Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: FORDINN on December 02, 2005, 08:29:12
-
Myndir úr myndasafni Ingabergs.
-
Djöfull voru þetta svalir bílar.........væri til í einn svona í dag,sem húsbíl yfir sumartíman 8)
Hvaða týpur af Vönum eru þetta,svo ég ljóstri nú heimsku minni :lol:
-
virkilega nettir, og þessir rimlar eru svoldið spes :)
hétu þessir vanar ekki G10 minnir mig ? .. pickupinn hét s10
-
Bandido var chevy van 20 árgerð 1973
-
Bandido.
-
Djöfull langar manni í svona sukkara 8)
-
DO IT IN A VAN
djöfull voru menn hel-ruglaðir á þessum árum
-
Merlin var líka töff, kom inn í hann þegar hann var upp á sitt besta!!
-
Sweet memories :lol:
Ég rúntaði soldið á Svörtu Maríu (Bandido) á sínum tíma, var reyndar orðinn rauður þá mynnir mig og alvöru sukkari. 8)
Þessi bíll var orðinn gjörsamlega gegnsósa í vodka, og bara það að sitja í honum smá stund hugsa ég að hefði dugað til þess að lita blöðruna ef maður hefði verið stoppaður og látinn blása :lol:
Honum sjálfum þótti sopinn ekki síður góður og einhverntíma fór tæplega hálfur tankur bara frá Keflavík og niður á Hallærisplan, þar sem var bara drepið á græjunni og haldið partý, og að því loknu var rúllað beint heim á leið á síðustu dropunum. (bæði af bensíni og vodka) :roll:
En það var sama hvar var stoppað, þetta var alstaðar eins og segull í títiprjónaboxi, endalaus trafik af fólki og sumar stelpurnar nánast klifruðu inn um gluggana.
-
við félagarnir erum nú komnir með svona chevy van 20 árg 80 sem er eigilega ekkert riðgaður , og við ættlum að breyta honnum í sukkara með U bekk aftur í og rauð plússan og svoleiðis :twisted:
-
Svona fyrst komið er útí van umræður, þá hálf sakna ég míns gamla.
Höfum smá minningarstund um greyið og látum myndir fljóta með. Gaman væri að fá gamlar sögur um hann, ef einhver veit hvenær hann var útbúinn og fleira. Númerið á honum var FJ-149.
(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/052.jpg)
(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/053.jpg)
(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/054.jpg)
(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/055.jpg)
(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/056.jpg)
(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/057.jpg)
Þessar myndir eru teknar seint að hausti 2001 eða 2002.
-
svaka flottur 8)
-
Var svarta maria og bandido sami bíllinn ?
-
Já.
-
á einhver mynd af nýtt líf vaninum ?
var með hjarta í milliþilinu og rós á annari afturhurðinni
langar að sjá þetta vegna þess að pabbi hjálpaði til við að græja þennan bíl
-
Á enginn mynd af Merlin.
-
Ég sá að það var að verið að tala um hjarta innréttingu úr nýtt líf bílnum... Ég veit um chevy van sem mér var boðið til kaups en eigandinn var alltaf á báðum áttum samt svo ekkert varð úr því. En hann er allur plussaður að innan og með hjarta milliþili.. Mjög flottur bíll en orðinn virkilega sjúskaður, bæði af ryði, aldurs og fyrri starfa. En þarna sá ég flott tækifæri til þess að gera sér flotta reiðhöll :-" því innréttingin er mjög flott í bílnum...
Veit einhver um Chevy eða GMC van til sölu þá helst í eldri kantinum. Skoða allt saman. Standa í mörg ár eða detta í sundur af ryði skiptir ekki máli.
-
djðfull eru þetta geggjuð tæki vildi að ég ætti minn en þá
-
þess má geta að Bandido billinn fór hreinlega til spánar :shock:og rúntaði þar eftir ströndum fullur af víni og kellingum :shock:þetta gerði Heiðar
jóhansson heitinn sem átti þennan bíl á meðan hann var upp á sitt besta :!: og ef það hefur einhvertima verið mikið vín í þessum bíl þá var það senilega mest í hans eigu :mrgreen: ég eignaðist þetta tæki mörgum árum seina og var hann orðinn verulega sjúskaður en mesta furða hvað innrétting var góð og vél en annað var kominn tími á og af sjálfsögðu var haldið í venju á þessu tæki og drukkið vín og höndlað kellur he he :D
-
vildi bara benda á þetta 123.is/unimog. hér ar saga Midnight Express frá gömlum eiganda.
-
Var svarta maria og bandido sami bíllinn ?
Fyrir þá sem ekki vita þá var Bandido gamall löggubíll úr Grindavík, þaðan kemur nafnið Svarta Maria.
Ég var oft driver á þessum bíl og það svolítið spes að keyra hann því skiptirinn var öfugur, þ.a.e.s
parkið var niður og fyrsti uppi. :smt017.. tók smá tíma að venjast.
Það eru engar ýkjur sem Ingvar talar um, kellurnar voru eins og mýflugur utan í þessum bíll, :smt061
(auðvitað voru það við sem trekktum þær að) þetta var bara spurning hvort mann langaði í ljóshærða eða ..
og maður skilur ekki hvað löggan lét okkur afskiptalausa með bílinn á nösunum, angandi eins og brugghús og leit út
eins og súlustaður að innan.
Lífið var BARA gaman á þessum árum. :smt035 :smt030
-
Ég rúntaði 1x í þessum bíl sem krakki með Arnari frænda :mrgreen:
Þetta var drulluflottur bíll, mig minnir að ég hafi verið 8-9 ára og fannst þetta sko ekki leiðinlegt 8-)