Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nóni on March 20, 2006, 22:47:21
-
Stundum er ég ekki alveg með á hvað menn eru að hugsa hér í þessum klúbb, nú höfum við tækifæri á að ráðast í verkefni sem er stærra en klúbburinn hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir og menn eru eitthvað að klóra sér á hinum ýmsu stöðum yfir því. Í okkar góða klúbb er mikið af góðu fólki og lítið af öðru fólki, það þarf hins vega að huga að nýliðun í klúbbnum, yngra fólk þarf að taka við stjórnartaumunum í framtíðinni og þess vegna þarf að fjölga því í félaginu. Meðalaldur klúbbmeðlima er frekar hár fyrir íþróttafélag og þörf á að virkja ungt kappsamt fólk til að ganga til liðs við okkur. Kvartmíla er að mínu mati mjög skemmtileg ef maður hefur einhvern að keppa við eða eitthvað að keppa að, hitt er annað mál að nú eru breyttir tímar frá því 1975 þegar menn voru á svokölluðum “kraftabílum” sem oftar en ekki fóru hratt áfram en voru ekkert mikið fyrir að skifta um akstursstefnu. Við horfumst í augu við það í dag að bílarnir hafa tekið gríðarlegum framförum og geta nú þrátt fyrir minni vélar farið nokkuð hratt, sérlega ef í veginum eru beygjur, þetta vill unga fólkið í dag fá að prófa og er það okkar skylda að gera það sama og stofnendur kvartmíluklúbbsins gerðu fyrir 30 árum síðan, þ.e. byrja að byggja braut þar sem er hægt að nota möguleika bílanna. Við megum ekki setja markið það hátt að aldrei verði neitt úr framkvæmdum, við verðum að teikna upp eitthvað sem við getum notað og er nógu gott fyri r okkur, ekki braut sem mætir kröfum F1. Kvartmílubrautin er auðvitað komin til ára sinna en án efa er ekkert mál að koma endurnýjun hennar inn í þessar framkvæmdir.
Svona framkvæmd er dýr, það dylst engum. Við verðum hins vegar farið í fjáröflun í fyrirtækjum landsins sem tengjast bílum s.s. tryggingafélögum, olíufélögum, bílaumboðum og varahlutaverslunum. Nú kann einhver að segja að þetta hafi verið reynt eða að þessir aðilar vilji ekki vera með í þessu. Þá segi ég, ég vil reyna, ég vil ekki standa hér eftir 10 ár og segja við mig sjálfan að ég hafi ekki einu sinni reynt. Sonur minn Kristinn,verður 17 ára eftir rúm 10 ár og ég myndi gjarnan geta sagt við hann að hann gæti farið út á kvartmílusvæði til að fá útrás á bílnum, hann hefur jú þónokkra bíladellu strákurinn og það eru eflaust margir í mínum sporum að fara að horfa á eftir barninu sínu útí umferðina. Braut sem við kæmumst vel af með yrði líklega eitthvað innan við 100 milljónir ef við reiknum með að malbik kosti 1100 kr. á fermeter og undirvinnan annað eins ef við reiknum með að brautin verði 3500-4000 metrar á lengd og 12 metra breið. Nokkur stöndug fyrirtæki og nokkrir vel stæðir bílaáhugamenn sem kæmu að fjáröflun svona brautar myndu fara létt með þetta, tala nú ekki um ef Hafnarfjarðarbær myndi greiða götuna með sín 80%. Það að setja fram tölur eins og 1000-1500 millj. er bara til að slá hlutina út af borðinu. Það er vel hægt að slæda einhverri lagfæringu á brautinni inn í heildarpakkann en að fara að framkvæma það og ekki annað núna á þessum tímapunkti er ekkert annað en firra, við þurfum að fara í svakalega fjáröflun sem ég sjálfur er til í að ráðast í með hjálp góðra manna og ég get ekki séð að menn vilji styrkja það að laga og breyta startkafla sem nánast ekkert er að. Við skulum heldur kaupa trackbite og nota það því menn voru ekki í vandræðum með bílana sína í fyrra, meira að segja Dr. Hook húkkaði svakalega þegar hann prjónaði af stað á Pontiacnum sínum. Meira að segja ég sjálfur á mínum framdrifsfák var að brjóta öxla og það hafði bara ekki gerst áður.
Tekjur Kvartmíluklubbsins af áhorfendum og leigu á braut, auknum félagsgjöldum og ýmsu öðru myndu stóraukast. Það er eitthvað sem klúbburinn gæti vel notað. Steypt start og breikkað myndi lítið gera í tekjuaukningu.
Vinsældir klúbbsins myndu aukast til muna og hann myndi vera trúr sínum upphaflegu markmiðum um að koma hraðakstrinum af götunum og inn á lokuð svæði.
Menn hafa talað um að Kvartmíluklúbburinn eigi að vera fyrir fólk með kvartmíluáhuga, það er hægt að ræða það fram og til baka en ég held að niðurstaðan verði alltaf sú að við viljum kynna sportið fyrir sem flestum og hafa einnig valkosti fyrir þá sem vilja horfa á eða stunda annað mótorsport þannig að betri nýting verði á svæðinu sem ætlað er undir akstursíþróttir. Kvartmíluklúbburinn á að stækka og dafna og með fleira fólki koma fleiri hugmyndir og afreksfólk
Kv. Nóni
-
Stundum er ég ekki alveg með á hvað menn eru að hugsa hér í þessum klúbb, nú höfum við tækifæri á að ráðast í verkefni sem er stærra en klúbburinn hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir og menn eru eitthvað að klóra sér á hinum ýmsu stöðum yfir því. Í okkar góða klúbb er mikið af góðu fólki og lítið af öðru fólki, það þarf hins vega að huga að nýliðun í klúbbnum, yngra fólk þarf að taka við stjórnartaumunum í framtíðinni og þess vegna þarf að fjölga því í félaginu. Meðalaldur klúbbmeðlima er frekar hár fyrir íþróttafélag og þörf á að virkja ungt kappsamt fólk til að ganga til liðs við okkur.
Kv. Nóni
Frábært hjá þér Nóni,virkilega skarplega athugað
Kv. Ari
-
Loksins kemur eitthvað af viti upp úr Nónanum :shock: (http://www.bmwkraftur.is/spjall/images/smiles/clap.gif)
-
jæja fyrsta svarið mitt á þessari síðu hehe,, ég er 17 ára gutti sem veit lítið í minn haus og´var að pæla .. Hvað með svokallaða "pattison flugvöllinn sem er rétt hjá könunum sem eru að flýgja, getur klúbburinn ekki keypt eikkhvað land þar og "gert það upp" , ábyggilega ódýrari land heldur en er í hafnafirðinum og þið getið selt hafnafjarðarlandið, og það er abyggilega ódýrara að senda malbik rétt hjá keflavíkinni(annars veit eg það ekki) en allaveganna væri ég til í að hafa þetta nær heimaslóðum mínum Keflavík :D það er ábyggilega hægt að kaupa eikkhvað af svæðinu sem kanarnir fara af :) jæja litli guttinn talaði, takk fyrir
(ábyggilega allt einhver steypa sem eg sagði útaf ég er vitleysingur . ég veit ekki einu sinni hvort þið eigið landið sem brautinn er á eða eikkhvða)
-
Það er ekkert óeðlilegt að meðalaldur í KK sé hærri en í öðrum íþróttarfélögum, maður getur byrjað í fótbolta og álíka sem gutti en byrjar ekki að keppa í kvartmílu fyrr en a.m.k. áratug síðar.
Ég skil satt best að segja ekki afhverju stjórn KK er í einhverjum sálarkröggum yfir því sem menn hafa að segja hérna á spjallinu.
ÞIÐ eruð í stjórn, þetta er ykkar að ákveða, þess vegna voruð þið KOSIN í stjórn.
Jú jú eflaust er allir þakklátir fyrir að fá að segja sitt og fyrir það að þið skulið vilja okkar álit en ekki láta það trufla framgang mála þó að menn hafi misjöfn sjónarmið.
Ég legg fullt traust til stjórnarinnar til að sinna þessu á viðeigandi hátt.
-
Það er ekkert óeðlilegt að meðalaldur í KK sé hærri en í öðrum íþróttarfélögum, maður getur byrjað í fótbolta og álíka sem gutti en byrjar ekki að keppa í kvartmílu fyrr en a.m.k. áratug síðar.
Ég skil satt best að segja ekki afhverju stjórn KK er í einhverjum sálarkröggum yfir því sem menn hafa að segja hérna á spjallinu.
ÞIÐ eruð í stjórn, þetta er ykkar að ákveða, þess vegna voruð þið KOSIN í stjórn.
Jú jú eflaust er allir þakklátir fyrir að fá að segja sitt og fyrir það að þið skulið vilja okkar álit en ekki láta það trufla framgang mála þó að menn hafi misjöfn sjónarmið.
Ég legg fullt traust til stjórnarinnar til að sinna þessu á viðeigandi hátt.
Alveg rétt....sammála Agga í þessu máli 8)
-
Ég er til í að leggja mig í vinnu ef þarf við þetta eða bara einhvað annað.
Bara láta mig vita ef það er einhvað sem ég get gert
Óskar. S:865-1458
-
ÞIÐ eruð í stjórn, þetta er ykkar að ákveða, þess vegna voruð þið KOSIN í stjórn.
Jú jú eflaust er allir þakklátir fyrir að fá að segja sitt og fyrir það að þið skulið vilja okkar álit en ekki láta það trufla framgang mála þó að menn hafi misjöfn sjónarmið.
Ég legg fullt traust til stjórnarinnar til að sinna þessu á viðeigandi hátt.
Á þá ekkert að hlusta á þá sem kjósa stjórnina og borga félagsgjöldin?
Það var búið að samþykkja af síðustu stjórn að fara í uppbyggingu svæðisins með akstursbraut í huga.
Kv. Nóni
-
Ég get ekki séð að það sé hægt að fá þennann skilning í því sem ég skrifaði Nóni. :?
-
Heyr, heyr......vonandi verður þetta gert allt en þetta tekur allt tíma og menn verða líka að átta sig á því