Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: siggik on November 22, 2005, 23:38:37

Title: Stuttur Frakki
Post by: siggik on November 22, 2005, 23:38:37
Þarfað segja meira  8)

ég gerði search en fann ekkert, eru ekki til myndir af honum og sögur um hvað varð af honum eftir tökurnar osfr, hann  var á ísó seinast þegar ég sá vissi :)
Title: Stuttur Frakki
Post by: Moli on November 23, 2005, 00:37:42
Hann "adler" á hann, og er víst í hans varðveislu í frumeindum!

(http://www.augnablik.is/data/500/954x.jpg)
(http://www.mustang.is/album_1/79-93/images/album1_92.jpg)
Title: frakki
Post by: GRSLX on November 23, 2005, 17:11:01
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að eignast þennan villihest eftir tökur og átti í nokkur ár. Hann var með 302 en fékk ofaní sig '69 289. Frá mér fór hann til súðavíkur. Frétti að hann hefði svo tjónað ljósastaur eftir það og farið nokkuð ylla. Þessar myndir af bílnum eru teknar fyrir tökur og áður en ég eignast hann.
Title: Stuttur Frakki
Post by: ADLER on November 24, 2005, 21:09:15
Skrítið hvað áhugi fyrir þessum bíl kemur aftur og aftur :o

Ég er búinn að vera með þennan bíl undir höndum í nokkur ár og er búinn að fá fleiri símtöl útaf honum en ég vill muna, nokkrir hafa viljað kaupa eða réttara sagt fá gefins.Einn vildi fá af honum húddið annar sætin úr bílnum og svo var einn sem ætlaði að nota hluta af bílnum í eitthvað auglýsingar skilti utan á verslun eða bar ég bara man ekki hvað nákvæmlega.Fyrir nokkrum árum komu menn (drengir) alveg í bunum sem vildu fá bílinn í rally crossið og sá seinasti sem kom sagði að ég væri fáviti að vilja ekki láta hann fá bílinn svo ég ákvað að sá næsti sem væri með dónaskap fengi kjaftshögg,það spurðist út og fékk ég þá frið fyrir illagefnu fólki í nokkur ár en það virðist vera að byrja aftur að menn eru að spyrja um bílinn.
Ennþá er enginn með dónaskap en sá fyrsti sem kemur með eitthvað verður heimsóttur  :twisted:


Ég sá þessa mynd aftur um daginn þar sem bíllinn birtist ,þvílík þvæla.
Title: Stuttur Frakki
Post by: siggik on November 25, 2005, 00:49:33
haha

já mér var umhugsað um myndina í vinnunni um daginn og datt í hug að spyrjast fyrir  því mig mynnt iað það hefði verið mynnst á hann hérna, langaði að horfa á myndina aftur útaf bílnum og aðal leikaranum man ekki hvað hann heitir :) snilld
Title: Stuttur Frakki
Post by: Packard on November 25, 2005, 02:06:36
Man vel hvað mér fannst hann flottur þegar ég sá hann fyrst,splúnkunýjan hjá Sveini Egilssyni h/f.
Title: Stuttur Frakki
Post by: ADLER on November 25, 2005, 02:38:45
Já ég veit það Sigurbjörn minn  :) því eitthvað varstu búinn að minnast á það við mig.
(http://spurstalk.com/forums/images/smilies/smidepressed.gif)
Title: Stuttur Frakki
Post by: Anonymous on November 25, 2005, 11:06:46
en hvernig lítur hann út í dag?
Title: Stuttur Frakki
Post by: ADLER on November 25, 2005, 11:35:29
Quote from: "Anonymous"
en hvernig lítur hann út í dag?


Það skiptir ekki öllu máli heldur það að það þarf að gera bílinn upp frá grunni með tilheyrandi kostnaði og tíma,og svo þarf auðvita einhverja þekkingu á uppgerð bíla það er ekki nóg að hafa áhuga því þá stoppa menn fljótlega og er það því miður alltof algengd,og oftar en ekki þá endar allt saman með því að öllu ruslinu er hend.
Title: Stuttur Frakki
Post by: Vilmar on November 27, 2005, 21:44:46
er þessi bíll úr eitthverri mynd eða auglýsingu? ef þetta er mynd hvað heitir hún (kannski stuttur frakki?)
Title: Stuttur Frakki
Post by: Moli on November 27, 2005, 22:14:29
já, þetta var kvikmyndin Stuttur Frakki frá 1993

(http://www.salin.is/proxy/bio_stuttur_frakki___w100!h100.jpg)
Title: Stuttur Frakki
Post by: ADLER on November 28, 2005, 21:00:02
Quote
er þessi bíll úr eitthverri mynd eða auglýsingu? ef þetta er mynd hvað heitir hún (kannski stuttur frakki?)


Þegar að maður sér svona spurningar þá veit maður að maður er orðinn gamall.
(http://spurstalk.com/forums/images/smilies/smidepressed.gif)
(http://spurstalk.com/forums/images/smilies/smiconfused.gif)
Title: Stuttur Frakki
Post by: Vilmar on November 28, 2005, 22:29:32
hehe, ég hafði bara aldrei heyrt um þessa mynd áður
Title: Stuttur Frakki
Post by: chevy54 on December 04, 2005, 18:44:05
ógeðslegur mustang!
Title: Stuttur Frakki
Post by: Anonymous on December 04, 2005, 20:52:18
Geðveikur Mustang  8)

En vitiði hvar er hægt að leiga þessa mynd?
Title: Stuttur Frakki
Post by: ADLER on December 04, 2005, 21:09:49
Quote from: "chevy54"
ógeðslegur mustang!


Jói Þú ert DÓNI :evil:
Title: Stuttur Frakki
Post by: Racer on December 04, 2005, 22:43:07
Quote from: "Anonymous"
Geðveikur Mustang  8)

En vitiði hvar er hægt að leiga þessa mynd?


langflestum betri videóleigum
Title: Stuttur Frakki
Post by: chevy54 on December 04, 2005, 23:13:21
Quote from: "adler"
Quote from: "chevy54"
ógeðslegur mustang!


Jói Þú ert DÓNI :evil:


ég var bara að kanna viðbrögðin því þú sagðir sá næsti sem verður dónalegur verður heimsóttur... ekki taka þessu alvarlega sko:D :lol:
Title: Stuttur Frakki
Post by: ADLER on December 05, 2005, 00:11:17
Quote from: "chevy54"
Quote from: "adler"
Quote from: "chevy54"
ógeðslegur mustang!


Jói Þú ert DÓNI :evil:


ég var bara að kanna viðbrögðin því þú sagðir sá næsti sem verður dónalegur verður heimsóttur... ekki taka þessu alvarlega sko:D :lol:


Þetta er ekkert mál.ég er enginn sérstakur mustang aðdáandi,ég hef gaman af flestu sem viðkemur ökutækjum og hef aldrei geta lagst svo lágt að flokka menn útfrá hvað sort er þeirra.Ég hef reyndar átt fleiri gangfæra GM bíla heldur en Ford en það er samt enginn mælikvarði. :wink:
Title: Stuttur Frakki
Post by: MrManiac on December 06, 2005, 16:07:13
Þeii bíll var hrikalega flottur hérna í gamla daga. Man eftir honum sem krakki og þá var þessi bíll mjög nýlegur.