Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Einar K. Möller on March 26, 2006, 20:30:30
-
Nú vantar mig að allir klóri sér fast í hausnum og rifji upp.. mig vantar að vita öll íslandsmet í kvartmílunni eins og þau standa í dag.
Skjátlist mér ekki þá stendur þetta svona:
OF-Flokkur Þórður Tómasson RE Dragster - 572cid 6.990 198.24mph - Sett 24.07.2004
GF-Flokkur Einar Þór Birgisson Chevrolet Nova - 555cid 9.142 151.145 - Sett 17.08.2002
SE-Flokkur Gísli Sveinsson Dodge Challenger - 500cid 10.145 131.970 - Sett Er þetta SE metið eða ekki?, Dags. vantar
GT-Flokkur Steingrímur Ólafsson Chevrolet Corvette 350cid 12.029 ? - Sett 17.08.2003
MC-Flokkur Smári Helgason Ford Mustang 427cid 12.141 ? - Sett 17.08.2003 Ekki viss hér
RS-Flokkur Guðlaugur Halldórsson Subaru Impreza 2.0L Turbo 12.114 ? - Sett 19.07.2003 Ekki viss hér
O Mótorhjól Viðar Finnsson Suzuki GS 1260cc Dragbike 8.62 ? Sett - 19.07.2003
T Mótorhjól Þórður Tómasson Suzuki Hayabusa 9.559 - Sett ?
N Mótorhjól Davíð Ólafsson Suzuki GSXR-1000 9,509 ? - ?
F Mótorhjól Ólafur F. Harðarson Yamaha R6 10.187 - Sett 17.08.2002
S Mótorhjól Ólafur F. Harðarson Yamaha R6 10.548 - Sett 134.281 25.08.2001
Metið sem Davíð Ólafss. formaður vor sett, var það í T eða N flokki mótorhjóla ? Því að metið hans Unnars er þá betra sé það T flokkur.
Þetta er nákvæmasta taflan yfir met sem er til, svo mikið sem ég veit, það má gjarnan einhver leiðrétta þetta svo þetta fari ekki kolvitlaust á vefinn, hafi mér skjátlast einhversstaðar.
Mbk.
Einar K. Möller
-
Á ekki Þórður metið í OF 6.99 á 198.24mph ??
-
Ég var ekki viss um það, var hann skráður á OF númeri þegar hann tók þetta run ? Ef svo er, þá er hann augljós methafi.
-
Hér er video af Þórði 2004 á Hemi Hunter,Sigurjón allavega kynnir þetta sem met:
http://photobucket.com/albums/v628/461poncho/Video/?action=view¤t=MOV03078.flv
-
Já, þetta er sama video og ég er með, spurning bara hvort það sé verið að tala um OF met eða Brautarmet :?
-
Hann er skráður OF-3 í þessari keppni
-
Það er rétt hjá Frikka ég var skráður i OF.
Metið hans Davíðs er í N - flokki 9,509
Ég fór á Hayabusunni 9,559 í keppni í fyrra og er það met í flokki bifhjóla yfir 1300cc. Nafnið á þeim flokki er /var V-flokkur
Þórður
-
Kári,Grétar Jóns,Helgi,Benni ofl voru einnig að keppa í OF í þessari keppni 24.7.2004
svo það var lögleg mæting og rúmlega það.
-
Pjúra fagmennska, takk fyrir þetta strákar...
En Frikki... er þetta ekki örugglega rétt hjá mér með metið hans Gísla ?
-
Veit líka að Harry Hólmgeirs á 11.99 í MC á götuslikkum.
-
Pjúra fagmennska, takk fyrir þetta strákar...
En Frikki... er þetta ekki örugglega rétt hjá mér með metið hans Gísla ?
Get ekki staðfest það, en fyrir minn part jú þá er þetta metið,hann var á númerum,skoðaður með púst á löglegum dekkjum,man bara ekki hvort það var fullmannað í flokkinn.
-
Ég held nú að 555 feðgar eigi nú betri tíma en þennan sem nefndur er hér að ofan.
-
Á ekki Þórður metið í OF 6.99 á 198.24mph ??
Þetta er brautarmetið.
Ingó.
-
Þeir verða þá að votta hann, en mig endilega minnir að þeir hafi ekki tekið betri tíma undir RS númeri eftir þetta.. en mér gæti auðvitað skjátlast.
Það er bara kominn tími á að halda utan um þessi met svo keppendur viti hvaða tíma þeir eiga að bæta ;)
-
SE/Flokkur:
1. SE/1 Gísli Sveinsson. 107 10 = 117
2. SE/10 Smári Helgason. 86 = 86
3. SE/2 Rúdólf Jóhannsson. 78 = 78
Þetta eru stiginn fyrir 2005 sem er mjög undarlegt því samkvæmt reglum KK þá eru flokkar ekki keyrðir nema keppendur séu 4 eða fleiri og á þessum lista eru 2 SE bílar eða 1 SE 1 MC og 1 GF.
Þannig að spurningin er sú ? er hægt að setja met í flokki sem á ekki að vera hægt að keyra samkvæmt reglum KK ?
ES kudos til Gísla og ég er alls ekki að dissa hann, heldur er með ólíkindum að lesa um þessa stigagjöf á vef KK.
-
Ef það er talað um íslandsmet hér, sama hvort þau eru sett af íslendingum hér heima eða þegar að þeir eru að keppa erlendis, að þá eiga 555 menn betri tíma.
Þeir eiga þá:
9,841 sek a 142,81 milum -- þann 07.08.2005 á Santa Pod í Bretlandi
Sem var þá heimsmet á beinskiptri Imprezu.
Ef allt er rétt, þá ætti þetta að vera eins og í öðrum íþróttagreinum og metin óháð því hvar þau eru sett, svo lengi sem þau eru sett af íslendingum og að þeir keppi einnig hérlendis. :D
-
Steingrímur náði best 11.7?? í GT en ég man hvort það hafi verið staðfest.
-
Olli,
Íslandsmet í kvartmílu eru ekki sett sett í annari keppni í öðru landi. En ég vissi nú af tímanum þeirra.
Siggi,
Já mig minnir að hann hafi tekið þennan tíma líka, en ekki sure hvort hann hafi bakkað hann upp samt.
-
Olli,
Íslandsmet í kvartmílu eru ekki sett sett í annari keppni í öðru landi. En ég vissi nú af tímanum þeirra.
Siggi,
Já mig minnir að hann hafi tekið þennan tíma líka, en ekki sure hvort hann hafi bakkað hann upp samt.
Hmmm......., það virkar í öðru sporti - þar gildir engu hvar íslendingur spriklar - met er met!
kv
Björgvin
-
Aldrei séð þetta í mótorsporti. En hvað varðar spriklmótin þá eru þau líka viðurkennd alþjóðamót... man ekki til þess að kvartmílukeppnir á Íslandi flokkist undir slíkt... því miður.
-
Annað mál hefur nú komið upp með OF metið, nú þegar nýtt línurit er komið ætti, samkvæmt þeim reglum sem mér hefur verið sagt að gildi, að núlla metið. Brautarmetið hans Þórðar mun þó standa óhreyft lengi vel.. þangað til hann kemur sjálfur aftur og slær það.
Annað mál er með MC metið, þetta er án vafa sá flokkur sem mest hefur verið hrært í og satt best að segja er ómögulegt að segja til með þessi met í honum.
Annað með OF metið sem mér var bent á í gær og vill ég benda á að ÉG er ekki að hrauna á neinn né neitt slíkt.
Ingó setti met hérna um árið sem margir muna eftir og allt gott og blessað með það.
Þórður fer 6.99 á Hemi Hunter, sem trúlega er langt undir Index tímanum og örugglega ekki heldur met.
EN... *trommusláttur* Þórður hefur trúlega náð OF metinu á Camaroinum hérna um árið, því samkvæmt þeim reglum sem ég fór eftir á sínum tíma miðast metið ekki bara við besta tímann heldur þarf hann að vera sem næstur Index-i.
Nú þarf að skoða þessi mál því þetta eru hlutir sem eiga að vera á hreinu.
Mbk.
EKM
-
Olli,
Íslandsmet í kvartmílu eru ekki sett sett í annari keppni í öðru landi. En ég vissi nú af tímanum þeirra.
Siggi,
Já mig minnir að hann hafi tekið þennan tíma líka, en ekki sure hvort hann hafi bakkað hann upp samt.
Hmmm......., það virkar í öðru sporti - þar gildir engu hvar íslendingur spriklar - met er met!
kv
Björgvin
Ætli bíllinn þyrfti ekki að vera löglegur í RS-flokk til þess að þetta virkaði þannig í það minnsta?
Kv. Nóni
-
Góður punktur Nóni, þetta fór alveg framhjá mér.
-
Met er Met en á annari braut eru kanski mun betri skilyrði til að setja góða tíma svo sem hæð yfir sjáfarmáli,hiti,track og fleira
-
Já, en þar sem að met eru skráð á flokka þá er ekki fræðilegur möguleiki að taka það sem met nema verið sé að keyra sama flokk er það?
-
Fyrsta lagi: Imprezan ekki lögleg í RS þegar hún setur heimsmetið.
Öðru lagi: Þessi keppni er ekki tengd kvartmílunni hér þar sem hún er ekki alþjóðlegt mót.
Þriðja lagi: Sættum okkur við það.
Kv.
EKM
-
Í MC,gildir þá ekki síðasta met sem sett var á radial dekkjum ( væntanlega Smári) og slikka met detta út þar sem það verður keyrt á radial framvegis í MC?
-
Góð spurning, ég myndi halda að það væri raunin að metið hans Smára myndi halda sér sem núverandi MC met.
En svo ég komi að SE meti Gísla Sveinss. þá er það gott og gilt sökum þess að aðili getur skráð sig í flokk, burtséð frá keppendafjölda til þess að slá met. Það eina sem er þarna er að hann hlýtur enginn stig til Íslandsmeistara.
Kv.
EKM
-
Sem er gott mál því Gísli er vel að þessu meti kominn. 8)
-
Vel mælt..
EN.... þegar Benni tók OF metið, hvaða tíma var hann að ná.. og man einhver Index-ið hans... þetta er eina metið sem er að angra mig núna.. þó svo að OF verði trúlega núllaður með tilkomu nýs línurits.. en við sjáum hvað setur með það.
KV.
EKM
-
Getur einhver frætt mig um þennan V. flokk mótorhjóla yfir 1300 cc sem keppt var í á liðnu sumri.
Ég sé ekkert um hann í reglunum.
Steini :?:
-
Já.. ég ætla að ýta undir þessi spurningu hjá Steina... hvaðan kom þessi V flokkur ?
-
Gaman ef rétt er að ég eigi metið aftur Smári
-
MET - 13.ágúst 2004 á götuslikkum - 11,997 - 109,76MPH - 1,726 60 fet.
Fullkomlega löglegur Mc bíll. 8)
Harry
-
MET - 13.ágúst 2004 á götuslikkum - 11,997 - 109,76MPH - 1,726 60 fet.
Fullkomlega löglegur Mc bíll. 8)
Harry
Og glæsilegt met líka,en það er verið að spögulera í radial,sem er nú í gildi í MC svo það hlítur að gilda síðasta met sem var tekið á radial.
-
Getur einhver frætt mig um þennan V. flokk mótorhjóla yfir 1300 cc sem keppt var í á liðnu sumri.
Ég sé ekkert um hann í reglunum.
Steini :?:
Var ekki verið að búa hann til fyrir Vidda? V fyrir Viðar :lol: ?
Allavega þurfti að leyfa mönnum að keyra sem komu á stórum hjólum með bílvélar í og það var bara búinn til bókstafur. Takk fyrir.
Kv. Nóni
-
Nóni,
Hvernig var þaðm áttir þú ekki hraðametið í RS ?
-
Þannig að þegar Óli er búinn að fá skoðun á SAAB turbó hjólið sitt, þá er hann gjaldgengur í V flokk.
Steini
-
Sælir strákar.
Það var ákveðið í fyrra að keyra flokk breyttra hjóla. Hjól sem falla ekki inn í þá flokka sem fyrir voru þ.e.a.s. T- flokkur er fyrir hjól að 1300 cc og svo er OF- flokkur( ef ég man rétt) fyrir breytt hjól sem allt er leyft.
Ákveðið var að opna möguleika á að keyra nýjan flokk sem allar breytingar eru leifðar að undanskyldu , prjóngrind og breikkaður afturgaffall.
Það reynir þá meira á hæfni ökumanna í þessum nýja flokki ef ekki er prjóngrind.
Það eru hjól til hér á landi sem ekki falla í þessa gömlu flokka og er þetta kjörið tækifæri til þess að fjölga keppendum og fá meiri fjölbreytni.
Nú eru komin á markað ný hjól svo sem eins og Kawasaki ZX14 og ef einhver hefur hug á að keppa í mílunni þá er einfaldlega ekki til flokkur sem hentar t.d. þessu hjóli svo dæmi sé tekið.
Menn hafa verið að breyta hjólum sínum og sett bigbore kit í þau og vonandi láta þau sjá sig uppi á braut og bæta við flóruna sem þegar er til staðar.
Ekki gengur að láta þessi hjól keppa við Dragbike sem eru allt önnur uppbygging á og væri sú keppni afar ójöfn.
Það þarf að gera eitthvað til þess að fá fleiri hjól á brautina og er þetta vonandi rétt skref í að fjölga keppendum.
Davíð
-
Ég skil vel að klúbburinn þarf að aðlaga sig að breytingum, en þá þarf líka að breyta reglum klúbbsins í samræmi við það.
Ég hef heldur aldrei skilið af hverju er ennþá verið að nota þessa bókstafi, S, F, N, T.
Í reglunum klúbbsins heita þessir flokkar SA, SB, SC, SD og svo OA, OB.
Ef það er vegna hugsanlegs ruglings við bílaflokka, þá eiga menn einfaldlega að koma með breytingar tillögu á aðalfundi.
Mér er nokkuð sama hvað þeir heita, en það þarf að vera samræmi í þessu.
Steini.
-
Sæll Steini
Ég er þér alveg smmála og það þarf að taka þetta fyrir á aðalfundi.
Davíð
-
Þá áætla ég að metin standi akkúrat svona fyrir núverandi tímabil:
OF-Flokkur Núllaður
GF-Flokkur Einar Þór Birgisson Chevrolet Nova - 555cid 9.142 151.145 - Sett 17.08.2002
SE-Flokkur Gísli Sveinsson Dodge Challenger - 500cid 10.145 131.970 - Sett (Dags. vantar )
GT-Flokkur Steingrímur Ólafsson Chevrolet Corvette 350cid 12.029 ? - Sett 17.08.2003
MC-Flokkur Smári Helgason Ford Mustang 427cid 12.704 109.426mph - Sett 04.07.2003
RS-Flokkur Guðlaugur Halldórsson Subaru Impreza 2.0L Turbo 12.114 ? - Sett 19.07.2003
O Mótorhjól Viðar Finnsson Suzuki GS 1260cc Dragbike 8.62 ? Sett - 19.07.2003
T Mótorhjól Unnar Már Magnússon Kawasaki ZX-12 9.731 Sett 02.06.2002
N Mótorhjól Davíð Ólafsson Suzuki GSXR-1000 9,509 ? - Sett (Dags. vantar )
F Mótorhjól Ólafur F. Harðarson Yamaha R6 10.187 - Sett 17.08.2002
S Mótorhjól Ólafur F. Harðarson Yamaha R6 10.548 - Sett 25.08.2001
Metið hans Smára hefur verið leiðrétt sem núverandi MC met á RADIAL.
Það má einhver sem eitthvað hefur um þetta að segja láta vita sé þetta rangt.
-
Gulli fór 11.76 í keppni á Íslandi 2003, hvaða tími bakkaði það upp man ég ekki.
-
Takk fyrir þetta, ég hef samband við þá fegða til að fá staðfestan núverandi tíma.
-
Var Smári á radíal ? í MC
-
Ég man ekki betur en að hann hafi verið á Radial þegar þetta met var sett.
-
Þannig að þegar Óli er búinn að fá skoðun á SAAB turbó hjólið sitt, þá er hann gjaldgengur í V flokk.
Steini
Það sem ég átti við með bílvélar var yfir 1300cc, Óli er að sjálfsögðu í O flokki B ef ég skil þetta rétt. Þið getið bara haft það þannig að þetta hafi verið misritað og menn hafi verið að keppa í OB flokki til að fyrirbyggja misskilning. V flokkinn þyrfti að búa til með svipuðum reglum eins og í hinum minni flokkum.
Kv. Nóni
-
Tekið af www.teamice.is síðunni
Frá árinu 2003 hefur keppnisbíllinn verið Subaru Impreza WRX STi árg. 2003. Bílinn er með 2,0 ltr. boxervél sem er 265 hö í staðlaðri útgáfu og aldrifi. Fyrsta keppnisárið, 2003, var bíllinn 402 hö og besti tími í kvartmílu var 11,765 sek.
þetta var keyrt á íslandi að því ég best veit..
-
Einar er þetta rétt:
MC-Flokkur Smári Helgason Ford Mustang 427cid 12.704 109.426mph - Sett 04.07.2004
Finn ekkert hjá mér um keppni á þessum degi.
Ég á hins vegar video af keppni 04.06.2004 þar er Smári á hvíta mustangnum og á slikkum.
-
(http://img.photobucket.com/albums/v628/461poncho/Ymislegt/DSC06525Medium.jpg)
-
Var að renna yfir videoin úr þessari keppni þar er Smári að keyra á miðjum 11 sec þannig að 12.70 gæti alveg passað á radial.
-
Smári lét vita af þessum tíma sjálfur samkvæmt timeslip sem var dagsett þennan dag... meira veit ég eigi. :roll:
-
þetta var 2003 en ekki 2004 , eg var á þeim Gula smári
-
Ok nú er þetta að smella saman metið er sem sagt sett á gula 2003.
-
555 mun koma og slá met 8)
-
Það verður frábært að sjá þá feðga koma með Imprezuna... en í hvaða flokk ætla þeir... það er svo spurningin.
-
Rétti andinn kem einnig og tek met og það gamalt met það verður meta regn í sumar.
kveðja þórður
-
Ég held að það sé GF eða Of fyrir 555.Það er bannað að gasa í SE og GT þannig að það er lítð annað í boði.Einhver sagði að hú væri ólögleg í RS þannig að ég sé ekki betur en það séu bara þessir tveir í boði og setja met ekki í GF kannski í Of út af þessu index dæmi.En vonandi mæta þeir með djásnð svo að við fáum að sjá og heyra líka.Kv Árni M Kjartansson
-
tjahh þá sleppa þeir bara gasinu og slá metin í rs og gt ?
-
Nei það er ekki alveg svo auðvelt... breytingarnar á bílnum + innréttingarleysið og margt annað gerir þeim ekki kleift að taka þátt í þessum flokkum.
-
Mig grunar að feðgunum gæti ekki verið meira sama,þeir eru að gera hluti og keppa í mótum sem okkur getur bara dreymt um.
-
Nákvæmlega... vel mælt Herra F.
-
Sæll Einar og allir aðrir spjallverjar.
Sá þessa umræðu í gær. Er ekki á heimaslóðum, en ég skal senda inn réttar staðfestar upplýsingar um árangur og mettíma Gulla og 555 í RS flokki í keppnum á Íslandi á morgun sunnudag eða á mánudaginn.
Bestu kveðjur,
Halldór Jónsson
Team ICE
-
Takk fyrir það Halldór , gaman að sjá þig á spjallinu. Vonandi sjáum við ykkur feðga á brautinni í sumar.
Kv.
EKM
-
Getur ekki verið að aggi draggi sé næst index í of :?:
-
Sæll Einar og allir aðrir spjallverjar.
Sá þessa umræðu í gær. Er ekki á heimaslóðum, en ég skal senda inn réttar staðfestar upplýsingar um árangur og mettíma Gulla og 555 í RS flokki í keppnum á Íslandi á morgun sunnudag eða á mánudaginn.
Bestu kveðjur,
Halldór Jónsson
Team ICE
Sæll Einar.
Hér koma helstu upplýsingar um árangur Gulla og 555 meðan hann var í RS flokki, þ.e. árin 2003 og 2004.
Dags. - 60 fet - 1/8 míla - hraði - 1/4 míla - hraði
2003:
19. júlí 1,733 - ???? - ???? - 12,114 - 110,78 Kvartmílubrautin
28. sept 1,565 - 7,436 - 91,65 - 11,735 - 111,66 Kvartmílubrautin
2004:
10. júlí 1,784 - 7,485 - 91,65 - 11,732 - 113,92 Kvartmílubrautin
1. ágúst ???? - ???? - ???? - 10,85 - 119,00 Elvington, England
20. ágúst 1,757 - 7,090 - 102,51 - 10,909 - 130,44 Kvartmílubrautin
Það eiga að vera til tímatökuseðlar fyrir öllum ferðum; þessum sem öðrum. Það vefst fyrir mér að setja copíu af seðlunum hér inn vegna tímanna 11,765 frá 2003 og 10,909 frá 2004. Seðillinn frá Elvington er líka til. En þessir tímtökuseðlar eru allir á heimasíðunni okkar, www.teamice.is og eru þar undir myndir. Reyni að setja linkana hér.
www.teamice.is/?mod=myndir&mod2=view&view=one&album=7&id=369
www.teamice.is/?mod=myndir&mod2=view&view=one&album=8&id=414
www.teamice.is/?mod=myndir&mod2=view&view=one&album=8&id=408
Það tókst!
Besti árangur á árinu 2005 náðist á Santa Pod í Bretlandi 7. ágúst í flokki löglegra götubíla en með nitró eða 9,841 sek. á 142,81 mílu. Slóðin á tímaseðilinn er hér:
www.teamice.is/?mod=myndir&mod2=view&view=one&album=21&id=731
Bestu kveðjur,
-
10. júlí 1,784 - 7,485 - 91,65 - 11,732 - 113,92 Kvartmílubrautin
1. ágúst ???? - ???? - ???? - 10,85 - 119,00 Elvington, England
20. ágúst 1,757 - 7,090 - 102,51 - 10,909 - 130,44 Kvartmílubrautin
Það eiga að vera til tímatökuseðlar fyrir öllum ferðum; þessum sem öðrum. Það vefst fyrir mér að setja copíu af seðlunum hér inn vegna tímanna 11,765 frá 2003 og 10,909 frá 2004. Seðillinn frá Elvington er líka til.
Bestu kveðjur,
Sæll Halldór, manstu hvort að ferðin upp á 10,909 var sett í keppni eða á æfingu?
Gaman væri að sjá Subaruinn á brautinni í sumar, flott ef þið gætuð tekið þátt í OF-flokki :lol: Yrðuð örugglega mjög frambærilegir þar.
Er kannski bíllinn ennþá góður í RS-flokk?
Kv. Nóni
-
Er ekki 555 lögleg í rs flokkinn þegar hún er ekki á slikkunum.
-
Sporthjól að 600cc
Ólafur F Harðarson 10,548 134,281
Sporthjól að 750cc
Ólafur F Harðarson 10,239
Unnar Már Magnússon 141,126
Sporthjól að 1300cc
Unnar Már Magnússon 9,731
Linda B Reynisdóttir 151,550
-
Kærar þakkir fyrir þetta Jói... að vísu held ég að Viðar Finnss. hafi tekið þetta hraðamet hjá Lindu en ég á eftir að fá það 100% staðfest.
Kv.
EKM
-
Íslandsmetið í
Sporthjól að 750cc á
Ólafur F. Harðarson á Yamaha R6 og er 10.187 sett 17.08.2002
en ekki 10,239 eins og Jói segir....
Diddi. :lol:
-
Það stóð í efni innlegs, Íslandmet fyrir 3. umferð 27.júli 2002.
Þá átti Ólafur tímametið en Unnar Már hraðametið.
Diddi veist þú hvort Ólafur sló hraðametið, ef svo er
póstaðu því inn.
kv Jói Sæm.
-
Sæll Jói
Ég heiti Ólafur Friðrik Harðarson, en alltaf verið kallaður Diddi.
Bara svo að ekki verði meiri misskilningur.
Ég á tima metið í að 750cc sem er 10.187 en Unnar á hraðametið.
Diddi