Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on January 09, 2006, 19:31:14
-
Veit einhver hvað varð um þennan ´70 bíl? Þessi mynd er tekinn fyrir utan Hótelið á Höfn í Hornafirði þegar Júlli, pabbi félaga míns átti hann frá ´77-´81
sagan segir að hann hafi verið um tíma með BOSS mótor??? :? veit ekki frekari deili á því!
-
er þetta ekki bara gervi Bossinn sem maður hefur heyrt um
sem er nuna i keflavik ?
-
sæll Gummari, nei ég kannaði fastanúmerið á þeim bíl sem og þeim gula sem var í grindavík og er núna í mosó, hvorugur bíllinn hafði borið númerið Z-1510
-
Þetta er bíllinn sem Stjáni Plasttari átti og var í Sandgerði hann kom frá Höfn.Alveg gjörsamlega ónýtur úr ryði en samt eru einhver lukkutröll sem segjast ætla að gera þetta upp af því að þetta er Ford og Ford á að vera fínt.Hann var alvega svona brúnn með shaker húddi.En segiði mér eitt afhverju gera allir þessa Ford bíla upp standard,hvað er málið með það ?Kv Árni Kjartans
-
þetta er ekki sá 'Arni.sá bíll er mach 1 og var aldrei með svona
strýpur og svo er sá á myndinni ekki med shaker
Maggi ég átti ekki við þann bil heldur bil sem var i gamla daga kallaður
gervi bossinn i hafnafirði var ad grinast med ad þad væri sá skólaveginum
i kef en hann held eg ad hafi verid kalladur það.
En af myndinni að dæma þa er þetta svokallaður Grabber Mustang med
69 Boss rendur en ekki stafina, med þeim pakka var V8 og Blackout á afturljosapanel ofl. Gaman væri ad heyra fra einhverjum sem veit um hann eda a fleyri myndir er mynd af þessum a sídunni þinni Maggi ?
-
Er þetta sá sami??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/ford/70_gulur_mbossstripum.jpg)
-
Er þetta sá sami??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/ford/70_gulur_mbossstripum.jpg)
Mjög líklega sá sami, líklega ekki margir grabber orange ´70 bílar með ´69 strípur, ég skal reyna grenslast meira fyrir um bílinn!
-
önnur mynd
-
Hvað er þetta við hliðiná? Duster eða?
-
Hvað er þetta við hliðiná? Duster eða?
já, kallaður "Hvíti Stormsveipurinn"
-
Sæll Maggi, hvernig veistu svona mikið um þennan bíl og er ég félagi þinn eða... allavega er Júlli pabbi minn og hér eru 2 myndir sem ég á í tölvunni minni... hinn bíllinn er duster sem geiri á höfn átti
hér er nýbúið að sprauta bílinn og engar rendur, líka komið sílsapúst á hann þarna
(http://php.internet.is/oskarfj/images/boss/boss1.jpg)
(http://php.internet.is/oskarfj/images/boss/boss2.jpg)
-
sæll Óskar, nei það ert ekki þú Ingvi bróðir þinn sendi mér þessar myndir og bað mig um að forvitnast hvað hefði orðið um bílinn! :wink:
-
sæll Óskar, nei það ert ekki þú Ingvi bróðir þinn sendi mér þessar myndir og bað mig um að forvitnast hvað hefði orðið um bílinn! :wink:
já er þetta Maggi í ölgerðinni :) vona að þú getir fundið hann, væri gaman að sjá hvort hann sé í ágætis standi og hvort hugsanlega sé hægt að kaupa hann fyrir eithvað lítið :P
Annars er ég að fá fleiri myndir núna á næstu dögum sem þú mættir endilega bæta inná bílavefinn :wink:
-
sæll Óskar, nei það ert ekki þú Ingvi bróðir þinn sendi mér þessar myndir og bað mig um að forvitnast hvað hefði orðið um bílinn! :wink:
já er þetta Maggi í ölgerðinni :) vona að þú getir fundið hann, væri gaman að sjá hvort hann sé í ágætis standi og hvort hugsanlega sé hægt að kaupa hann fyrir eithvað lítið :P
Annars er ég að fá fleiri myndir núna á næstu dögum sem þú mættir endilega bæta inná bílavefinn :wink:
já það er ég, endilega þrumaðu þessum myndum á mig! 8)
-
sæll Óskar, nei það ert ekki þú Ingvi bróðir þinn sendi mér þessar myndir og bað mig um að forvitnast hvað hefði orðið um bílinn! :wink:
já er þetta Maggi í ölgerðinni :) vona að þú getir fundið hann, væri gaman að sjá hvort hann sé í ágætis standi og hvort hugsanlega sé hægt að kaupa hann fyrir eithvað lítið :P
Annars er ég að fá fleiri myndir núna á næstu dögum sem þú mættir endilega bæta inná bílavefinn :wink:
já það er ég, endilega þrumaðu þessum myndum á mig! 8)
þarf að skreppa í heimsókn til gamla... sá eina burnout mynd um daginn sem er nokkuð nett 8)
En já ég hendi þessu á þig þegar ég get :wink:
-
ein í viðbót! 8)
-
sælir, er þetta ekki bara 1970 ford mustang Grabber sem var framleiddur í takmörkuðu magni þeir voru með rendur eins og þessar, svipaðar og 1969 Boss 302 því að þetta eru ekki boss rendur á þessum bíl
-
Jæja, best að stunda smá fornleifauppgröft, en þessi á víst að hafa endað á ljósastaur á Höfn þegar hann var í eigu Vigfúsar Vigfússonar (ef einhver kannast við hann) á Höfn um 1983.
(http://www.musclecars.is/stuff/guli.jpg)
-
Já svo var gert við greyið, ég veit að hann var á götunni í kringum 98-2000. Sá hann fyrir utan kartöflugeymsluna í ártúnsbrekkunni á þessum tíma. Svo gufaði hann bara upp.
-
Skari ertu viss um að þú sért ekki að rugla honum saman við bílinn hans Smára, sem er nánast alveg eins?
Þessi sem pabbi þinn átti, átti að hafa verið rifinn á Höfn eftir að þetta gerðist. :-k
-
Skari ertu viss um að þú sért ekki að rugla honum saman við bílinn hans Smára, sem er nánast alveg eins?
Þessi sem pabbi þinn átti, átti að hafa verið rifinn á Höfn eftir að þetta gerðist. :-k
Það getur allveg verið sko, man bara að pabbi vildi meina að þetta hafi verið sinn gamli. Gæti hafa verið að rugla svosem.
-
Fúsi Fúsa (vigfús vigfússon) átti þennan held ég alls ekki en hann átti allavega minnir mig tvo svona og það voru nú nokkrir gamlir amerískir sem enduðu líf sitt hér í einhverjum krössum
skal spurja Geira útí þetta á fimmtudaginn þá ætti einhvað að koma í ljós hann þekkir flesta bílana sem voru hér á þessum tíma en hver á dusterinn núna honum langar að kaupa hann?
-
Jæja vekjum þennan þráð aðeins upp.
Gamli vill meina að hann hafi verið sprautaður svartur og lent jafnvel utanvega fyrir vestan fyrir eitthverjum árum.
Hann er ekki allveg viss með þetta en heldur að maður að nafni Guðbjörn hafi málað hann svartan. Bar jafnvel númerið Z268 en hann er ekki 100% á þessu.
Ef þetta hjálpar eitthvað.
mbk
-
þó nokkuð af mönnum herna sé ég sem hafa þekkingu og vita til þessara bíla... mig langar að spurja ykkur hvort þið vitið um eithvað af þeim bílum sem vöru i Garðinum og eða kef á sinum tima.. jafnvel myndir,, pabbi heitin átti eithverja og væri ég mjög mikið til i að komast i myndir af einhverju af Þessu,, kv Grétar
-
þó nokkuð af mönnum herna sé ég sem hafa þekkingu og vita til þessara bíla... mig langar að spurja ykkur hvort þið vitið um eithvað af þeim bílum sem vöru i Garðinum og eða kef á sinum tima.. jafnvel myndir,, pabbi heitin átti eithverja og væri ég mjög mikið til i að komast i myndir af einhverju af Þessu,, kv Grétar
Sæll, hvað hét pabbi þinn fullu nafni?
-
þó nokkuð af mönnum herna sé ég sem hafa þekkingu og vita til þessara bíla... mig langar að spurja ykkur hvort þið vitið um eithvað af þeim bílum sem vöru i Garðinum og eða kef á sinum tima.. jafnvel myndir,, pabbi heitin átti eithverja og væri ég mjög mikið til i að komast i myndir af einhverju af Þessu,, kv Grétar
Sæll, hvað hét pabbi þinn fullu nafni?
Pabbi hans hét Snorri Einarsson. Hann keypti '68 Fastback Mustanginn af Ragga Sig(Bílanaust) Hann átti líka Firebird ´71 held að það sé þessi fyrir austan (Margliti) Einnig átti hann ´68 Firebird 350 H.O. ´sá frægi og einnig átti hann '69 Mustang fastback 428 Cobra Jet einnig frægi, sem Sævar í Karnabæ flutti inn og var lengi á Grenivík.
-
Sæll, ég fletti þessu upp, ef að þetta er réttur Snorri Einarsson átti hann víst þennan bíl milli 1979 og 1984.
Eigendaferill
9.4.1994 Bjarni Finnbogason Byggðarholt 12
15.1.1984 Ragnar Ólafur Sigurðsson Skólavegur 9
11.6.1979 Snorri Einarsson Silfurtún 18b
6.5.1976 Ragnar Ólafur Sigurðsson Skólavegur 9
Númeraferill
2.5.2002 R 1968 Fornmerki
16.6.1994 EA342 Almenn merki
6.5.1976 Ö1308 Gamlar plötur
(http://www.musclecars.is/album/data/677/medium/IMG_1896.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/643/medium/IMG_0045.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/686/medium/DSC00786.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/766/medium/480.jpg)
-
Sá að Sævar hafði verið búinn að hjálpa aðeins til, það er bara betra.
Hér er amk. mynd af '70 Firebirdinum, pabbi þinn var skráður fyrir honum frá 1977-1979.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/bm100.jpg)
Hér er svo mynd af Cobra Jet Mustangnum.
(http://farm3.static.flickr.com/2257/2103544689_2cd4a84d19.jpg)
(http://spjall.ba.is/index.php?action=dlattach;topic=2262.0;attach=4479;image)
Hérna er síðan mynd af '68 Firebirdinum.
(http://www.musclecars.is/album/data/765/medium/2483.jpg)
(http://www.musclecars.is/album/data/765/medium/2481.jpg)
(http://www.musclecars.is/album/data/765/medium/skuri_15.jpg)
-
Hér er svo mynd af Cobra Jet Mustangnum.
Maggi Það er ekki þessi Mustang.´Þetta er bíllinn sem Bjössi Emils flutti inn.
Hinn var ekki Mach 1 Heldur var hann bara Fastback. Ég er ekki viss en ég held að hann sé kallaður Glófaxa bíllinn.
Hann var dökkgrænn þegar hann kom. Það er mynd af honum á BA spjallinu með Shelbynum og GTOnum hans Túra.
-
Hér er svo mynd af Cobra Jet Mustangnum.
Maggi Það er ekki þessi Mustang.´Þetta er bíllinn sem Bjössi Emils flutti inn.
Hinn var ekki Mach 1 Heldur var hann bara Fastback. Ég er ekki viss en ég held að hann sé kallaður Glófaxa bíllinn.
Hann var dökkgrænn þegar hann kom. Það er mynd af honum á BA spjallinu með Shelbynum og GTOnum hans Túra.
Sæll Sævar, þetta er alveg rétt hjá þér, ég þarf að fara að æfa mig í að lesa. :mrgreen: Þú ert að tala um Glófaxa bílinn. Vissi ekki að bíllinn sem Sævar átti hefði verið á Suðurnesjunum, vissi þó að bíllinn sem Björn flutti inn hefði verið þar. :wink:
-
Það getur verið að Cobra Jetinn hafi verið skráður á Gunnar Haasler Þeir áttu hann saman bræðurnir.
-
takk kærlega fyrir þetta strákar :) mikið rétt pabbi og Gunni áttu cobruna saman...
-
takk kærlega fyrir þetta strákar :) mikið rétt pabbi og Gunni áttu cobruna saman...
Eru ekki til neinar myndir af þessum bílum í gömlum albúmum hjá þér? 8-)
-
það er nefnilega vandamálið.. þetta var til en er komið á einhvern svakalega góðan stað nuna,, þarf að fara betur yfir þetta og sja hvort ég finni þetta ekki...
-
Hér er svo mynd af Cobra Jet Mustangnum.
Maggi Það er ekki þessi Mustang.´Þetta er bíllinn sem Bjössi Emils flutti inn.
Hinn var ekki Mach 1 Heldur var hann bara Fastback. Ég er ekki viss en ég held að hann sé kallaður Glófaxa bíllinn.
Hann var dökkgrænn þegar hann kom. Það er mynd af honum á BA spjallinu með Shelbynum og GTOnum hans Túra.
er það þá A-4023 cobra jet sem þeir bræður áttu? sem talað er um i þessum pistli....
Mustang 428 Cobra Jet-R HO (high output/Ram-Air shaker-scoope, fast á blöndungi með gat í húddi) fastback árg 1969 dökk grænn var í eigu greinarhöfundar árin 1971-2, seinna orange á Akureyri, núna í uppgerð hjá Bjargmundi í Glófaxa hf. Þessi útgáfa var uppgefin 375 hö, en mun hafa verið mun aflmeiri, lenti í 410-15 hö flokk í stock car racing, en lægri tölur (335 hö)uppgefnar frá verksmiðju vegna trygginga-iðgjalda. Uppgefin í Car & Driver 13.6 sek kvartmíluna óbreyttur á götudekkjum. "Sævar í Karnabæ" Baldursson flutti bílinn inn, seldi Gunnari Härzler Garðinum á kr 500.000 ág 1970, sem síðan skipti við mig á Cobrunni með bráðinn stimpil og 1968 Firebird HO 350 4 gíra Hurst beinskiptum + 50.000 kr, sem átti standard mílu-metið 13.6 til 1988, sett 1981 af núverandi eig Sævari Péturs bílasprautara Kef. Þegar Gunnar seldi 1971 '68 HO Firebird á 400.000 kr, þá dugði andvirðið fyrir fokheldu einbýlishúsi í Kef.
Alltaf gaman að finna gamla hjólkoppa, 2 koppar af 4, sem voru á HO Cobra-Jetinum koma hér í ljós á afturhjólum á 390 ci '67 mustang Akureyri.
Við Gunnar Härzler stilltum upp vel læstum '68 HO 350 Firebird og '69 428 Cobra-Jet, Firebirdinn fór framúr Cobrunni í startinu, þó aldrei nema 1/2 bíllengd, frambretti Cobrunnar nam við hurð Firebirds, síðan þegar nálgaðist 60 mílurnar, þá fór Cobran framúr, með þó nokkrum mun. Firebirdinn tapaði ekki nema 2 spyrnum í minni eigu árið 1971, hinn bíllinn var 1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö. Eins og Gunnar Härzler sagði: "ég hefði aldrei getað selt þér Cobruna, ef ég hefði ekki tekið þig"428 HO-Cobran tapaði ekki spyrnu í minni eigu, og var bestur eftir að 60 mílunum var náð, og átti það til að strika 4m+ á báðum þegar 3-þrepa C6 torque-converter skiptingin tók 2. gír á 60 mílum. Cobra-Jetinn var ekki fljótasti bíllinn hér 0-100 km, átti það til að missa sig í spól, sem gerðist ekki hjá mér, var 3O% semi-splittaður og snéri gjarna hægra afturhjóli á of mikilli gjöf, en þegar 60 mílunum var náð, þá yfirgaf Cobran vettvanginn. Enginn bíll á Íslandi mun hafa náð annari eins athygli og þessi Cobra Sævars gerði á sínum tíma, dökk, dökk grænn sans ( næstum svartur) með matt-svörtum röndum/húddi/shaker scoope
, bein 2" rör aftur úr, enginn hljóðkútur, aðeins smá afturvíkkun á báðum rörum, enda hljóðið engu líkt og útlit, sem gaf í skyn að bifreiðin næði 700 km hraða.
Sævar gerði lítið annað en reyk-spóla '69 428 HO Cobrunni fyrir utan Glaumbæ, það er ekki fyrr en Gunnar eignast hana að hún var tekin til kostanna. '68 HO Firebirdinn er sá bíll, sem komst næst Cobrunni í spyrnu hjá Gunnari, og spyrnti hann henni mikið. 428 vélin mun vera til á Selfossi
-
Sæll, ég fletti þessu upp, ef að þetta er réttur Snorri Einarsson átti hann víst þennan bíl milli 1979 og 1984.
Eigendaferill
9.4.1994 Bjarni Finnbogason Byggðarholt 12
15.1.1984 Ragnar Ólafur Sigurðsson Skólavegur 9
11.6.1979 Snorri Einarsson Silfurtún 18b
6.5.1976 Ragnar Ólafur Sigurðsson Skólavegur 9
Númeraferill
2.5.2002 R 1968 Fornmerki
16.6.1994 EA342 Almenn merki
6.5.1976 Ö1308 Gamlar plötur
(http://www.musclecars.is/album/data/677/medium/IMG_1896.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/643/medium/IMG_0045.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/686/medium/DSC00786.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/766/medium/480.jpg)
Maggi það vantar inn í þennan feril pabbi átti þennan bíl Bjarni Guðjónsson 73 til 76 segir hann og bar númerið Ö806 og var annar eigandi af bílnum þá, hann minnti að hann hafi upphaflega verið á R númeri, gaman væri nú að sjá myndir af honum eins og hann var þá gull sanseraður, þær myndir eiga að vera til því Bjarni Finnbogason fékk þær hjá pabba þegar hann var að gera hann upp á sínum tíma.
-
Maggi það vantar inn í þennan feril pabbi átti þennan bíl Bjarni Guðjónsson 73 til 76 segir hann og bar númerið Ö806 og var annar eigandi af bílnum þá, hann minnti að hann hafi upphaflega verið á R númeri, gaman væri nú að sjá myndir af honum eins og hann var þá gull sanseraður, þær myndir eiga að vera til því Bjarni Finnbogason fékk þær hjá pabba þegar hann var að gera hann upp á sínum tíma.
Sæll Gaui,
Eigendaferill umferðarstofu nær yfirleitt ofast bara aftur til ársins 1977. Ef að menn hafa átt viðkomandi bíl fyrir '77 og eftir '77 kemur það fram á ferilskránni. En það er gaman að heyra að pabbi þinn hafi átt hann. Hér er amk. myndin sem Bjarni líklegast fékk hjá pabba þínum þar sem hann er á R númeri, ekki nema þær komi frá Ingiberg frænda Bjarna. :wink:
Átt þú til, eða pabbi þinn fleiri myndir af bílnum frá þessum árum, eða þeim árum sem pabbi þinn átti hann?
-
Takk fyrir þetta Maggi, þetta er í fyrsta skipti sem ég sé mynd af þessum bíl, en þessi mynd er frá einhverjum öðrum. Bjarni Finnboga fékk einu myndirnar sem pabbi átti af bílnum þær voru víst 3 eða 4 allar á Ö806 númerinu, hann ætlaði nú alltaf að skila honum myndunum. Þannig þú mátt alveg fá þær ef hann er til í að láta þær frá sér, þó það væri ekki nema bara til að skanna :D
-
Var þessi ekki á Akureyri 71-72 ? vinnufélagi minn átti svona brúnan fastbak ...
kv.k.comet
-
Var þessi ekki á Akureyri 71-72 ? vinnufélagi minn átti svona brúnan fastbak ...
kv.k.comet
Þessi bíll var Gull-litaður en ekki brúnn og Bjarni Guðjóns lét örugglega sprauta eitthvað svart. Ef mig minnir rétt yfir húddið ofl. Hann var töff.