Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Kiddi on March 11, 2006, 19:41:57

Title: Viðhald á braut...
Post by: Kiddi on March 11, 2006, 19:41:57
Gaman að sjá svona myndir, spurning hvort að nýja stjórnin geri svona fyrir okkur :o

http://www.virginiamotorsportspk.com/CONSTRUCTION.html
Title: Viðhald á braut...
Post by: Marteinn on March 12, 2006, 07:48:21
þetta er must alla leið
Title: Viðhald á braut...
Post by: Nóni on March 12, 2006, 18:47:05
Já þetta er víst alltaf spurning um að einhver geri eitthvað fyrir mann, ekki hvort félagarnir taki sig saman og framkvæmi. Nú eða taki upp veskið og hreinlega borgi brúsann, þetta kostar jú ekki nema sirka 10 millur.

Það var nú bara þetta fína trakk í brautinni í fyrra, menn voru alltaf með framhjólin á lofti og sumir aðrir með flott 60 fet. Það þarf bara alltaf eitthvað að finna til að hafa fyrir afsakanir fyrir að koma ekki og keppa. :evil:

Kv. Nóni
Title: Viðhald á braut...
Post by: 440sixpack on March 12, 2006, 20:19:04
Nóni minn ekki láta þetta fara í taugarnar á þér, þetta er nú bara Kiddi kjúklingur. Og þú hittir naglann á höfuðið, hann tók bara tíma en þorði ekki að keppa :D  Og svo lýsir þetta akkurat anda félagsmanna í þessum klúbb, fá allt og gera ekki neitt sjálfur. :roll:
Title: Viðhald á braut...
Post by: Kiddi on March 12, 2006, 20:57:50
Mér fannst nú bara gaman að sjá þessar myndir.. og tók smá skot á nýju stjórnina í leiðinni en það fer greinilega mjög illa í suma....

Ég er persónulega mjög fúll yfir að heyra að ég hafi ekki gert neitt fyrir þennan klúbb, ef að vinnan er metin svona þá er ekki skrítið að þið fáið lítið sem ekkert af henni....
Ég aðstoðaði mikið við Bílasýningu '04, starfaði oft langt fram á kvöld við æfingar þegar þær byrjuðu fyrst, hef tekið þátt í tiltektardögum o.m.fl. eins og þið báðir VITIÐ :!:

KR.
Title: Viðhald á braut...
Post by: Racer on March 12, 2006, 21:37:57
Ef menn gera hlutina fyrir sjálfan sig þá á það að vera nóg.

ekki vinnur maður uppá braut fyrir peninga og ég kýs frekar að viðhalda sportinu og áhuga mínum með að leyfa kvartmílunni að lifa lengur með minni hjálp þar sem enginn annars vil gera það.

Ef ég myndi ekki vilja það þá væri ég á hverju einasta götuljósi ennþá að spóla og fljúga áfram og ég verð að segja opinbert að ég mun ekki vinna uppá braut mikið þetta árið þar sem ég hreinlega nenni því ekki en ég mun auðvita hjálpa til og aðstoða þegar á við.
Title: Viðhald á braut...
Post by: Heddportun on March 12, 2006, 23:19:18
Mér fynnst ekkert skrýtið að það sé erfitt að fá finna sjálfboðaliða fyrir KK :roll:
Title: sælir
Post by: hillbilly on March 13, 2006, 00:07:12
hvenig væri þá að launa þeim sem vinna vel upp á braut með einhverju frium félagsgjöldum til dæmis  eða einhverju sliku ? þá eru örugglega fleirri til i að hjálpa

allavena er ég allveg til i að hjálpa til i summr ef það þarf þó ég fái ekkert fyriri það bara gaman að vera i kringum sportið  :D
Title: Viðhald á braut...
Post by: Heddportun on March 13, 2006, 00:13:38
Þeir ættu allavega að fá einhver fríðindi við að vinna í sjálfboðavinnu eða allavega að það sé þakkað fyrir það og einhver kunni að meta það
Title: Viðhald á braut...
Post by: Nóni on March 13, 2006, 01:36:33
Quote from: "Kiddi"
Mér fannst nú bara gaman að sjá þessar myndir.. og tók smá skot á nýju stjórnina í leiðinni en það fer greinilega mjög illa í suma....

Ég er persónulega mjög fúll yfir að heyra að ég hafi ekki gert neitt fyrir þennan klúbb, ef að vinnan er metin svona þá er ekki skrítið að þið fáið lítið sem ekkert af henni....
Ég aðstoðaði mikið við Bílasýningu '04, starfaði oft langt fram á kvöld við æfingar þegar þær byrjuðu fyrst, hef tekið þátt í tiltektardögum o.m.fl. eins og þið báðir VITIÐ :!:

KR.



Kiddi þú ert æði, sorrý að ég skildi hafa opnað munninn, væri samt alveg til í að sjá þig í keppni einmitt vegna þess að mér fannst tilkomumikið að sjá bílinn þinn keyra á brautinni. Hann nánast prjónaði af stað.
Finnst þetta hins vegar vera almennt viðkvæði hjá mörgum, það þarf að bæta þetta og gera hitt og og og og og.............

Hvað getum við gert fyrir klúbbinn? Það er spurningin.


Quote from: "Boss"
Mér fynnst ekkert skrýtið að það sé erfitt að fá finna sjálfboðaliða fyrir KK


Það hefur verið þannig í gegn um tíðina að menn hafa unnið fyrir klúbbinn sinn af ánægjunni einni saman, ég veit til dæmis að í fornbílaklúbbnum er aldrei talað um peninga eða annað fyrir vinnu. Ég borga mín félagsgjöld glaður, borgaði fyrir konuna í fyrra og kannski vegna míns eigin slóðaháttar gleymdi ég að rukka fyrir sumt sem ég lagði út fyrir. Hvað um það, maður á sennilega bara að þegja og gleypa, það er best þannig.

Gaman væri að menn myndu nú hafa það í sér að skrifa undir nafni þegar þeir eru að tjá sig, þú ættir allavega að hafa til þess kjark "Stjóri".


Hér á annars að vera skemmtilegt að lesa og skrifa þannig að ég vil bara endilega biðja menn um að hafa þennan hérna fyrir augunum :D


Kv. Nóni
Title: Viðhald á braut...
Post by: Heddportun on March 13, 2006, 02:17:34
Quote from: "Nóni"
Quote from: "Kiddi"
Mér fannst nú bara gaman að sjá þessar myndir.. og tók smá skot á nýju stjórnina í leiðinni en það fer greinilega mjög illa í suma....

Ég er persónulega mjög fúll yfir að heyra að ég hafi ekki gert neitt fyrir þennan klúbb, ef að vinnan er metin svona þá er ekki skrítið að þið fáið lítið sem ekkert af henni....
Ég aðstoðaði mikið við Bílasýningu '04, starfaði oft langt fram á kvöld við æfingar þegar þær byrjuðu fyrst, hef tekið þátt í tiltektardögum o.m.fl. eins og þið báðir VITIÐ :!:

KR.



Kiddi þú ert æði, sorrý að ég skildi hafa opnað munninn, væri samt alveg til í að sjá þig í keppni einmitt vegna þess að mér fannst tilkomumikið að sjá bílinn þinn keyra á brautinni. Hann nánast prjónaði af stað.
Finnst þetta hins vegar vera almennt viðkvæði hjá mörgum, það þarf að bæta þetta og gera hitt og og og og og.............

Hvað getum við gert fyrir klúbbinn? Það er spurningin.


Quote from: "Boss"
Mér fynnst ekkert skrýtið að það sé erfitt að fá finna sjálfboðaliða fyrir KK


Það hefur verið þannig í gegn um tíðina að menn hafa unnið fyrir klúbbinn sinn af ánægjunni einni saman, ég veit til dæmis að í fornbílaklúbbnum er aldrei talað um peninga eða annað fyrir vinnu. Ég borga mín félagsgjöld glaður, borgaði fyrir konuna í fyrra og kannski vegna míns eigin slóðaháttar gleymdi ég að rukka fyrir sumt sem ég lagði út fyrir. Hvað um það, maður á sennilega bara að þegja og gleypa, það er best þannig.

Gaman væri að menn myndu nú hafa það í sér að skrifa undir nafni þegar þeir eru að tjá sig, þú ættir allavega að hafa til þess kjark "Stjóri".


Hér á annars að vera skemmtilegt að lesa og skrifa þannig að ég vil bara endilega biðja menn um að hafa þennan hérna fyrir augunum :D


Kv. Nóni


Ég hef unnið sjálfboðavinnu frá því ég man eftir mér svo ég þarf ekki fyrirlestur um hvernig sjálfboðaliðavinna gengur fyrir sig :D

Svona svar eins og Kiddi fékk er ekki fallegt. :D Eiga stjórnarmenn ekki að ná í styrki úr ríkissjóð til að gera þetta en ekki félasgmenn? :D

Kiddi ræður því sjálfur hvort hann vill koma eða ekki og það er spurning hvort það sé eitthvað hægt að gera til að auka áhugann á að menn mæti
 :D

kveðja  :D
Title: Viðhald á braut...
Post by: Heddportun on March 13, 2006, 02:23:33
Samt ánægður með að sjá að það sé byrjað að auglýsa eftir aðstoð í sumar :D

Þetta eru framfarir :D
Title: Viðhald á braut...
Post by: Nóni on March 13, 2006, 11:24:53
Quote from: "Boss"
Samt ánægður með að sjá að það sé byrjað að auglýsa eftir aðstoð í sumar :D

Þetta eru framfarir :D


Ég veit enn ekki hver þú ert, þú þarft ekkert að óttast því að mín skoðun er sú að virðing manna eykst ef þeir sýna sitt rétta andlit.


Kv. Nóni
Title: Viðhald á braut...
Post by: Preza túrbó on March 13, 2006, 16:42:00
Nóni, athugaðu hver er með félagsnúmerið 945. Held að þú getir þá séð hver "BOSS" er  :)

En sjálfur ættla ég að mæta á fund í kvöld niður í HAUKAHÚSIÐ í strandgötu og greyða félagsgjöldin mín (loksins)

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Meðlimur 751.
Title: Viðhald á braut...
Post by: Heddportun on March 13, 2006, 21:28:45
Heheh skarpur Dóri G,vonandi er Nóni búinn að fynna listann frá því í fyrra :D

Skoðanir og athugasemdir mínar komst allveg jafn vel á framfæri þó ég skrifa ekki undir nafni og er líka mitt val :D


Kanski maður sendi þér EP :D
Title: Viðhald á braut...
Post by: Preza túrbó on March 13, 2006, 23:40:34
oooooppsss....  :oops:  :oops:  smá  mistök hjá mér. Er reyndar númer 705  :lol:

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Title: Viðhald á braut...
Post by: Nóni on March 14, 2006, 00:45:18
Quote from: "Boss"
Heheh skarpur Dóri G,vonandi er Nóni búinn að fynna listann frá því í fyrra :D

Skoðanir og athugasemdir mínar komst allveg jafn vel á framfæri þó ég skrifa ekki undir nafni og er líka mitt val :D


Kanski maður sendi þér EP :D


Það er satt að þetta er þitt val og ekkert við því að segja, ég hef bara mína skoðun á því eins og svo mörgu öðru :D  Ég vel til dæmis að vera ekki með poka yfir hausnum á mér þegar ég kem á félagsfundi til að menn þekki mig :lol:

Kv. Nóni
Title: Áhugaverðar myndir frá USA
Post by: 69Camaro on March 14, 2006, 10:28:34
Vill þakka Kidda fyrir áhugaverðar myndir frá USA sem sýna okkur hvernig hlutirnir geta orðið sem bestir. Auðvitað hljótum við allir sem áhuga höfum á kvartmílu að láta hugan reika og dreyma um slíkar brautaraðstæður. Hvort að núverandi stjórn kemur hlutunum á einhvern rekspöl eða einhverjar verðandi framtíðar stjórnir KK kemur síðan í ljós þegar fram líða stundir.

Það sem er aftur á móti er dapurt að lesa er það að Kiddi uppsker skæting hjá fyrrverandi stjórnarmanni og í framhaldi telur núverandi sjórnarmaður að 20 ára gömul braut klúbbsins sé bara í fínu standi. Þvert á þær umræður sem meðlimir klúbbsins hafa átt sín á milli.

Í framhaldi taka þeir sig til félagarnir og hæðast að þessum unga manni fyrir að hafa ekki komið með sinn bíl eins oft upp á braut eins og þeim þóknast. Ég held að mönnum hljóti að vera frjálst að ákveðja það sjálfir hvenær þeim hentar að mæta til keppnis á sínu farartæki. Ýmsar ástæður geta þar legið að baki, tímaskortur, fjármagnskortur og síðast en ekki síst áhugi. Ég held að það sé klúbbnum ekki til framdráttar að atast í mönnum með dónaskap vegna þessa, því það getur mögulega haft þveröfug áhrif.

Af hverju takið þið ykkur ekki til og úthúðið okkur öllum hinum sem höfum ekki sést nýlega með tæki upp á braut. Ég man ekki eftir því að það hafi verið tekin af mér einhver eiðsvarin skuldbinding um mætingu til keppni þegar að ég gekk í klúbbinn.


Ég held að stjórnarmaðurinn Nóni ætti síðan í framhaldi að byrja á því að senda þessum kjánum þarna fyrir vestan myndir af brautinni okkar þannig að þeir geti stoppað framkvæmdirnar á stundinni og flogið hingað upp til að kíkja á okkar frábæru aðstæður. Gæti væntanlega sparað þeim miklar fjárfúlgur.



Kv.
Ari Jóhannsson

( Einn sem hefur aðstoðað KK við eitt og annað í sjálfboðavinnu í 27 ár og sé ekki eftir neinni stund )
Title: Viðhald á braut...
Post by: Kiddi J on March 14, 2006, 10:38:57
Nóni þú ert æði.  :wink:
Title: Viðhald á braut...
Post by: Dr.aggi on March 14, 2006, 13:31:02
Sælir félagar.
Ég er þér sammála þér Ari að það er á eingann hátt okkur til virðingar að uppnefna félaga hér á netinu né annarstaðar opinberlega þó þeir séu með einhverja aðra sýn en maður sjálfur.
Reynum að halda okkur við málefnin.
Þó auðvitað smá skot og grín sé nauðsinlegt inn á milli til að gera spjallið áhugavert en maður verður að vanda það vel að særa ekki menn djúpum sárum.

Varðandi þessa framhvæmd NHRA þá hlýtur þú Kiddi að vera að djóka
þar sem þú veist jafn vel og ég að KK nær ekki einu sinni að velta broti af því sem eitt meðal keppnis team er að velta á ári á þessum brautum.

þessi frammhvæmd kemur sennilega svipað við budduna hjá NHRA eins
og okkur að hefla veginn upp eftir.

En framtíðarsýnin góð en þá verða þeir sem áhuga hafa á þessu sporti að vera duglegri að mæta á uppákomur félagsins en mættu í bíóið á laugardaginn, þó ekki sé til annars en að sýna nýjum andlitum að þetta sé verðugur félagsskapur sem verðugt er að vera félagi í.

Kv.
Aggi
Title: Viðhald á braut...
Post by: Kiddi on March 15, 2006, 00:25:50
Quote from: "Dr.aggi"

Varðandi þessa framhvæmd NHRA þá hlýtur þú Kiddi að vera að djóka
þar sem þú veist jafn vel og ég að KK nær ekki einu sinni að velta broti af því sem eitt meðal keppnis team er að velta á ári á þessum brautum.

þessi frammhvæmd kemur sennilega svipað við budduna hjá NHRA eins
og okkur að hefla veginn upp eftir.


Nei ég er nú ekkert að djóka og ég sé ekkert hvað NHRA kemur þessu við þar sem að allar þessar brautir eru í einkaeign (Formula 1 mótaröðin á ekki brautirnar sem þeir keppa á t.d.).

Ég sé þessa framkvæmd vel fyrir mér miðað við að þessi braut okkar var byggð fyrir næstum 30 árum síðan og við erum að tala um mun minna verk en var gert fyrir 30 árum síðan.
Mér leiðist að maður í forsvari fyrir klúbbinn sé að gera grín að framtíðar framkvæmdum og tala niður til klúbbsins varðandi fjármagnstekjur og annað slíkt.

Ég tel það frekar réttara að menn ættu að efla andann og horfa björtum augum í átt að framtíðinni.  

Hefur KK fengið tilboð sem hljóðar upp á 10 milljónir í þetta verk, eða er ég að misskilja?

Það er augljóst að þetta verður ekki gert með peningum úr bíóferðum, sjoppusölu eða "föstudagsæfingum", heldur með hugsanlegum styrkjum frá bæjarfélagi, styrktaraðilum, auglýsingum á braut o.fl.

Er ég sá eini með jákvæðar og uppbyggjandi hugmyndir, hvar eru félagsmenn í þessu máli??

KR :idea:
Title: Viðhald á braut...
Post by: Dr.aggi on March 15, 2006, 08:57:53
Sæll Kiddi:
Raunar er heljarinnar akstursíþrótta pakki í gangi,varðandi þetta svæði og komið á deiliskipulag bæjarins.
Stjórnin er að vinna í því að fá stöðuna á þeim pakka hvort að teiknivinnan sé búin eða hvar málið sé statt.
Þegar að verkfræðivinnan er búin er að sjálfsöðu næsta skref að ræða við bæjaryfivöld hvert næsta skref sé þetta er jú má seigja á þeirra könnu.
Hvort það þurfi að byggja þetta í áföngum af fjárhagsástæðum þá munum við að sjálfsögðu leggja áherslu á kvartmílubrautina sem fyrsta áfanga.
Eða hvort þetta verði boðið út í heild sinni.
Og svo hvenar hægt sé að hefjast handa.

kv.
Aggi
Title: Viðhald á braut...
Post by: 440sixpack on March 15, 2006, 15:33:50
Þar sem Ari er að taka upp hanskann fyrir frænda sinn og er að vísa í grein sinni að skætingi í fyrrverandi stjórnarmanni (sem er örugglega ég :D  ), þá vil ég segja:

Hver er sannleikanum sárreiðastur :evil: , og hefur stjórnin margoft undanfarið ár þurft að standa undir svona glósum frá Kidda og fleirum, sem skilja ekki alveg hvernig hlutirnir virka, margir eldri en hann skilja það ekki enn.

Ef engir eru keppendur, þá eru engir áhorfendur og þá er enginn hagur fyrir fyrirtæki að auglýsa, og þá eru engar tekjur sem þýðir engir peningar. Einfalt ekki satt. Þetta byggist upp á keppnunum, annars geta menn eins verið í Lions og verið að selja ljósaperur sem fjáröflun.

Það er auðvelt að tala um að efla anda innan félagsins og allt það, og vera svo í hinu orðinu að setja út á allt sem stjórn klúbbsins hefur verið að gera. Orðið frekar þreytandi gelt í þessu hvolpum.

PS: ef vel er að gáð þá valdi Kiddi sér þetta nafn sjálfur með ummælum sínum a þessum spjallþræði.  :D http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=14457&postdays=0&postorder=asc&start=45
Title: Viðhald á braut...
Post by: Heddportun on March 16, 2006, 00:34:10
Ég hélt að stjórnin ætti að sækja um styrki til Ríkisins,ÍSÍ og síðast en ekki síst ná inn peningum með aulýsingatekjum sem eru eitthvað að skornum skammti.

Auglýsingamarkaðurinn er með fullt af peningum það þarf bara að ná í hann t.d Glitnir fyrverandi Íslandsbanki og alllir hinir bankarnir sem auglýsa mjög grimmt í öllum fjölmiðlum,það vantar allar augýsingar á brautia t.d. eitt skilti eins og á fótboltavöllunum rakar inn um 100 þ.kall

Hvað er aftur 100x100.000þús=$$$$$$ :shock:

Afhverju segi þið þá okkur hvernig þetta gengur fyrirsig fynnst þetta eru svona tilefnislausar glósur.
Glósurnar eru fínar í hófi þær halda ykkur við efnið :D

Svo kemur 440sixpack að aðalmálinu,hvað eru þið að gera til að auka áhorfenda,keppnis og æfingafjöldan???

Væri ekki fínt að fækka eða einfalda reglurar svo fleiri vilji koma t.d í Mc og leifa öll dekk,þá kanski mætir hinn helmingurinn :D


 :D
Title: Viðhald á braut...
Post by: Kiddi on March 16, 2006, 01:00:16
Quote from: "440sixpack"
Ef engir eru keppendur, þá eru engir áhorfendur og þá er enginn hagur fyrir fyrirtæki að auglýsa, og þá eru engar tekjur sem þýðir engir peningar. Einfalt ekki satt. Þetta byggist upp á keppnunum, annars geta menn eins verið í Lions og verið að selja ljósaperur sem fjáröflun.

Það er auðvelt að tala um að efla anda innan félagsins og allt það, og vera svo í hinu orðinu að setja út á allt sem stjórn klúbbsins hefur verið að gera. Orðið frekar þreytandi gelt í þessu hvolpum.


Ég vil byrja á því að þakka Agga fyrir mjög gott svar fyrir ofan..

Það er bara jákvætt að umræða á sér stað um komandi ár, framfarir og það sem betur má fara.. Ekkert hægt að setja út á það.. eða hvað?

Hvernig í ósköpunum færðu það út að ég sé að setja út á allt sem stjórnin/klúbburinn er að gera? Klúbburinn hefur verið að gera góða hluti og ég og allir vonandi, viljum að það haldi áfram... Ábendingar og umræður eru af hinu góða!

Kveðja,
Kiddi... sem er ekki þreyttur á jákvæðum og uppörvandi umræðum og þarf ekki að uppnefna félagana :!:
Title: Viðhald á braut...
Post by: Racer on March 16, 2006, 22:32:30
Quote from: "Boss"
Ég hélt að stjórnin ætti að sækja um styrki til Ríkisins,ÍSÍ og síðast en ekki síst ná inn peningum með aulýsingatekjum sem eru eitthvað að skornum skammti.

Auglýsingamarkaðurinn er með fullt af peningum það þarf bara að ná í hann t.d Glitnir fyrverandi Íslandsbanki og alllir hinir bankarnir sem auglýsa mjög grimmt í öllum fjölmiðlum,það vantar allar augýsingar á brautia t.d. eitt skilti eins og á fótboltavöllunum rakar inn um 100 þ.kall

Hvað er aftur 100x100.000þús=$$$$$$ :shock:

Afhverju segi þið þá okkur hvernig þetta gengur fyrirsig fynnst þetta eru svona tilefnislausar glósur.
Glósurnar eru fínar í hófi þær halda ykkur við efnið :D

Svo kemur 440sixpack að aðalmálinu,hvað eru þið að gera til að auka áhorfenda,keppnis og æfingafjöldan???

Væri ekki fínt að fækka eða einfalda reglurar svo fleiri vilji koma t.d í Mc og leifa öll dekk,þá kanski mætir hinn helmingurinn :D


 :D


ekki illa meint en veistu eitthvað hvernig er að reyna fá pening gefins í þjóðfélaginu í dag? , þú getur alveg eins unnið fullt starf og safna þannig pening frekar en að reyna betla styrki enda er það fullt starf.

fyrirtæki vilja sjá styrkin koma tilbaka til þeirra og lítið sport sem fær mjög litla umfjöllun og aldrei í sjónvarpinu og fáir áhorfendur koma til að fylgjast með því er illa statt.

annars eru eflaust fullt af styrktaaðilinum sem eru að gefa pening til klúbbsins sem enginn veit um og fær lítið lof fyrir , svo eru þeir sem nenna ekki að eyða smá klinki til að kíkja á klúbbs atburði enda er nöldur og kvartanir á netinu ódýrari.
Title: Viðhald á braut...
Post by: Ingó on March 17, 2006, 00:55:20
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Kiddi:
Raunar er heljarinnar akstursíþrótta pakki í gangi,varðandi þetta svæði og komið á deiliskipulag bæjarins.
Stjórnin er að vinna í því að fá stöðuna á þeim pakka hvort að teiknivinnan sé búin eða hvar málið sé statt.
Þegar að verkfræðivinnan er búin er að sjálfsöðu næsta skref að ræða við bæjaryfivöld hvert næsta skref sé þetta er jú má seigja á þeirra könnu.
Hvort það þurfi að byggja þetta í áföngum af fjárhagsástæðum þá munum við að sjálfsögðu leggja áherslu á kvartmílubrautina sem fyrsta áfanga.
Eða hvort þetta verði boðið út í heild sinni.
Og svo hvenar hægt sé að hefjast handa.

kv.
Aggi

Sæll Agnar .

Má skilja þetta svar þitt þannig að það sé ekki í forgang hjá nýju stjórn KK að koma upp hringakstursbraut.? Þetta var í forgangs atriði númer eitt hjá fyrri stjórn KK. Maður skildi ætla að það væri mikilvægt fyrir KK að fá breiðari hóp félaga .

Kv Ingó
Title: Viðhald á braut...
Post by: Davíð S. Ólafsson on March 19, 2006, 14:54:10
Sæll Kiddi

Þetta er gott framtak hjá þér að setja þessar myndir inn á vefinn okkar.
Svona á að gera þetta. Með því að setja þessar myndir inn þá fá menn betri sýn á hvernig gera skal almennilega braut.
Ég get ekki betur séð en að þessar myndir hjálpi okkur í baráttunni fyrir betri braut.
Vertu ekki að taka nærri þér þó að sumir menn finni þessu allt til foráttu.

Hæst glymur í tómri tunnu.

Davíð
Title: Viðhald á braut...
Post by: Dr.aggi on March 19, 2006, 16:32:19
Sæll Ingó.
Ég ætla bara kópera valdar línur núna inn úr þessum litla pistli mínum.
Ég ætla að biðja þig um að lesa þær vel ,tvisvar eða þrisvar ef þú skilur þær ekki láttu mig vita  ég meina það getur verið mitt orðalag eða  skortur á yyyyy sem veldur því og þá get ég reynt að skíra það betur út.

1.
 Raunar er heljarinnar akstursíþrótta pakki í gangi,varðandi þetta svæði og komið á deiliskipulag bæjarins.
Stjórnin er að vinna í því að fá stöðuna á þeim pakka hvort að teiknivinnan sé búin eða hvar málið sé statt.

2.
Eða hvort þetta verði boðið út í heild sinni.


Kv.
Aggi
Title: Viðhald á braut...
Post by: Ingó on March 20, 2006, 16:45:22
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Ingó.
Ég ætla bara kópera valdar línur núna inn úr þessum litla pistli mínum.
Ég ætla að biðja þig um að lesa þær vel ,tvisvar eða þrisvar ef þú skilur þær ekki láttu mig vita  ég meina það getur verið mitt orðalag eða  skortur á yyyyy sem veldur því og þá get ég reynt að skíra það betur út.

1.
 Raunar er heljarinnar akstursíþrótta pakki í gangi,varðandi þetta svæði og komið á deiliskipulag bæjarins.
Stjórnin er að vinna í því að fá stöðuna á þeim pakka hvort að teiknivinnan sé búin eða hvar málið sé statt.

2.
Eða hvort þetta verði boðið út í heild sinni.


Kv.
Aggi


Sæll Agnar.

Þú kemur ekki á óvart frekar en venjulaga. Ég veit örugglega meira um þetta mál heldur en öll stjórn KK til samans þannig að þú þarft ekki að tala niður til mín Hr Agnar.

Ingó.