Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on January 02, 2006, 19:59:36

Title: 1969 Nova
Post by: Moli on January 02, 2006, 19:59:36
Þekkir einhver deili á þessari Novu eða hvort hún sé til í dag?
Title: 1969 Nova
Post by: haywood on January 03, 2006, 00:12:32
er hún ekki hja brynjari þessi mig minnir það
Title: 1969 Nova
Post by: Moli on January 03, 2006, 01:31:39
ef þú ert að meina í Krossanesi, þá nei
Title: 1969 Nova
Post by: haywood on January 04, 2006, 12:35:17
segðu mér þá ó þér fróði maður hvar er hún þá :lol:
Title: 1969 Nova
Post by: Junk-Yardinn on January 05, 2006, 21:52:15
Kunningi minn í Skeiðahreppi átti þennan bíl í mörg ár. Þá var hann með númerið x-1438.
Var með 307 í húddinnu með 327 hedd, beinskiftur.
Gulli Emils kaupir hann og á hann stuttann tíma og selur svo gömlum karli um áttrætt hann í Reykjavík.
Hef grun um að bílnum hafi verið hent fyrir nokkrum árum síðan. Á slatta af gömlum myndum af honum.
Title: 1969 Nova
Post by: Gummari on January 06, 2006, 19:18:16
raggi jeppapartasali reif hann og henti honum man eftir honum inní
garðabæ hja honum kringum 92 held eg synd þvi hann var heill ad
sja og var gangfær  :?
Title: 1969 Nova
Post by: Brynjar Nova on January 08, 2006, 21:18:25
það er búið að henda of miklu af ágætis vögnum  :twisted: ég man eftir þessari novu kringum 90, stóð einmitt þarna sem myndin sínir mjög heill bíll  :evil: Já svona er þetta,  ég hefði átt að binda í hann og bruna norður með hann, hann hefði tekið sig vel út hjá hinum novunum  :lol: