hver eigandin er!



Ég á það eftir   :idea: