Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: stefanniels on February 26, 2006, 17:56:16
-
Jæja strákar.
Ég er með 351 windsor í bílnum sem búið er að setja í þrykkta stimpla með 030 bor, heitann ás, rúllu rokker arma og svo flækjur.
Og ég er að pæla hvort ég nota kerti sem eiga að fara í hann orginal eða hvort ég fari í eitthvað annað.
kv Stefán
-
Ég myndi minnka bilið t..d út 0.055 í 0.050,NGK kertin eru mjög góð
-
Ok en af hverju eru menn að minnka bilið....bara smá forvitni:-)
kv Stefán
-
Blandan brennur betur,sneggri og veikari neisti
-
Skoðaðu líka Mustang spjallborðin,þeir vita upp á hár hvað á að setja í þessa bíla/Vélar
t.d. http://www.mustangforums.com/
Getur líka leitað á www.google.com að örðrum og betri spjallborðum
-
Kerti eru með númer sem segir til um það hitastig sem þau þola. T.d ef þú hækkar þjöppuna og setur heitan ás þarf að fá kerti með betra hitaþol = hærra númer. Kertabil þarf að stilla eftir ástandi kveikjukerfis. Lélegt = lítið bil. Góð kveikja leyfir þér að opna kertin þ.e auka bilið sem gefur stærri og betri neista til þess ætlaðan að fíra vel í blöndunni og það strax.
5 serían er góð á götuna í heitum mótor. 6 serían er góð ef þú ætlar að nota nítró.
stigurh