Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: HK RACING2 on February 12, 2006, 20:58:12

Title: 12.99 flokkur?
Post by: HK RACING2 on February 12, 2006, 20:58:12
Hvaða skilyrði þarf bíll að uppfylla til að mega keppa í þessum flokki,er búinn að fara í reglur en finn ekki neitt um þetta flokkafyrirkomulag!
Er með Imprezu Turbo sem er ekki á númerum og ekki með ljósum,þarf veltibúr eða einhvern annan öryggisbúnað!

HK RACING
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 12, 2006, 21:54:08
Engin skilyrði,bara almennar öryggisreglur fyrir 12.99 þarftu bara hjálm.
Title: 12.99 flokkur?
Post by: HK RACING2 on February 12, 2006, 22:08:56
Quote from: "Trans Am"
Engin skilyrði,bara almennar öryggisreglur fyrir 12.99 þarftu bara hjálm.
Takk kúturinn minn,en það er pottþétt að það þarf ekki númer og ég má breyta að vild,plasta,tjúnna og slikkar og allur pakkinn!

HK RACING
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 12, 2006, 22:17:41
Hvað sem er,það er það góða við þá,númerslaust og hvaðeina,bara að öryggisreglum sé fylgt.
11.50 og neðar þá þarf veltiboga.
 :wink:
Title: 12.99 flokkur?
Post by: HK RACING2 on February 12, 2006, 22:42:48
Quote from: "Trans Am"
Hvað sem er,það er það góða við þá,númerslaust og hvaðeina,bara að öryggisreglum sé fylgt.
11.50 og neðar þá þarf veltiboga.
 :wink:
Fyrst ég er byrjaður hvar get ég fundið öryggisreglur,eru þær mögulega einhverstaðar hér á netinu?

HK RACING
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Racer on February 12, 2006, 23:05:31
öryggisreglurnar eru ekki til á netinu hérna og það hefur verið túlkað sem öryggisreglur að bílarnir "standast" almenna bílaskoðun sem segjist auðvita að bíl þarf að vera í formi til að geta keyrt + bremsa + ekki enda lífdaga sína uppá braut , svo auðvita að ökumaður hefur ökupróf og hjálm og belti og eitthvað til að sitja fastur í.

eflaust mun einhver kalla mig sauð og leiðrétta mig en ég tel sjálfur sem mína skoðun að það sem stendur hér að ofan sé rétt samkvæmt mínu áliti.

p.s. ég mæli með að þú hefur ljósabúnað allanvega í lagi þá aðallega aðalljós og bremsuljós þar sem við búum í landi myrkurs og sumir eru meira blindir en aðrir þegar kemur að sjá útí enda í myrkri.
Title: 12.99 flokkur?
Post by: HK RACING2 on February 12, 2006, 23:44:58
Quote from: "Racer"
öryggisreglurnar eru ekki til á netinu hérna og það hefur verið túlkað sem öryggisreglur að bílarnir "standast" almenna bílaskoðun sem segjist auðvita að bíl þarf að vera í formi til að geta keyrt + bremsa + ekki enda lífdaga sína uppá braut , svo auðvita að ökumaður hefur ökupróf og hjálm og belti og eitthvað til að sitja fastur í.

eflaust mun einhver kalla mig sauð og leiðrétta mig en ég tel sjálfur sem mína skoðun að það sem stendur hér að ofan sé rétt samkvæmt mínu áliti.

p.s. ég mæli með að þú hefur ljósabúnað allanvega í lagi þá aðallega aðalljós og bremsuljós þar sem við búum í landi myrkurs og sumir eru meira blindir en aðrir þegar kemur að sjá útí enda í myrkri.

Ég hélt að það væri keppt á sumrin þegar bjart er allan hringinn,hef ekki enn séð Dragga með ljós!

HK RACING
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 13, 2006, 00:10:29
:lol: Það þarf ekki ljós né skoðun.
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Dohc on February 13, 2006, 01:41:48
Quote from: "Trans Am"
:lol: Það þarf ekki ljós né skoðun.


ég er með ljós en ég er ekki búinn að setja minn á íslensk númer..á eftir að fara í skráningarskoðunina...en er kominn með skráninguna...á bara eftir að fara í skoðun og fá íslensku númerin á bílinn...mætti ég taka run áður en ég fer í skoðunina? er með rauð númer...

er með veltiboga og verð með hjálm. og það virkar allt :wink:
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 13, 2006, 07:46:34
Ef þú gengur í klúbbinn og borgar keppnisgjald þá máttu keppa á honum.
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Sara on February 13, 2006, 12:55:20
Sælir,
ég var að skoða reglurnar um þetta og þær eru undir "reglur" á síðunni en eru að mínu mati frekar óskýrar, en ég skal vera búin að finna allar reglurnar og setja þær hérna inn fyrir keppnistímabilið og bara til að minna alla á það að það þarf tryggingar viðauka, hjálm og hafa greitt félagsgjald til þess að fá að keyra brautina, það er allavega á hreinu. :twisted:
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 13, 2006, 13:11:13
Smá viðbót, tryggingarviðaukinn er að sjálfsögðu bara fyrir ökutæki á númerum.
Title: Takk TransAm
Post by: Sara on February 13, 2006, 13:15:09
Coooooool, takk ég hefði auðvitað átt að setja það inn   :D[/img]
Title: 12.99 flokkur?
Post by: firebird400 on February 13, 2006, 18:58:47
Nú fæ ég ekki tryggingarviðaukann á bílinn minn þar sem hann er á fornbílatryggingum, get ég þá sem sagt lagt númerin inn og komið og keppt, ne varla.

En þar sem þessi fína nýja stjórn ætlar nú einhvað að kíkja á þessi viðauka mál þá bíð ég bara.  :D
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Dr.aggi on February 13, 2006, 20:40:01
Þessi tryggingaviðauka mál eru jú ofarlega í huga okkar stjórnarmanna.
Getur einhver gefið mér slóð að skilgreiningum á þessum viðauka svo ég geti lesið þær?

Kv.
Aggi
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 13, 2006, 22:27:42
Quote from: "Dr.aggi"
Þessi tryggingaviðauka mál eru jú ofarlega í huga okkar stjórnarmanna.
Getur einhver gefið mér slóð að skilgreiningum á þessum viðauka svo ég geti lesið þær?

Kv.
Aggi

http://www.kvartmila.is/tryggingar.html
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 13, 2006, 22:32:43
Mæli með að menn lesi skilmálana VEL hjá sýnu félagi.
http://www.tryggingamidstodin.is/media/skilmalar/2006//220-i.pdf
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Dr.aggi on February 14, 2006, 08:59:01
Þar sem við erum aðilar að ÍsÍ þá á tel ég að þetta eigi við um okkur.
skoðið þetta og tjáið ikkar skilning á þessu.
Ég mun síðan reina að stuðla að því að þetta verði skoðað ofan í kjölinn.

http://olympia.sidan.is/servlet/IBMainServlet/?ib_page=213

kv.
Aggi
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Dohc on February 14, 2006, 21:17:59
Quote from: "Trans Am"
Smá viðbót, tryggingarviðaukinn er að sjálfsögðu bara fyrir ökutæki á númerum.


þó svo að þau séu rauð?
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 14, 2006, 21:25:08
Þú mátt ekki keppa á rauðum.
Annað hvort óskráðu ökutæki eða ökutæki á númerum,skoðað, tryggt og með tryggingaviðauka til aksturs í kvartmílu.
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Dohc on February 15, 2006, 02:29:16
Quote from: "Trans Am"
Þú mátt ekki keppa á rauðum.
Annað hvort óskráðu ökutæki eða ökutæki á númerum,skoðað, tryggt og með tryggingaviðauka til aksturs í kvartmílu.


ok,ég mun þá hafa hann tilbúinn á númerum með skoðun og með tryggingarviðaukann og tilbúinn að sýna þessum amerísku smá samkeppni :wink:
Title: 12.99 flokkur?
Post by: 1965 Chevy II on February 15, 2006, 14:00:20
Yndischlecht.
Title: 12.99 flokkur?
Post by: Marteinn on February 21, 2006, 18:27:50
Quote from: "Dohc"
Quote from: "Trans Am"
Þú mátt ekki keppa á rauðum.
Annað hvort óskráðu ökutæki eða ökutæki á númerum,skoðað, tryggt og með tryggingaviðauka til aksturs í kvartmílu.


ok,ég mun þá hafa hann tilbúinn á númerum með skoðun og með tryggingarviðaukann og tilbúinn að sýna þessum amerísku smá samkeppni :wink:


samkeppni, sýnir þeim alvöru afl 8)