Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Antonst on January 24, 2006, 16:13:52

Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on January 24, 2006, 16:13:52
Sælir,
ég var að velta því fyrir mér hvortþað sé eðlilegt að bílinn hjá mér gangi soldið illa þegar hann er kaldur, ég þarf að halda honum í gangi í svona 30 sek með því að vera aðeins á bensíngjöfinni, og helst aðeins að pumpa áður en ég set hann í gang.. endilega látið mig vita ef þið vitið einhver ráð við þessu, mér var sagt að kaupa mér MSD 5 til að fá betri gang í hann.

Bílinn:
Corvette 1981
350 Chevy sjálfskipt
flækjur
Heitur ás....

Endilega látið mig vita ef þið hafið einhver ráð... :) Takk
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: baldur on January 24, 2006, 16:29:31
MSD 5 er bara drasl, það er framför í bílum sem eru með platínukveikju en ekki sem eru með HEI eða neinn slíkan búnað.
Þetta er líklegast eitthvað bensínblöndumál, hvernig blöndung ertu með? Spurning hvort það þurfi að eiga eitthvað við sjálfvirka innsogið.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on January 24, 2006, 17:48:00
Vatn í bensíni er algjör klassiker þegar kemur að undarlegum ógangi.  Bílar sem eru lítið notaðir geta safnað vatni í bensíntanka eins og hinir þannig að gott er að setja skvettu af almennilegum vatnseyði annað slagið, td QMI Fuel Treatment frá Bílanaust.

Hvað með kerti, lok, hamar þræði og þh ?

Hefur þú verið að setja hann mikið í gang án þess að leyfa honum að hitna í hvert sinn ?  Ef ekki þá ertu að biðja um blaut kerti.  Þau lagast ekki að sjálfu sér.

Gamalt bensín ?

Orginal blöndungur eða annað ?

Já og ég er sammála Baldri, MSD 5 væri afturför frá kveikjunni sem þú átt að vera með (HEI)  Ég var að panta mér MSD og ég tók Digital 6, hún er ekki mikið dýrari en 6AL, en þú getur stillt útslátt án þess að skipta um "pillurnar" og haft kveikjuseinkun í startinu svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfvirkt, manual eða óvirkt innsog ?
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on January 24, 2006, 18:10:55
gleymdi kannski að nefna það að það er ekki sjálfvirkt innsog í bílnum, og handvirka er ekki tengt... þó að maður haldi innsoginu inni bara með hendinni þá drepur hann strax á sér.. sorry en ég veit ekki hvaða stærð af holley er í henni.

Hún er sjálfskipt....

kannski er þetta alvig eðlilegt að hann láti svona ég veit það ekki...
en á ég að fá mér einhverja gerð af msd kveikju eða á ég bara alfarið að hætta að hugsa um að fá mér svoleiðis ????

Nei ég hef ekki verið að setja hann í gang án þess að leyfa honum að hitna... er búinn að kaupa ný kerti í hann á bara efitr að skipta um þau..

(http://www.sgvelar.com/neisti/images/blondungur.jpg)
(http://www.sgvelar.com/neisti/images/kveikja.jpg)
Vó soldið stórar æææ skiptir ekki, Vonandi hjálpar þetta eitthvað....
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on January 24, 2006, 19:03:32
Þú getur still hve mikið fremri hólfin opnast með innsoginu, sennilega er þetta þannig stillt að hann opni þau ekkert og drekki honum í bensíni þegar þú setur innsogið á.  Mig minnir að stilliskrúfan sé beint undir þar sem innsogsbarkinn ætti að tengjast.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Ingvar Gissurar on January 24, 2006, 19:14:10
Á linknum hér fyrir neðan átt þú að geta fundið út hvaða blöndung þú ert með og eithvað af uppl. um stillingar oþh. á honum.
http://www.mortec.com/carbs.htm
Ef þú ert með mjög heitan ás þá getur það haft einhver áhrif á þetta líka.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on January 24, 2006, 19:55:31
Quote from: "1981-Corvette"

en á ég að fá mér einhverja gerð af msd kveikju eða á ég bara alfarið að hætta að hugsa um að fá mér svoleiðis ????


HEI kveikjan er mjög góður búnaður og dugir vel á götubíla.  En, í mínu tilfelli þá var kveikjan smíðuð 1976, semsagt orðin 30 ára.  Það er eitt að vera með nýtt, en svo er aðalmálið með MSD kveikjurnar (ef teknar með almennilegum CDI boxum) að þær gefa 3 neista uppí 3000-3300 snúninga á hvern cylender.  Hitt sem mér þykir áhugaverðara er að þú getur mjög auðveldlega stjórnað hve mikið hún flýtir sér og hvernig,  Td getur þú ráðið hvort öll flýtingin er komin inn við 2000 eða 3500 snúninnga og allt þar á milli svo dæmi sé tekið.  Original kveikjur eru mjög hóflegar þegar kemur að flýtingu (td vegna mengunarvarna), og eru uppsettar með litla flýtingu í hægagang, þannig að þarna liggja hestarnir og bætt snerpa úr hægagang.  Þú getur fengið "HEI Advance kit" í gömlu kveikjuna, en svoleiðis er rusl við hliðina á búnaðinum í MSD kveikjunum.

Í minni vél var erfitt að starta velinni ef kveikjan var flýtt mikið yfir 12° en hann vann mun betur ef ég setti í gang og flýtti henni svo.  Olds þykir td gott að vera um 18° í hægagang, en startararnir brotna við að starta með svo mikið flýtta kveikju.

Þannig að, með MSD get ég fest hana á 18° og látið hana svo flýta sér 18° til viðbótar í samtals 36° við ca 2300 snúninga.  Það er fullreynt að Olds líður mjög vel þar, en það getur verið erfitt að setja gamla HEI kveikju upp með einhverju kínversku vikta og gormarusli með þessari nákvæmni.  1° skiptir máli þarna....

Til að startarinn hafi hana í gang þá er Digital 6 boxið með "start retard" sem seinkar kveikjunni um 20° þegar startað er svo við startið er kveikjan á +2° sem gerir startið mjög létt.

Ef þú kaupir ekki dót í bílinn núna, þá munt þú alveg örugglega ekki gera það þegar dollarinn hefur hækkað aftur upp.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on January 24, 2006, 21:52:38
Þakka ykkur kærlega fyrir öll svörin, nú er bara að snúa sér að fara að brasa í bílnum, en Gizmo er þetta bara MSD 6 kveikja sem þú ert að tala um þá, ég er mikið að spá í að panta þetta bara af ebay en var að pæla í hvort þú eða einhver annar getið aðeins hjálpað mér að finna út hvað ég á að kaupa til að ég kaupi ekki bara eitthvað, ég er bara ekki nógu mikið inní þessu... endilega hjálpið mér ;)

og ætla endilega að drífa mig í þessu á meðan dolalrinn er svona lár :) nýtti mér það þegar ég flutti hann inn í sumar :)

Kveðja Toni
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Svenni Devil Racing on January 25, 2006, 12:21:36
sælir Flott vette hjá þér ,en ef þú kemur einhvern tíman á höfn toni þá er alveg minsta málið að hjálpa þér í þessu , hafðu bara samband...
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: shadowman on January 25, 2006, 17:13:45
Sæll Toni
Svona gangur í mótor getur verið út af ýmsu enn vatn ó bensíni er mjög góð uppástunga en ég hallast að blöndunartækinu . MSD 5 er mjög góð lausn og svín virkar en ég held að það sé ekki vandamálið hjá þér . Hvernig líta kertin út í bílnum ? hvernig er bensínsían ? þar sérðu hvort sé vatn í bensíninu . Bara svona hugmyndir.



Shadowman :?:
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on January 25, 2006, 20:42:12
Kertin líta ekkert alltof vel út, er að fara að skipta um þau... ætla að kaupa mér svona  út í bensínið og það er fín hugmynd um að kíkja á bensínsíuna... ekki veit einhver hvar hún er stödd í svona bíl er hún við tankinn eða ???
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on January 25, 2006, 21:55:46
Þarna er ein...
það er ábyggilega önnur við dæluna sjálfa, milli grindar og vélar
Title: Eðlilegt.
Post by: chewyllys on January 26, 2006, 01:45:47
Sælir.Þetta er bara eðlilegt,þegar að ekkert innsog er notað.Þú ert með gott háspennukefli ca.48000 v,ef ég man rétt.MSD 6A,væri mjög hentugt og bætir bæði start og hægagang.Torin er mjög góður,3310  750 cfm.vac sec.(sýnist mér allavega)Hvernig eru kertin á litin?
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: baldur on January 26, 2006, 10:39:13
Málið er að MSD 5 er bara fjölneistabúnaður, það er ekki með neinn spennumagnara og þarf því að hlaða háspennukeflið upp. Á háum snúningi er lítill tími til að hlaða háspennukeflið upp á 8 cylendra vél ef sama keflið þarf að þjónusta alla cylendra. MSD 6 er kveikjumagnari sem að hleður upp þétti og keyrir þá háspennukeflið á einhverjum 400V. Þetta gefur mjög sterkan neista og þéttirinn hleðst upp mikið hraðar heldur en járnkjarninn í háspennukeflinu þannig að þetta gefur sterkan neista á háum snúningi líka.
Ég myndi frekar taka MSD 6AL í svona blöndungsbíl, það er svo gott að hafa revlimiter til að grípa vélina ef eitthvað í drifrásinni klikkar eða gripið er takmarkað.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on January 26, 2006, 11:20:20
Reyndar gefur MSD 5 fjölneista, en hún þolir ekki neitt yfir 6000rpm á V8 og hentar ekki með "magnetic pickup" og ekki er mælt með að nota MSD 5 með HEI kveikjum.  Fyrst og fremst ætluð í gamla farlama platínubíla.  (hún gefur þó samt 375 volt til keflis skv MSDignition.com)

Verð á Summit;

6A 148,88 $
6AL 205,88 $, + viðeigandi útsláttarpillur ca 22 $
6Digital 309,88
Í raun munar ekki nema 80 $ á 6AL og Digital.

Það er alveg klárt að útsláttur getur sparað manni mikið ef eitthvað fer úrskeiðis.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: baldur on January 26, 2006, 12:56:16
MSD 5 gefur sko engin 300+ volt til keflis, bara 12 volt.
Þetta hlýtur að vera einhver prentvilla þarna á msdignition.com.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on January 26, 2006, 12:59:29
já ég tékka á bensín síunni.. kertin á litin... skal segja þér það á morgun því að ég er að fara austur á Djúpavog á eftir þannig að ég get sagt ykkur það þá...
Já mér lýst vel á þess MSD 6 DIgital
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: shadowman on January 26, 2006, 17:50:49
Heyrðu Kútur
Þú ert með ágætisbúnað eins og er . Byrjaðu að fá bílinn í lag og svo hugsa um þetta .Er þetta vandamál ný til komið eða hefur þetta alltaf verið ????  MSD 5 ER kveikjumagnari sem er byggður á fjölneistakerfi en hann er ekki með kveikjuheila . MSD 6 serian er með kveikjuheila þessvegna er hún með útslátt og fleiri gismóum



Shadowman
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: shadowman on January 26, 2006, 18:09:04
Baldur
MSD 5 gefur alltaf 14,2 til keflis ef allt er í lagi en út um háspennuvírinn gefur það þessi volt . Þú getur prufað þetta á einn veg af mörgum með því að taka háspennuþráðinn úr lokinu . Passaðu þig að hafa bílinn í frí gír . Þið þurfið sennilega að vera þrír að þessu .Þegar þú ert búinn að taka háspennuþráðinn úr lokinu setur tunguna í þráðinn og lætur annann vin þinn starta bílnum þessi þrjiði hnoðar vin þinn síðan í gang þegar þú ert búinn að mæla spennuna.


Shadowman :roll:
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: baldur on January 27, 2006, 11:10:10
Ég veit alveg hvernig MSD 5 og MSD 6 virka. Ég er búinn að kryfja bæði boxin. 5 gefur alltaf bara rafkerfisspennu mínus 0,7V á keflið, alveg eins og hver önnur transistorkveikja. MSD 6A er ekki með neinn sérstakan heila, 6AL er hinsvegar með RC limiter.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on March 10, 2006, 10:50:20
Mælið þið með því að fá sér sjálfvirkt innsog í bílinn hjá mér... myndi það ekki hjálpa bílnum töluvert þegar hann er kaldur ?
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on March 10, 2006, 19:00:24
Sjálfvirkt, þ.e. rafmagns hefur bæði kosti og galla.  Ég er með rafmagnsinnsog sem fer sjálfvirkt af og á, það vantar ekki, en ef maður drepur á bílnum heitum í smástund þá kemur innsogið aftur á óþarflega snemma fyrir minn smekk.  Meiri hætta er á að yfirfylla mótorinn við heita gangsetningu.

Manual innsog er án efa best á venjulegum aftermarket blöndungum að mínu mati.

Svo getur þú líka bara sleppt alveg innsoginu, vélin á að geta gengið hjálparlaust innsogslaus eftir 2-3 mínútur.
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Antonst on March 11, 2006, 12:18:07
já hún getur það alvig... ég held henni alltaf í gangi í svona 1-2 mín þá er hún fín, bara soldið pirrandi stundum að þurfa að sitja útí bíl á meðan vélin hitnar...
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: Gizmo on March 11, 2006, 13:44:30
Quote from: "1981-Corvette"
, bara soldið pirrandi stundum að þurfa að sitja útí bíl á meðan vélin hitnar...


Shit hvað ég vorkenni þér :lol:
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: gaulzi on March 11, 2006, 13:48:01
gefðu mér bara bílinn, hefur ekkert að gera við hann
Title: Re: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: broncoisl on March 12, 2006, 13:55:03
Quote from: "1981-Corvette"
Sælir,
ég var að velta því fyrir mér hvortþað sé eðlilegt að bílinn hjá mér gangi soldið illa þegar hann er kaldur, ég þarf að halda honum í gangi í svona 30 sek með því að vera aðeins á bensíngjöfinni, og helst aðeins að pumpa áður en ég set hann í gang..


Ótengt innsog, þá er þetta er bara eðlilegt...
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: 440sixpack on April 02, 2006, 20:45:30
er ekki bara eðlilegt að vettu-eigandinn vilji bara fara út í bíl, setja í gang og keyra af stað, og gleyma því að hann er með 25 ára gamlan bíl. Ef að hann vill losna við þetta pumpvesen í 2 mínutur í hvert skipti, þá er annað hvort að kaupa sér beina innspýtingu eða nýja Toyotu. :P
Title: Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Post by: JONNI on April 07, 2006, 04:49:05
Rolegir med kveikjubullid felagar.

Orginal hei kveikjan er fin, buid mal, mer synist ad hann turfi ad fleygja innsoginu a og jafnvel tjonka adeins vid torinn.

Kv, JSJ