Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) => Varahlutir Til Sölu => Topic started by: gtturbo on January 10, 2006, 23:54:25

Title: Toyota Landcruiser TDI 80týpan (MIKIÐ ENDURNÝJAÐUR)
Post by: gtturbo on January 10, 2006, 23:54:25
Til sölu er mjög gott eintak af landcruiser 80 árg 1993.

Bíllinn er 5manna og er með pluss áklæði. Hann er 33" breyttur og er á heilsársdekkjum. Bíllinn er vínrauður að lit.

Aukabúnaður:

--Þjófavörn, geislaspilari, Fjarstart, dökkar filmur, dráttarkrókur, álfelgur, kastaragrind að framan, topplúga.

Það er búið að endurnýja mjög mikið í bílnum og má þar nefna:

--Vél ekin 15þús frá upptekt

(allt tekið í gegn og notaðir original hlutir, stangarlegur, höfuðlegur, hringir og allt tilheyrandi, gert á Bifreiðaverkstæði Kópavogs)

--Olíuverk tekið í gegn (Gert á Bifreiðaverkstæði Kópavogs)

--Nýjar dísur og yfirfarnir spíssar (Gert á Bifreiðaverkstæði Kópavogs)

--Vatnskassi nýlegur

--Stýrismaskína nýleg.

--K&N síukitt.

--Túrbína (ný original, ekki uppgerð, sett í á Bifreiðaverkstæði Kópavogs)

--Nýlegar hjólalegur.

--Pústkerfi var skipt um fyrir u.þ.b. 1 og 1/2 ári síðan og var sett original pústkerfi í bílinn.

--Demparar eru nýjir allan hringinn.

--Búið að skipta um gorma.

--Nýir bremsudiskar og klossar allan hringinn (skipt um á Bifreiðaverkstæði Kópavogs)

--Bremsudælur teknar í gegn (Gert á Bifreiðaverkstæði Kópavogs)

--Nýir dragliðir í framdrifi og afturdrifi (Gert í Fjallasport)

--Nýjar balancestangarfóðringar.

--Framdrif er innan við 3ára gamalt.

Ásett verð er 2.190þús eða 1.990þús stgr. Eigandi hefur sérstaklega áhuga á skiptum á nýlegum diesel pickup eða ódýrari bíl.

Áhugasamir hafið samband við Patta s. 692-1799