Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: stebbiola on January 30, 2006, 21:16:57

Title: grænn charger
Post by: stebbiola on January 30, 2006, 21:16:57
Hæ hó, mig langar til að forvitnast um grænan Charger R/T sem stendur hjá Bílstart í garðabæ. Td. árgerð, frægðarsögur, hvort hann sé falur.
Ókeibæ
Title: grænn charger
Post by: Moli on January 31, 2006, 01:17:44
sæll, þessi Charger er ´69 módel og upphaflega með 318. Jónas Karl bílamálari átti þennan bíl lengi vel, að mig minni frá ´81 - ´92/3 keppti lengi vel í kvartmílu á honum og tók nokkuð góða tíma. Eftir það fór hann á flakk og endaði víst með framendan á ljósastaur, fór síðan upp á Geymslusvæði þar sem hann fékk illa útreið í nokkur ár. Hann stóð lengi vel hjá Iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi undir bláu segli en fór þaðan í haust, sá hann síðan fyrir skömmu fyrir jól hjá Bílstart.

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/mopar/ea561_charger_clone.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/mopar/kalli_Charger_1969.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/charger_kalli.jpg)
Title: grænn charger
Post by: jeppakall on January 31, 2006, 14:22:17
sorglegt  :cry:

er hann falur?
Title: grænn charger
Post by: Geir-H on January 31, 2006, 15:55:43
Hann er mjög ílla farinn, kostar marga peninga að gera hann upp ef að það er hægt, en það er víst einhver bílamálari/smiður sem að á hann í dag
Title: grænn charger
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 31, 2006, 17:18:09
Pabbi gamli flutti þennan bíl til landsins í gamla daga og eiga að vera til nokkuð góðar myndir af honum einhversstaðar ofaní skúffu.
Title: grænn charger
Post by: stebbiola on February 01, 2006, 14:11:34
Hmmmmm ég býð allt heimsins fé fyrir bílinn.
Title: grænn charger
Post by: Racer on February 01, 2006, 15:56:34
Quote from: "stebbiola"
Hmmmmm ég býð allt heimsins fé fyrir bílinn.


ertu borgandi maður? :lol:
Title: grænn charger
Post by: Róbert. on February 02, 2006, 00:27:24
leiðinlegt að sjá hvernig að það er búið að fara með bíllinn