Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Sara on February 15, 2006, 15:48:14

Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Sara on February 15, 2006, 15:48:14
Jæja félagar nær og fjær, hvernig lýst ykkur á að hafa 1/8 keppni með snjósleðum, cross hjólum, bílum, trukkum, körtum og ......komiði með hugmyndir :oops: Allavega þá vantar mig að vita hvernig ykkur lýst á þetta og endilega skorið á félagana sem eru með tækin í skúrnum að fara að smella þeim saman og koma og vera með í sumar!

 8)
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Krissi Haflida on February 15, 2006, 15:53:08
Þetta er góð hugmynd, ég er með í þessu!!!!
Title: Re: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Moli on February 15, 2006, 16:19:08
Quote from: "uffimús"
Jæja félagar nær og fjær, hvernig lýst ykkur á að hafa 1/8 keppni með snjósleðum, cross hjólum, bílum, trukkum, körtum og ......
 8)


...gönguskíðum, handahlaupi, hjólbörukapphlaupi og ekki má gleyma kappgöngunni! :lol:

kv. Moli hinn hugmyndaríki
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Preza túrbó on February 15, 2006, 19:48:37
spurning að maður mætti þá með sleðann  :D

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Ski-Doo mach-z 800
Title: 1/8 er snilld
Post by: jeepcj7 on February 15, 2006, 21:34:21
Ég væri til í að koma á Jeep Willys BBF og prufa.
Kveðja jeepcj7-2
Title: Er þetta áhuginn fyrir 1/8 keppninni??
Post by: Sara on February 20, 2006, 17:16:16
Ég held að það verði að vera meiri áhugi fyrir 1/8 keppni en þetta til að það verði haldin keppni :( Ég var svo spennt fyrir þessu  :cry:
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Einar K. Möller on February 20, 2006, 17:32:53
Kynnum þetta frekar á fyrstu æfingu eða keppni, lítið mál að útbúa smá blöðung fyrir forvitna að lesa.

Miður fáir keppendur sem eru hérna að lesa spjallið...

Gefumst ekkert upp !
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Heddportun on February 20, 2006, 18:13:01
Ég er til,allveg sama í hverju er keppt
Title: Re: Er þetta áhuginn fyrir 1/8 keppninni??
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 20, 2006, 19:40:35
Quote from: "uffimús"
Ég held að það verði að vera meiri áhugi fyrir 1/8 keppni en þetta til að það verði haldin keppni :( Ég var svo spennt fyrir þessu  :cry:

Fyrirgefðu en það er nú bara miður Febrúar og engin keppnisdagsskrá kominn ennþá. Ef það á að halda 1/8 keppni þá á bara að skrá hana niður á blað en ekki vera að þessu tauti. Ég ætla að taka þátt. Nonni Síkáti.  :D
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: 1965 Chevy II on February 21, 2006, 01:16:59
Úffi þetta er svona wayne's world dæmi "book them and they will come"
Ég er alveg til í að prufa að fara hálfa leið þó ég sé með bæði eistun :lol:
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: JHP on February 21, 2006, 02:16:23
Quote from: "Trans Am"
Úffi þetta er svona wayne's world dæmi "book them and they will come"
Ég er alveg til í að prufa að fara hálfa leið þó ég sé með bæði eistun :lol:
Tjaah..... Ef einhver leggur af stað þá er það góð byrjun.
Ekki eins og það hafi verið örtröð þarna uppfrá  :lol:
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Dodge on February 21, 2006, 10:05:20
er þá verið að tala um að hafa bara svipaðar flokkareglur og í götuspyrnunni á akureyri,, nema þá keira líka breyttann 8 gata og hjól og sleða og solls...

það er kannski að maður geri sér ferð ef þetta verður kræsilegt að sjá..
það verður einhver að slá þennan willys út :)
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: baldur on February 21, 2006, 13:47:34
Leyfa kannski alvöru dekk og nítró? Ekki bara radial og edrú.
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: stigurh on February 21, 2006, 17:53:37
Það er mun erfiðara að vinna 1/8 .þ.e. fyrir þann sem er með allt ´HPíð. Mæðir meira á ökumanni svo að þeir sem eru með mestu græjurnar missa spón úr sínum og verða ekki með!!! Mjög slæmmt að verða niðurlægður af dvergum og grjónum.

Heads up 1/8 er fínt. Ég er með.
stigurh
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: HK RACING2 on February 21, 2006, 22:31:18
Ég er til,hvort sem væri á Imprezu,CRF eða RMK 700 sleðanum!Eða bara einhverri Hondunni sem ég á einhverstaðar!

HK RACING
Title: Mér líkar soundið!
Post by: Sara on February 21, 2006, 23:58:49
Takk strákar, nei ég gefst ekki upp svona auðveldlega, þetta verður í sumar ef að stjórnin fær einhverju ráðið um það að koma með skemmtilegar tilbreytingar. Ég er mjög spennt fyrir sumrinu og bjartsýn á það að menn og konur vilji koma og vera með í því sem verður boðið uppá á brautinni.
Ég skal lofa að setja ekki inn tárakallinn nema að ég sé í alvörunni ógeð sorgmædd yfir einhverju :twisted:
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: 66 Skylark on March 21, 2006, 16:15:02
Ég mæti á sleða í sumar

Óli
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: Sara on March 21, 2006, 19:38:27
Frábært Óli, við hlökkum til að sjá þig! :D
Title: 1/8 keppni í sumar!
Post by: typer on March 21, 2006, 20:12:08
Væri fun að taka á hjólinu, hafa GP50 flokk, núna eru komnir svo ótrúlega mörg hjól að það væri alveg þess virði :)
Við erum með allavega 6 hjól hérna í eyjum og sum meira tunuð en önnur,
Svo hlýtur að vera slatti í reykjavík... Ef það mætti; 80cc kitt here i come...


En annars væri það bara starioninn... er að fara að fá stimil og stimpilstöng í hann svo hann verður bráðlega reddy

**Edit** Ég er að tala um 50cc Hjól...