Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: ivarorn on April 05, 2006, 14:11:17

Title: Bsk kassi á SBC
Post by: ivarorn on April 05, 2006, 14:11:17
Sælir. Hvernig er það með þessa kassa, hvað er í boði og hvað af þessu er sterkast.
Núna á þetta að fara í lítinn fólksbíl og þarf því kassinn að vera nokkuð lipur en vélin er forhlaðin og ætti því að skila einhverjum hestum.
Hvað mæla menn með að ég fái mér og enn betri spurning er, hver á svoleiðis til sölu.
Eini kassinn sem mér dettur í hug er T5 og T56.

Með von um góðar leiðbeiningar,
Ívar
Title: Bsk kassi á SBC
Post by: Heddportun on April 05, 2006, 18:30:49
T-56 er sterkasti kassinn og þolir meira en framleiðandinn gefur upp 450nm þ.e. Borg Warner

Getur líka talað við D&D

http://www.ddperformance.com/
Title: Bsk kassi á SBC
Post by: Svenni Devil Racing on April 05, 2006, 22:48:01
mæli alls ekki með t-5 þar sem hann þolir varla 305 motor en er samt víst alveg hægt að láta hann duga eitthvað en T-56 er bara snilld sko
Title: T5
Post by: Chevera on April 07, 2006, 18:15:35
Ég á til T5 kassa í góðu standi og kúplingar sett með ef einhver hefur áhuga ! þetta var í mazda rx7 við stock 350 sem var aldrei sett í gang.
kv Siddi
Title: Bsk kassi á SBC
Post by: einarak on April 09, 2006, 19:50:01
t-5 er ekki málið ef þú ert kominn yfir 250hp.
t-56 er hinnsvegar miklu betri lausn, en það er svoldið dýrt að fitta hann við pre 88 smallblock, láttu vita ef þér vantar meiri upplýsingar, ég er búinn að gera þetta í camaroinn hjá mér við ´64 sbc, og lesa allar síður á netinu sem til eru um svona conversion,  er bara með takkaborðsleti núna og nenni ekki að skrifa uppskriftina ef enginn ætlar að lesa hana