Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Siggi H on February 27, 2006, 03:57:03

Title: Járnmódel?
Post by: Siggi H on February 27, 2006, 03:57:03
sælir félagar.. ég var að spá, hvar er hægt að versla svona járnmódel af amerískum bílum hérna á klakanum? þá helst 1/18.. ég hef gaman af að safna þessu og skammast mín ekkert fyrir það :wink:

ef þið vitið eitthvað þá endilega henda í mig info hvar sé hægt að kaupa svona.

Kv. Sigurður
Title: Járnmódel?
Post by: Moli on February 27, 2006, 07:02:39
Tómstundahúsið hefur verið að selja þetta!
Title: Járnmódel?
Post by: stigurh on February 27, 2006, 08:42:46
Það er einhver við tjörnina í RVK.
OG Gvendur Ford er með úrval...........
Title: Járnmódel?
Post by: MrManiac on February 28, 2006, 01:32:51
ég á 46 stikki og er stoltur af því :D
Title: Járnmódel?
Post by: JHP on February 28, 2006, 01:54:07
Quote from: "MrManiac"
ég á 46 stikki og er stoltur af því :D
OG ég sem hélt að ég væri slæmur með 17 stk  :shock:  Þar af 14 corvettur að sjálfsögðu  :lol:
Title: Járnmódel?
Post by: old and good on February 28, 2006, 20:25:41
þú getur fengið nokkuð flott svona model á www.diecastfast.com annars eins og minst hefur verið á áður þá á Guðmundur ford gúru helling af þessu firir þig
Title: Járnmódel?
Post by: Packard on February 28, 2006, 23:49:30
Finnur þetta líka á Ebay
Title: Járnmódel?
Post by: Siggi H on March 01, 2006, 01:45:52
hver er þessi guðmundur ford? og hvernig næ ég í hann? :)
Title: Járnmódel?
Post by: Packard on March 01, 2006, 11:02:33
Getur náð í hann t.d á fimmtudögum að Bíldshöfða 18 á milli kl 20:00 - 00:00.Hann er fastagestur þar
Title: Járnmódel?
Post by: Firehawk on March 02, 2006, 11:50:37
Þau fengust líka í Hagkaup (alla vega í Smáralind) og í sumum leikfangaverslunum.

-j
Title: Járnmódel?
Post by: gmg on March 02, 2006, 22:38:20
Það er líka fín verzlun rétt hjá Ráðhúsi Reykavíkur, Vonarstræti opið þar dagl. og einig á laugardögum.

Ég fer oft með strákinn minn þangað ( hann er 4ra ára ) þetta er það skemmtilegasta sem að hann gerir með pappa sínum !
Title: Járnmódel?
Post by: Lillicarlo on March 05, 2006, 00:22:48
ég fékk fína c2 vette í tiger og hún lúkkar vel
Title: Járnmódel?
Post by: Damage on March 05, 2006, 11:07:53
ég á 5 stykki samt ekki bara amerískt en minn uppáhalds er 1957 vetta