Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: gardar on April 08, 2006, 22:54:18

Title: Vangaveltur um vélar
Post by: gardar on April 08, 2006, 22:54:18
Nú hefur maður heyrt að vélar úr gömlum amerískum löggubílum (t.d 350) hafi verið oflugri en venjulegar 350. Á þetta líka við um sjúkrabíla? og er þetta yfirhöfuð rétt?
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: sJaguar on April 10, 2006, 20:54:30
Ég átti Ford Crown Victory 351 löggubíl og var hún með einhverjum löggu tune pakka og var að skila miklu meira heldur en standard Vic.
Hérna er mynd af eins kagga fyrir utan límmiða þá var hann nákvæmlega eins.
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: firebird400 on April 10, 2006, 21:17:36
Maður hefur heyrt um svona Police special mótora, en aldri komist í tæri við neinn svoleiðis

Ja nema leigubílstjóra sem var á Crown Victoryu í USA sam ók alltaf eins og brjálaðingur, hélt því fram að undir húddinu væri Police special vél með blásara, það var aldrei látið reyna einhvað á það að svo væri.

Myth eða hvað, veit einhver ?
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: Racer on April 10, 2006, 22:37:25
sammála.. ég hef átt nokkra gamla löggubíla og sá aldrei neitt merkilegra en í öðrum none löggu.

spurning hvort tölvukubbur og svona bull sé skilinn eftir í þessum nýlegu sem hentar ekki í replacement bílana.
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: KiddiJeep on April 15, 2006, 00:42:06
Eftir því sem ég best veit er þetta oft þannig að þeir eru með hærri ganghraða í lausa gangi til að alternatorinn hlaði meira í lausagangi, aukaskiptikæli, eitthvað stífari fjöðrun og þess háttar smá atriði. Eitthvað hef ég síðan lesið um að vélarnar séu eitthvað peppaðar en það er spurning hvort það sé ekki liðin tíð...
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: Hr.Cummins on April 15, 2006, 20:49:16
mér var nú alltaf sagt að það hefði verið 350 "POLICE SPECIAL" í gamla Malibu-num mínum !
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: old and good on April 22, 2006, 23:54:15
ég veit að löggubílarnir eru oft með olíukæli á skiptingu og eithvað svoleiðis smá smotterí til að þola betur hraðakstur í lengri tíma
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: Damage on April 23, 2006, 11:47:12
einn sem ég þekki er með 327 police special. og hún var í einhverjum van og hann lék sér af bmw og meira
Title: Vangaveltur um vélar
Post by: Svenni Devil Racing on April 23, 2006, 16:46:20
alla vegana í chevolet veit ég að það vöru öflugri bremsur,eitthvað stífaðri fjöðrun og í þessum gömlu ríkisbílum en maður hefur stundum heyrt þetta police special stundum yfir motora, vissi um ein 350 motor sem fór stimpil í og það fékkst aldrei rétti stimpilin í vélina fyrr en það var komist af því að þetta var "police special"